Sér eftir látalátum við geðlækna 26. apríl 2012 01:30 Frá réttarsal í Ósló Anders Behring Breivik ásamt verjanda sínum og lögreglumanni.nordicphotos/AFP „Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur." Hann brosti þegar hann var spurður um það hvað hann teldi framtíðina bera í skauti sér fyrir hann sjálfan: „Það fer eftir ýmsu. Annað hvort verður krukkað í heilann á mér með efnafræðilegum aðferðum eða þá að ég fer í fangelsi fyrir lífstíð." Réttarhöldin yfir Breivik hófust 16. apríl og eiga að standa yfir í níu vikur. Í gær var athyglinni einkum beint að tveimur skýrslum geðlækna, sem metið hafa andlegt ástand mannsins. Niðurstaða fyrri skýrslunnar var sú, að hann væri vegna geðveilu ekki sakhæfur, en í seinni skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur og því sé hægt að dæma hann til refsingar. Sjálfur segist hann hafa talað með allt öðrum hætti við geðlæknana Sørheim og Husby, sem unnu fyrri skýrsluna, heldur en hann gerði þegar hann talaði við geðlæknana Tørrissen og Aspaas, sem gerðu seinni skýrsluna. Í fyrri viðtölunum segist hann hafa verið með látalæti, verið fjálglegri í tali og dregið upp glansmynd af því sem hann var að gera: „Ég var mjög sjálfsöruggur þegar ég talaði við þá." Síðar hafi hann áttað sig á því, að með þessu hafi hann gert mistök. „Ég leit á viðtölin við þá sem kynningartækifæri, og kaus þess vegna að vera með látalæti," sagði hann. „Í auglýsingaskyni hélt ég að þetta væri það rétta, en það reyndust vera mistök." Breivik reyndi að sýna fram á að hann væri ekki haldin neinum ranghugmyndum, heldur hefði hann vitað vel hvað hann var að gera þegar hann myrti 77 manns í Ósló og á Úteyju í sumar. Hann neitar því til dæmis að hafa nokkurn tímann viljað verða kóngur. Hann neitar því líka að heyra raddir. Og hann neitar að Musterisriddararnir, samtök herskárra þjóðernissinna sem hann segist tilheyra, séu bara ímyndun í honum sjálfum. „Þetta eru raunveruleg samtök," sagði hann og tók fram að lögreglan gæti ekki dregið þá ályktun að þau væru ekki til bara vegna þess að þau hafa ekki fundist. „Með sömu rökum þá var ég ekki heldur til fyrr en 22. júlí," sagði hann. „Ég myndi ekki vilja vera talsmaður lögreglunnar þegar næsta árás verður gerð í Noregi. Því hún verður gerð." Hann sagði í gær að það versta sem gæti komið fyrir pólitískan aðgerðasinna, eins og hann telur sjálfan sig vera, væri að lenda inni á geðsjúkrahúsi: „Það myndi ógilda allt sem maður stendur fyrir." Meðal annarra atriða sem fram komu við réttarhöldin í gær var að Breivik hefði smurt sér nesti áður en hann hélt af stað í drápsferð sína í sumar. „Ég útbjó bagettur með osti og skinku," sagði hann. „Ég hafði hugsað mér að borða þetta á Úteyju, en í staðinn drakk ég Red Bull." gudsteinn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur." Hann brosti þegar hann var spurður um það hvað hann teldi framtíðina bera í skauti sér fyrir hann sjálfan: „Það fer eftir ýmsu. Annað hvort verður krukkað í heilann á mér með efnafræðilegum aðferðum eða þá að ég fer í fangelsi fyrir lífstíð." Réttarhöldin yfir Breivik hófust 16. apríl og eiga að standa yfir í níu vikur. Í gær var athyglinni einkum beint að tveimur skýrslum geðlækna, sem metið hafa andlegt ástand mannsins. Niðurstaða fyrri skýrslunnar var sú, að hann væri vegna geðveilu ekki sakhæfur, en í seinni skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur og því sé hægt að dæma hann til refsingar. Sjálfur segist hann hafa talað með allt öðrum hætti við geðlæknana Sørheim og Husby, sem unnu fyrri skýrsluna, heldur en hann gerði þegar hann talaði við geðlæknana Tørrissen og Aspaas, sem gerðu seinni skýrsluna. Í fyrri viðtölunum segist hann hafa verið með látalæti, verið fjálglegri í tali og dregið upp glansmynd af því sem hann var að gera: „Ég var mjög sjálfsöruggur þegar ég talaði við þá." Síðar hafi hann áttað sig á því, að með þessu hafi hann gert mistök. „Ég leit á viðtölin við þá sem kynningartækifæri, og kaus þess vegna að vera með látalæti," sagði hann. „Í auglýsingaskyni hélt ég að þetta væri það rétta, en það reyndust vera mistök." Breivik reyndi að sýna fram á að hann væri ekki haldin neinum ranghugmyndum, heldur hefði hann vitað vel hvað hann var að gera þegar hann myrti 77 manns í Ósló og á Úteyju í sumar. Hann neitar því til dæmis að hafa nokkurn tímann viljað verða kóngur. Hann neitar því líka að heyra raddir. Og hann neitar að Musterisriddararnir, samtök herskárra þjóðernissinna sem hann segist tilheyra, séu bara ímyndun í honum sjálfum. „Þetta eru raunveruleg samtök," sagði hann og tók fram að lögreglan gæti ekki dregið þá ályktun að þau væru ekki til bara vegna þess að þau hafa ekki fundist. „Með sömu rökum þá var ég ekki heldur til fyrr en 22. júlí," sagði hann. „Ég myndi ekki vilja vera talsmaður lögreglunnar þegar næsta árás verður gerð í Noregi. Því hún verður gerð." Hann sagði í gær að það versta sem gæti komið fyrir pólitískan aðgerðasinna, eins og hann telur sjálfan sig vera, væri að lenda inni á geðsjúkrahúsi: „Það myndi ógilda allt sem maður stendur fyrir." Meðal annarra atriða sem fram komu við réttarhöldin í gær var að Breivik hefði smurt sér nesti áður en hann hélt af stað í drápsferð sína í sumar. „Ég útbjó bagettur með osti og skinku," sagði hann. „Ég hafði hugsað mér að borða þetta á Úteyju, en í staðinn drakk ég Red Bull." gudsteinn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira