Sérstakur saksóknari fær gögn frá Lúxemborg um Aurum Holding 19. apríl 2012 09:30 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var á meðal þeirra 30 sem tóku þátt í húsleitum vegna rannsókna á Landsbankanum í þessari viku. Gögn vegna fyrri húsleita þar í landi eru farin að skila sér til Íslands. Fréttablaðið/Anton Rannsókn sérstaks saksóknara á Aurum Holing-málinu svokallaða er á lokastigi. Gögn sem haldlögð voru í Kaupþingi í Lúxemborg í fyrra voru send til Íslands fyrir mánuði síðan. Von á ákvörðun um ákæru á næstunni. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið afhent gögn frá Lúxemborg sem gegna lykilhlutverki í rannsókn þess á svokölluðu Aurum Holding-máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Rannsókn málsins er nú á lokastigi og tekin verður ákvörðun um hvort ákært verði vegna þess á næstunni. Aurum Holding-málið snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 í júlí 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur meðal annars skartgripaverslunarkeðjuna Goldsmiths. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé fyrir Pálma og Jón Ásgeir Jóhannesson. Eftir að lánið til FS38 var veitt, og sex milljarðar króna greiddir út úr Glitni, voru tveir milljarðar króna færðir inn á hlaupareikning Fons og þaðan var einn milljarður króna færður beint inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þessara milljarða hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í umfangsmikilli húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, í mars í fyrra lagði sérstakur saksóknari meðal annars hald á gögn sem tengjast málinu. Yfir 70 manns tóku þátt í þeirri aðgerð sem stóð yfir í rúmar tvær vikur. Saksóknari fékk gögnin síðan afhent frá þarlendum yfirvöldum fyrir um mánuði síðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þau skýri lausa anga í Aurum–fléttunni og að bráðlega verði hægt að ljúka rannsókn á henni. Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis vegna Aurum-lánsins snemma árs 2010 og eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008. Málið var sett í biðstöðu í febrúar eftir að dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur vildi fá að vita hvað kæmi út úr rannsókn sérstaks saksóknara áður en lengra yrði haldið. Til stendur að taka málið aftur fyrir í maí. Von er á því að fleiri gögn sem lagt var hald á í aðgerðinni í fyrra verði send til Íslands á næstunni. Þau snerta fjölmörg mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeirra á meðal er 171 milljóna evra (um 28,5 milljarða króna) lán Kaupþings til Lindsor Holdings 6. október 2008. Lánið var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta viðskiptavinar bankans. Embætti sérstaks saksóknara telur að bréfin hafi verið keypt á mun hærra verði en markaðsvirði. Kaupþing, sem var óbeinn eigandi Lindsor, féll þremur dögum síðar. Ein ástæða þess að afhending gagnanna hefur tafist jafnmikið og raun ber vitni er sú að hluti þeirra sem gögnin fjalla um, og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, mótmæltu afhendingu þeirra. thordur@frettabladid.is Aurum Holding málið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á Aurum Holing-málinu svokallaða er á lokastigi. Gögn sem haldlögð voru í Kaupþingi í Lúxemborg í fyrra voru send til Íslands fyrir mánuði síðan. Von á ákvörðun um ákæru á næstunni. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið afhent gögn frá Lúxemborg sem gegna lykilhlutverki í rannsókn þess á svokölluðu Aurum Holding-máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Rannsókn málsins er nú á lokastigi og tekin verður ákvörðun um hvort ákært verði vegna þess á næstunni. Aurum Holding-málið snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 í júlí 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem rekur meðal annars skartgripaverslunarkeðjuna Goldsmiths. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé fyrir Pálma og Jón Ásgeir Jóhannesson. Eftir að lánið til FS38 var veitt, og sex milljarðar króna greiddir út úr Glitni, voru tveir milljarðar króna færðir inn á hlaupareikning Fons og þaðan var einn milljarður króna færður beint inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þessara milljarða hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í umfangsmikilli húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, í mars í fyrra lagði sérstakur saksóknari meðal annars hald á gögn sem tengjast málinu. Yfir 70 manns tóku þátt í þeirri aðgerð sem stóð yfir í rúmar tvær vikur. Saksóknari fékk gögnin síðan afhent frá þarlendum yfirvöldum fyrir um mánuði síðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þau skýri lausa anga í Aurum–fléttunni og að bráðlega verði hægt að ljúka rannsókn á henni. Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis vegna Aurum-lánsins snemma árs 2010 og eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008. Málið var sett í biðstöðu í febrúar eftir að dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur vildi fá að vita hvað kæmi út úr rannsókn sérstaks saksóknara áður en lengra yrði haldið. Til stendur að taka málið aftur fyrir í maí. Von er á því að fleiri gögn sem lagt var hald á í aðgerðinni í fyrra verði send til Íslands á næstunni. Þau snerta fjölmörg mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeirra á meðal er 171 milljóna evra (um 28,5 milljarða króna) lán Kaupþings til Lindsor Holdings 6. október 2008. Lánið var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta viðskiptavinar bankans. Embætti sérstaks saksóknara telur að bréfin hafi verið keypt á mun hærra verði en markaðsvirði. Kaupþing, sem var óbeinn eigandi Lindsor, féll þremur dögum síðar. Ein ástæða þess að afhending gagnanna hefur tafist jafnmikið og raun ber vitni er sú að hluti þeirra sem gögnin fjalla um, og eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, mótmæltu afhendingu þeirra. thordur@frettabladid.is
Aurum Holding málið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira