Er þingræði lýðræði? Jón Lárusson skrifar 30. mars 2012 06:00 Við almenningur viljum trúa því að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem hagsmunir samfélagsins ganga framar sérhagsmunum. Þar sem réttur lítilmagnans er ekki fótum troðinn svo hinir sterku geti fengið sitt fram. Þessu hefur hins vegar verið haldið frá okkur svo áratugum skiptir, allt í valdi einhvers sem kallað hefur verið þingræði. Samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrárinnar þá er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Það þýðir ekki að þingið sé eitt og allt í öllu, heldur einfaldlega að framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum þingsins. Það er þingið sem setur reglurnar. Það er því mjög áhugavert að í tillögum stjórnlagaráðs er fyrsta greinin á þann hátt að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Einhverjum gæti fundist þetta litlu skipta, en þessi eina breyting fjarlægir stjórnarfyrirkomulagið frá lýðræði og festir í sessi vald hinna fáu. Með þessari breytingu fellur niður aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvalds, nokkuð sem er talið hornsteinn í raunverulegu lýðræðisþjóðfélagi. Í þingræði á þingið að ráða, en þegar við horfum til þess að eftir kosningar koma einstaklingar sér saman um meirihluta á þingi og svíkja auðveldlega loforð sín fyrir valdið, þá sitjum við uppi með ríkisstjórn sem fer með allt vald í nafni meirihluta. Þegar svo horft er til hinnar erfiðu leiðar fyrir nýtt afl inn á þing, þá erum við að horfa á fyrirkomulag þar sem fámenn valdastétt skiptist á að fara með völdin, en við almenningur höfum ekkert með það að gera. Með þessum breytingum er búið að þjappa valdinu saman á einn stað og leiðin til einræðis hefur opnast. Ég hvet alla til að lesa drögin að nýju stjórnarskránni sem liggja fyrir því þau eru slík aðför að lýðræðinu að nær ekki nokkurri átt. Þó haldið sé að okkur eiturpillum eins og þjóðaratkvæðisákvæði og neitunarvaldi forseta, þá eru þessir þættir bundnir slíkum takmörkunum að þeir verða aðeins táknrænir. Við lifum á viðsjárverðum tímum og við verðum að gæta okkar. Ef við hugum ekki að lýðræðinu, mun frelsið frá okkur tekið og án þess eigum við enga framtíð. Við almenningur höfum þurft að þola mikið frá árinu 2008, en okkur sem ekki fengum að njóta ávaxta hins svokallaða góðæris hefur verið gert að bera byrðarnar. Okkur almenningi hefur verið ýtt í svaðið og með brellum erum við leidd til framtíðar sem er okkur þvert um geð. Okkur er boðið fullveldisafsal og innganga í sambandsríki þar sem „vinirnir" fá allt, en aðrir verða að taka því sem fellur af borðum. Okkur er boðin þjóðfélagsskipan þar sem almenningur hefur ekkert um framtíð sína að segja, þar sem lýðræðið er fótum troðið og frelsið skammtað af þeim sem ráða. Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og taki framtíðina í sínar hendur. Það er kominn tími til að almenningur hætti að láta blekkja sig með innihaldslausum loforðum. Það er kominn tími til að almenningur segi stopp, hingað og ekki lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Við almenningur viljum trúa því að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem hagsmunir samfélagsins ganga framar sérhagsmunum. Þar sem réttur lítilmagnans er ekki fótum troðinn svo hinir sterku geti fengið sitt fram. Þessu hefur hins vegar verið haldið frá okkur svo áratugum skiptir, allt í valdi einhvers sem kallað hefur verið þingræði. Samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrárinnar þá er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Það þýðir ekki að þingið sé eitt og allt í öllu, heldur einfaldlega að framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum þingsins. Það er þingið sem setur reglurnar. Það er því mjög áhugavert að í tillögum stjórnlagaráðs er fyrsta greinin á þann hátt að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Einhverjum gæti fundist þetta litlu skipta, en þessi eina breyting fjarlægir stjórnarfyrirkomulagið frá lýðræði og festir í sessi vald hinna fáu. Með þessari breytingu fellur niður aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvalds, nokkuð sem er talið hornsteinn í raunverulegu lýðræðisþjóðfélagi. Í þingræði á þingið að ráða, en þegar við horfum til þess að eftir kosningar koma einstaklingar sér saman um meirihluta á þingi og svíkja auðveldlega loforð sín fyrir valdið, þá sitjum við uppi með ríkisstjórn sem fer með allt vald í nafni meirihluta. Þegar svo horft er til hinnar erfiðu leiðar fyrir nýtt afl inn á þing, þá erum við að horfa á fyrirkomulag þar sem fámenn valdastétt skiptist á að fara með völdin, en við almenningur höfum ekkert með það að gera. Með þessum breytingum er búið að þjappa valdinu saman á einn stað og leiðin til einræðis hefur opnast. Ég hvet alla til að lesa drögin að nýju stjórnarskránni sem liggja fyrir því þau eru slík aðför að lýðræðinu að nær ekki nokkurri átt. Þó haldið sé að okkur eiturpillum eins og þjóðaratkvæðisákvæði og neitunarvaldi forseta, þá eru þessir þættir bundnir slíkum takmörkunum að þeir verða aðeins táknrænir. Við lifum á viðsjárverðum tímum og við verðum að gæta okkar. Ef við hugum ekki að lýðræðinu, mun frelsið frá okkur tekið og án þess eigum við enga framtíð. Við almenningur höfum þurft að þola mikið frá árinu 2008, en okkur sem ekki fengum að njóta ávaxta hins svokallaða góðæris hefur verið gert að bera byrðarnar. Okkur almenningi hefur verið ýtt í svaðið og með brellum erum við leidd til framtíðar sem er okkur þvert um geð. Okkur er boðið fullveldisafsal og innganga í sambandsríki þar sem „vinirnir" fá allt, en aðrir verða að taka því sem fellur af borðum. Okkur er boðin þjóðfélagsskipan þar sem almenningur hefur ekkert um framtíð sína að segja, þar sem lýðræðið er fótum troðið og frelsið skammtað af þeim sem ráða. Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og taki framtíðina í sínar hendur. Það er kominn tími til að almenningur hætti að láta blekkja sig með innihaldslausum loforðum. Það er kominn tími til að almenningur segi stopp, hingað og ekki lengra.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun