Tekjur af auðlindum Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. apríl 2012 09:15 Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. Ef fasteigninni fylgja hlunnindi hefur eigandinn einnig rétt á tekjum vegna nýtingu þeirra. Samkvæmt talsmönnum Sjálfstæðisflokksins virðist undantekningin frá þessum viðtekna skilningi á eignaréttinum vera sú að ef eigandinn er þjóðin þá er ekki jafn sjálfsagt að eigandinn njóti sanngjarna tekna af eign sinni. Þetta virðist m.a. vera inntak greinar sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í Fréttablaðið á laugardaginn s.l. Tekjur og auðlindarentaFrumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjald gerir ráð fyrir þeirri leið að leggja gjald á auðlindarentuna sem myndast í sjávarútvegi en ekki á eðlilegan hagnað fyrirtækjanna. Á hann verður áfram lagður venjulegur íslenskur fyrirtækjaskattur, sem er einn sá lægsti í vestrænum ríkjum eða 20%. Því er hér um grundvallarmisskilning Þorsteins að ræða. Það er mikill munur á tekjum sjávarútvegs annars vegar og auðlindarentu hins vegar.Samanburðurinn við vestræn ríki Þorsteinn segir enn fremur að í „engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins". Hið rétta er að tvær af höfuðgreinum atvinnulífsins í Noregi snúast einmitt um auðlindanýtingu. Olíuvinnslan þar greiðir 78% skatt af auðlindarentu og svipuðu kerfi höfum við komið okkur upp hér á Íslandi til að vera viðbúin því ef olía finnst í íslenskri lögsögu. Vegna mikillar tekjuaukningar hefur á undanförnum árum myndast auðlindarenta í norska orkuiðnaðinum. Til að bregðast við voru skattalögum þar breytt og nú greiða vatnsaflsvirkjanir fastan skatt sem nemur 11 norskum aurum á kílóvattstund, 28% tekjuskatt og 30% auðlindarentuskatt ofan á það. Fyrrnefnd fullyrðing Þorsteins eru því í besta falli öfugmæli því almenna reglan er sú að atvinnugreinar borga fyrir aðgang sinn að takmörkuðum gæðum á Vesturlöndum, jafnvel þó þær séu kallaðar „höfuðgreinar atvinnulífsins". Allar höfuðatvinnugreinar Evrópuríkjanna bera kostnað vegna aðgangs að auðlindinni sem við öndum að okkur – andrúmsloftinu. Útblástursheimildir voru í fyrstu gefnar fríar til fyrirtækja sem höfðu „útblástursreynslu" en þegar óréttlætið varð mönnum ljóst var það lagfært, fyrra kerfi fyrnt og stefnan tekin á uppboð. Þetta er leið vestrænna ríkja og þar með talið Íslands til að jafna aðgang nýliða að atvinnugrein og skila auðlindarentunni til almennings. Enginn kvartar yfir álögum. Það munu útgerðarfyrirtækin ekki heldur gera ef þau greiða sanngjarnt afnotagjald. Framtíðarskipan auðlindamálaRíkissjóður mun í framtíðinni fá tekjur af auðlindum í þjóðareign. Það verður gert með tveimur leiðum, uppboðum á nýtingarleyfum og gjaldtöku af auðlindarentunni. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku af auðlindarentu í sjávarútvegi er nú til umræðu í þinginu. Umhverfisráðherra mun á næstu dögum mæla fyrir lögum sem heimila uppboð á útblástursheimildum og tekjurnar renna í opinbera sjóði. Póst og fjarskiptastofnun hefur þegar hafið undirbúning uppboðs á tíðnisviðum fyrir fjórðu kynslóð farsíma. Forsætisráðherra skipaði á síðasta ári svokallaða auðlindastefnunefnd sem vinna á stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum. Nefndin, sem er á ábyrgð fjármálaráðuneytisins, iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, hefur nú mótað fyrstu tillögur, sem unnar verða áfram, um hvernig auðlindarentu yrði skilað til eigenda auðlindanna ef renta myndast í viðkomandi grein. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. júní nk. Í fjármálaráðuneytinu höfum við hafið vinnu við stofnun auðlindareiknings í eigu ríkissjóðs. Tilgangurinn er að gera sanngjarnar tekjur ríkisins af auðlindum þjóðarinnar sýnilegan. Menn geta þá rökrætt hvort þær komi til lækkunar skatta í framtíðinni, til eflingar velferðarkerfisins eða til uppbyggingar innviða samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. Ef fasteigninni fylgja hlunnindi hefur eigandinn einnig rétt á tekjum vegna nýtingu þeirra. Samkvæmt talsmönnum Sjálfstæðisflokksins virðist undantekningin frá þessum viðtekna skilningi á eignaréttinum vera sú að ef eigandinn er þjóðin þá er ekki jafn sjálfsagt að eigandinn njóti sanngjarna tekna af eign sinni. Þetta virðist m.a. vera inntak greinar sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í Fréttablaðið á laugardaginn s.l. Tekjur og auðlindarentaFrumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjald gerir ráð fyrir þeirri leið að leggja gjald á auðlindarentuna sem myndast í sjávarútvegi en ekki á eðlilegan hagnað fyrirtækjanna. Á hann verður áfram lagður venjulegur íslenskur fyrirtækjaskattur, sem er einn sá lægsti í vestrænum ríkjum eða 20%. Því er hér um grundvallarmisskilning Þorsteins að ræða. Það er mikill munur á tekjum sjávarútvegs annars vegar og auðlindarentu hins vegar.Samanburðurinn við vestræn ríki Þorsteinn segir enn fremur að í „engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins". Hið rétta er að tvær af höfuðgreinum atvinnulífsins í Noregi snúast einmitt um auðlindanýtingu. Olíuvinnslan þar greiðir 78% skatt af auðlindarentu og svipuðu kerfi höfum við komið okkur upp hér á Íslandi til að vera viðbúin því ef olía finnst í íslenskri lögsögu. Vegna mikillar tekjuaukningar hefur á undanförnum árum myndast auðlindarenta í norska orkuiðnaðinum. Til að bregðast við voru skattalögum þar breytt og nú greiða vatnsaflsvirkjanir fastan skatt sem nemur 11 norskum aurum á kílóvattstund, 28% tekjuskatt og 30% auðlindarentuskatt ofan á það. Fyrrnefnd fullyrðing Þorsteins eru því í besta falli öfugmæli því almenna reglan er sú að atvinnugreinar borga fyrir aðgang sinn að takmörkuðum gæðum á Vesturlöndum, jafnvel þó þær séu kallaðar „höfuðgreinar atvinnulífsins". Allar höfuðatvinnugreinar Evrópuríkjanna bera kostnað vegna aðgangs að auðlindinni sem við öndum að okkur – andrúmsloftinu. Útblástursheimildir voru í fyrstu gefnar fríar til fyrirtækja sem höfðu „útblástursreynslu" en þegar óréttlætið varð mönnum ljóst var það lagfært, fyrra kerfi fyrnt og stefnan tekin á uppboð. Þetta er leið vestrænna ríkja og þar með talið Íslands til að jafna aðgang nýliða að atvinnugrein og skila auðlindarentunni til almennings. Enginn kvartar yfir álögum. Það munu útgerðarfyrirtækin ekki heldur gera ef þau greiða sanngjarnt afnotagjald. Framtíðarskipan auðlindamálaRíkissjóður mun í framtíðinni fá tekjur af auðlindum í þjóðareign. Það verður gert með tveimur leiðum, uppboðum á nýtingarleyfum og gjaldtöku af auðlindarentunni. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku af auðlindarentu í sjávarútvegi er nú til umræðu í þinginu. Umhverfisráðherra mun á næstu dögum mæla fyrir lögum sem heimila uppboð á útblástursheimildum og tekjurnar renna í opinbera sjóði. Póst og fjarskiptastofnun hefur þegar hafið undirbúning uppboðs á tíðnisviðum fyrir fjórðu kynslóð farsíma. Forsætisráðherra skipaði á síðasta ári svokallaða auðlindastefnunefnd sem vinna á stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum. Nefndin, sem er á ábyrgð fjármálaráðuneytisins, iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, hefur nú mótað fyrstu tillögur, sem unnar verða áfram, um hvernig auðlindarentu yrði skilað til eigenda auðlindanna ef renta myndast í viðkomandi grein. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. júní nk. Í fjármálaráðuneytinu höfum við hafið vinnu við stofnun auðlindareiknings í eigu ríkissjóðs. Tilgangurinn er að gera sanngjarnar tekjur ríkisins af auðlindum þjóðarinnar sýnilegan. Menn geta þá rökrætt hvort þær komi til lækkunar skatta í framtíðinni, til eflingar velferðarkerfisins eða til uppbyggingar innviða samfélagsins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun