Nýr LSH fyrir alla Siv Friðleifsdóttir skrifar 26. apríl 2012 06:00 Stjórnvöld hafa um langt skeið undirbúið byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss(LSH). Undirbúningi hefur verið stýrt og ýtt áfram af ráðherrum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og nú Samfylkingar. Um byggingu nýs spítala hefur því ríkt þverpólitísk samstaða. Borgarstjórn hefur einnig komið að vinnunni með margvíslegum hætti að ógleymdu starfsfólki spítalans. Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum árum um staðsetningu spítalans og stærð. Nefndir hafa verið skipaðar til að endurskoða báða þessa þætti og varð niðurstaðan sú að hagkvæmast og réttast er að byggja spítalann við Hringbraut, en við endurmat vorið 2009 var verulega dregið úr stærðinni og uppbyggingunni skipt í áfanga. Verkefnið byggir á lögum nr. 64/2010 og viljayfirlýsingu við 25 lífeyrissjóði frá haustinu 2009 og markviss skref hafa verið tekin síðustu ár í undirbúningi. Okkur ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði. Þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við. Ein slík segir að það sé rangt að nota fjármagn í nýjan LSH þegar skorið er niður til sjúkrahússtarfsemi á landsbyggðinni. Benda má á í þessu sambandi að niðurskurðurinn á LSH hefur líka verið umfangsmikill. Aðalatriðið er þó að með nýjum LSH má hagræða verulega í rekstri spítalans, um allt að 2,7 milljarða á ári, en nýleg norsk hagkvæmniathugun sýndi fram á þær tölur. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður. Segja má að skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt. Það blasir því við að mun líklegra er að nýr LSH, þar sem rekstrarkostnaður er lægri, minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram. Það er því öllum í hag að nýr LSH rísi, nýtt og stækkað þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa um langt skeið undirbúið byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss(LSH). Undirbúningi hefur verið stýrt og ýtt áfram af ráðherrum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og nú Samfylkingar. Um byggingu nýs spítala hefur því ríkt þverpólitísk samstaða. Borgarstjórn hefur einnig komið að vinnunni með margvíslegum hætti að ógleymdu starfsfólki spítalans. Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum árum um staðsetningu spítalans og stærð. Nefndir hafa verið skipaðar til að endurskoða báða þessa þætti og varð niðurstaðan sú að hagkvæmast og réttast er að byggja spítalann við Hringbraut, en við endurmat vorið 2009 var verulega dregið úr stærðinni og uppbyggingunni skipt í áfanga. Verkefnið byggir á lögum nr. 64/2010 og viljayfirlýsingu við 25 lífeyrissjóði frá haustinu 2009 og markviss skref hafa verið tekin síðustu ár í undirbúningi. Okkur ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði. Þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við. Ein slík segir að það sé rangt að nota fjármagn í nýjan LSH þegar skorið er niður til sjúkrahússtarfsemi á landsbyggðinni. Benda má á í þessu sambandi að niðurskurðurinn á LSH hefur líka verið umfangsmikill. Aðalatriðið er þó að með nýjum LSH má hagræða verulega í rekstri spítalans, um allt að 2,7 milljarða á ári, en nýleg norsk hagkvæmniathugun sýndi fram á þær tölur. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður. Segja má að skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt. Það blasir því við að mun líklegra er að nýr LSH, þar sem rekstrarkostnaður er lægri, minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram. Það er því öllum í hag að nýr LSH rísi, nýtt og stækkað þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun