Jöfnuður eykst 28. mars 2012 08:00 Nú liggur fyrir með skýrum hætti að tekjujöfnuður á Íslandi hefur aukist umtalsvert í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ný skýrsla frá Hagstofunni um tekjudreifingu landsmanna sýnir þetta greinilega. Mæling Hagstofunnar sýnir hvernig tekjur Íslendinga dreifðust á árinu 2011 en þessar tekjumælingar hófust árið 2004. Tekjudreifingin á árinu 2011 var jafnari en hún hefur verið frá árinu 2004. Tekjuhæsti fimmtungur landsmanna hafði á árinu 2011 um 3,3 sinnum hærri tekjur en sá lægsti. Til samanburðar var þetta hlutfall 4,2 árið 2009. Gini-stuðullinn svokallaði, sem er annar mælikvarði á tekjudreifingu, var 23,6 á nýliðnu ári en fór hæst í 29,6 í lok valdatíma Sjálfstæðisflokksins 2009. Þessi þróun er afar jákvæð að mínu mati. Ísland er komið aftur heim, heim í hóp norrænna jafnaðarsamfélaga. Hagstofutölurnar ættu ekki að koma á óvart. Ofurlaun í fjármálatengdum greinum hafa að mestu horfið enda reyndust heldur betur fúnar undirstöður undir þeim. Tekjudreifingin nú er heilbrigðari en hún var á góðæristímanum. Staðan í dag er orðin mun líkari því sem áður sást á Íslandi. Nú eru skipstjórar og yfirmenn á fengsælustu fiskiskipunum í hópi þeirra tekjuhæstu, sú var hins vegar ekki raunin á góðæristímanum svokallaða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur jafnframt fram að árið 2011 voru 13,6% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun. Árið 2010 var Ísland með lægsta hlutfallið meðal þeirra Evrópulanda sem standa að þessari tegund af mælingu. Ekki svo slæmt að eiga Evrópumet af því tagi í landi sem er að koma út úr mestu kreppu sögu sinnar sem sjálfstæðs ríkis. Þessar tölur undirstrika að stefna stjórnvalda um að jafna kjörin á erfiðum tímum er nú að ganga eftir. Þetta hefur náðst fram með margvíslegum aðgerðum, m.a. með hækkuðum vaxtabótum, því að hafa hlíft velferðarkerfinu eins og kostur er fyrir niðurskurði, en einkum og sér í lagi þó skattkerfisbreytingum. Þrepaskiptur tekjuskattur sem hefur varið hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum, frítekjumark í fjármagnstekjuskatti sem hlífir venjulegum sparnaði og margt fleira á allt þátt í þeirri tekjujöfnun sem niðurstöður Hagstofunnar staðfesta. Skylt er að nefna líka útfærslu undangenginna kjarasamninga sem hafa lyft lægstu launum umfram almennar hækkanir. Með öllu þessu höfum við náð að verja velferðarsamfélagið okkar á erfiðum tímum. Með auknum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á næstu árum munum við vonandi geta aukið kaupmátt og lækkað enn frekar hlutfall þeirra sem lenda undir ofangreindum lágtekjumörkum eða eru í hættu á félagslegri einangrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir með skýrum hætti að tekjujöfnuður á Íslandi hefur aukist umtalsvert í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ný skýrsla frá Hagstofunni um tekjudreifingu landsmanna sýnir þetta greinilega. Mæling Hagstofunnar sýnir hvernig tekjur Íslendinga dreifðust á árinu 2011 en þessar tekjumælingar hófust árið 2004. Tekjudreifingin á árinu 2011 var jafnari en hún hefur verið frá árinu 2004. Tekjuhæsti fimmtungur landsmanna hafði á árinu 2011 um 3,3 sinnum hærri tekjur en sá lægsti. Til samanburðar var þetta hlutfall 4,2 árið 2009. Gini-stuðullinn svokallaði, sem er annar mælikvarði á tekjudreifingu, var 23,6 á nýliðnu ári en fór hæst í 29,6 í lok valdatíma Sjálfstæðisflokksins 2009. Þessi þróun er afar jákvæð að mínu mati. Ísland er komið aftur heim, heim í hóp norrænna jafnaðarsamfélaga. Hagstofutölurnar ættu ekki að koma á óvart. Ofurlaun í fjármálatengdum greinum hafa að mestu horfið enda reyndust heldur betur fúnar undirstöður undir þeim. Tekjudreifingin nú er heilbrigðari en hún var á góðæristímanum. Staðan í dag er orðin mun líkari því sem áður sást á Íslandi. Nú eru skipstjórar og yfirmenn á fengsælustu fiskiskipunum í hópi þeirra tekjuhæstu, sú var hins vegar ekki raunin á góðæristímanum svokallaða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur jafnframt fram að árið 2011 voru 13,6% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun. Árið 2010 var Ísland með lægsta hlutfallið meðal þeirra Evrópulanda sem standa að þessari tegund af mælingu. Ekki svo slæmt að eiga Evrópumet af því tagi í landi sem er að koma út úr mestu kreppu sögu sinnar sem sjálfstæðs ríkis. Þessar tölur undirstrika að stefna stjórnvalda um að jafna kjörin á erfiðum tímum er nú að ganga eftir. Þetta hefur náðst fram með margvíslegum aðgerðum, m.a. með hækkuðum vaxtabótum, því að hafa hlíft velferðarkerfinu eins og kostur er fyrir niðurskurði, en einkum og sér í lagi þó skattkerfisbreytingum. Þrepaskiptur tekjuskattur sem hefur varið hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum, frítekjumark í fjármagnstekjuskatti sem hlífir venjulegum sparnaði og margt fleira á allt þátt í þeirri tekjujöfnun sem niðurstöður Hagstofunnar staðfesta. Skylt er að nefna líka útfærslu undangenginna kjarasamninga sem hafa lyft lægstu launum umfram almennar hækkanir. Með öllu þessu höfum við náð að verja velferðarsamfélagið okkar á erfiðum tímum. Með auknum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á næstu árum munum við vonandi geta aukið kaupmátt og lækkað enn frekar hlutfall þeirra sem lenda undir ofangreindum lágtekjumörkum eða eru í hættu á félagslegri einangrun.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar