Þörf á miðstöð innflytjenda Toshiki Toma skrifar 19. apríl 2012 06:00 Reykjavíkurborg bauð okkur innflytjendum í Reykjavík á Fjölmenningarþing í fyrsta skipti í nóvember 2010. Þar ræddu 200 innflytjendur um ýmis atriði í borgarlífinu. Atriði sem flestir þátttakendur komu fram með er nauðsyn miðstöðvar innflytjenda í Reykjavík eins og Alþjóðahúsið hafði verið áður. Borgin sagði upp samningi við Alþjóðahúsið árið 2009 aðallega vegna fjárhagslegrar óvissu hjá sér og miðstöð innflytjenda í Reykjavík hvarf í kjölfarið. Síðan hefur hluta af þeirri þjónustu sem Alþjóðahúsið hafði áður sinnt verið skipt á milli ýmissa aðila eins og Alþjóðaseturs, Þjónustumiðstöðvar Hlíða og Miðborgar o.fl. Sérhver aðili hlýtur að gera sitt besta en þetta er samt bót til bráðabirgða, ef litið er á heildarþörf innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Vandamál eru t.d.: n Ekki er hægt að fá þjónustu frá stofnunum borgarinnar ef maður á ekki lögheimili í borginni. n Erfitt er fyrir innflytjendur að kynna sér hvers konar þjónusta er í boði og hvar hægt er að nálgast hana. n Erfitt er fyrir þjónustuveitendur í málefnum innflytjenda að skiptast á upplýsingum. n Erfitt er að skapa umgjörð fyrir virka þátttöku innflytjenda í menningarstarfsemi án stöðugrar miðstöðvar. n Erfitt er að móta sameiginlega stefnu um málefnið meðal sveitarfélaga. Þannig er auðséð að það er eftirsóknarvert að eiga miðstöð innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. En þá vekur spurningin um hæl: Hver ber ábyrgð á henni? Ríkið, borgin eða samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu? Ríkið er núna að reyna rekstur Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum sem er því formlega ríkisstofnun og stefnt er því að setrið verði áfram á Vestfjörðum. Gott mál, en spyrja má hvort ríkið eigi ekki að leggja meiri fyrirhöfn í höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt upplýsingum Byggðastofnunar greiddu 24.294 erlendir ríkisborgarar skatta á Íslandi á árinu 2010 vegna tekna sem þeir öfluðu árið 2009, og 10.785 af þeim voru búsettir í Reykjavík. Þessar tölur má hafa til hliðarsjónar þegar við hugsum um málið. Ferli endurbyggingar er enn í gangi. Margir munu spyrja hvers vegna íslenska þjóðin þarf að leggja fé til þjónustu við innflytjendur. En það blasir við að þegar þjóðin nær velgengni, er þátttaka innflytjenda ómissandi. Er það því ekki snjallara og mikilvægt að reikna hlutverk innflytjenda inn í framtíðarmynd þjóðarinnar frá upphafi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg bauð okkur innflytjendum í Reykjavík á Fjölmenningarþing í fyrsta skipti í nóvember 2010. Þar ræddu 200 innflytjendur um ýmis atriði í borgarlífinu. Atriði sem flestir þátttakendur komu fram með er nauðsyn miðstöðvar innflytjenda í Reykjavík eins og Alþjóðahúsið hafði verið áður. Borgin sagði upp samningi við Alþjóðahúsið árið 2009 aðallega vegna fjárhagslegrar óvissu hjá sér og miðstöð innflytjenda í Reykjavík hvarf í kjölfarið. Síðan hefur hluta af þeirri þjónustu sem Alþjóðahúsið hafði áður sinnt verið skipt á milli ýmissa aðila eins og Alþjóðaseturs, Þjónustumiðstöðvar Hlíða og Miðborgar o.fl. Sérhver aðili hlýtur að gera sitt besta en þetta er samt bót til bráðabirgða, ef litið er á heildarþörf innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Vandamál eru t.d.: n Ekki er hægt að fá þjónustu frá stofnunum borgarinnar ef maður á ekki lögheimili í borginni. n Erfitt er fyrir innflytjendur að kynna sér hvers konar þjónusta er í boði og hvar hægt er að nálgast hana. n Erfitt er fyrir þjónustuveitendur í málefnum innflytjenda að skiptast á upplýsingum. n Erfitt er að skapa umgjörð fyrir virka þátttöku innflytjenda í menningarstarfsemi án stöðugrar miðstöðvar. n Erfitt er að móta sameiginlega stefnu um málefnið meðal sveitarfélaga. Þannig er auðséð að það er eftirsóknarvert að eiga miðstöð innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. En þá vekur spurningin um hæl: Hver ber ábyrgð á henni? Ríkið, borgin eða samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu? Ríkið er núna að reyna rekstur Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum sem er því formlega ríkisstofnun og stefnt er því að setrið verði áfram á Vestfjörðum. Gott mál, en spyrja má hvort ríkið eigi ekki að leggja meiri fyrirhöfn í höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt upplýsingum Byggðastofnunar greiddu 24.294 erlendir ríkisborgarar skatta á Íslandi á árinu 2010 vegna tekna sem þeir öfluðu árið 2009, og 10.785 af þeim voru búsettir í Reykjavík. Þessar tölur má hafa til hliðarsjónar þegar við hugsum um málið. Ferli endurbyggingar er enn í gangi. Margir munu spyrja hvers vegna íslenska þjóðin þarf að leggja fé til þjónustu við innflytjendur. En það blasir við að þegar þjóðin nær velgengni, er þátttaka innflytjenda ómissandi. Er það því ekki snjallara og mikilvægt að reikna hlutverk innflytjenda inn í framtíðarmynd þjóðarinnar frá upphafi?
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar