Velviljaðir dýrum, vinsamlega athugið 24. mars 2012 06:00 Nú geisa sem oft áður ýmis moldviðri um hið pólitíska landslag og fer slíkt fram hjá fáum. Hætt er við að þegar mökkurinn er sem mestur sjáist lítið úr augum og menn láti þá mikilvæg kennileiti fram hjá sér fara. Eitt það mikilvægasta sem stjórnmál snúast um er setning laga, sem við gildistöku verða hinn eiginlegi grunnur sem samfélag okkar byggir á. Ein slík lög eru nú um stundir í undirbúningi og gætu farið fram hjá þeim sem ekki vita – en vildu vita. Lög um dýravelferð. Ný lög um málefni dýra hafa lengi verið í smíðum og hefur mikið verið til þeirra vandað. Lokadrög laganna fóru inn í ráðuneyti í maí á síðasta ári og eru nú komin þaðan inn á borð stjórnarflokkanna, en fara síðan í nefnd, væntanlega umhverfisnefnd, áður en þau koma formlega á borð Alþingis. Drögin sem fóru inn í ráðuneytið taka til margra þátta um velferð dýra sem ekki er víst að hagsmunaaðilar sætti sig að öllu leyti við, enda gæti þar verið þrengt að beinum hagnaði þeirra og gerð krafa til vandaðri umsýslu um meðferð dýranna en nú er. Í vinnu við lög sem þessi eru drög iðulega send til umsagnar og frekari úrvinnslu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í þeim málaflokki sem við á. Þótt það virðist ef til vill sérstakt að að tala um dýr sem beina hagsmunaaðila, í hvaða samhengi sem er, þá blasir þó við að í þessu máli eru dýrin einmitt beinir hagsmunaaðilar. Dýr hafa auðvitað ekki rödd til að koma fram með sín málefni; ekki nema í gegnum okkur, menn og konur sem láta sig aðbúnað og málefni dýra varða. Velbú eru íslensk félagasamtök um velferð búfjár. Við teljum mikilvægt að vernda hinn hefðbundna íslenska fjölskyldubúskap, þar sem, þegar forsendur eru eðlilegar, er almennt farið vel með dýr - og við viljum sporna af krafti gegn því sem nú er kallað verksmiðjuframleiðsla, þar sem hagsmunir dýranna eru iðulega fyrir borð bornir. Það síðarnefnda er nokkuð vel falið fyrir almenningi og margir gera því miður ekki greinarmun á þessu tvennu, hefðbundnum búskap og verksmiðjuframleiðslu dýra. Við biðjum þá sem ekki er sama um hag dýranna um að fylgjast með þessum lögum og kynna sér drögin að þeim. Drögin má finna (eftir nokkra leit) inni á vef landbúnaðarráðuneytisins, en einnig sendum við í Velbú þau til þeirra sem þess óska. Sérstaklega er mikilvægt að skima þann mun sem er á drögunum og þeim lögum sem lögð verða fyrir Alþingi. Hér þarf að hafa hagsmuni dýranna í huga. Með því að taka þátt í samtali samfélagsins um þessi mál er hægt að færa þau til betri vegar og verður hver að hafa trú á að hans framlag skipti máli. Sérhver Íslendingur sem sendir kurteisa fyrirspurn um þessi mál til ráðuneytis, nefndar, alþingismanna eða lætur á annan hátt í sér heyra á málefnalegan máta, leggur þannig á vogarskálarnar þá vigt sem að lokum verður nógu þung til að skipta máli. Vanmetum það ekki. Verum til staðar fyrir dýrin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú geisa sem oft áður ýmis moldviðri um hið pólitíska landslag og fer slíkt fram hjá fáum. Hætt er við að þegar mökkurinn er sem mestur sjáist lítið úr augum og menn láti þá mikilvæg kennileiti fram hjá sér fara. Eitt það mikilvægasta sem stjórnmál snúast um er setning laga, sem við gildistöku verða hinn eiginlegi grunnur sem samfélag okkar byggir á. Ein slík lög eru nú um stundir í undirbúningi og gætu farið fram hjá þeim sem ekki vita – en vildu vita. Lög um dýravelferð. Ný lög um málefni dýra hafa lengi verið í smíðum og hefur mikið verið til þeirra vandað. Lokadrög laganna fóru inn í ráðuneyti í maí á síðasta ári og eru nú komin þaðan inn á borð stjórnarflokkanna, en fara síðan í nefnd, væntanlega umhverfisnefnd, áður en þau koma formlega á borð Alþingis. Drögin sem fóru inn í ráðuneytið taka til margra þátta um velferð dýra sem ekki er víst að hagsmunaaðilar sætti sig að öllu leyti við, enda gæti þar verið þrengt að beinum hagnaði þeirra og gerð krafa til vandaðri umsýslu um meðferð dýranna en nú er. Í vinnu við lög sem þessi eru drög iðulega send til umsagnar og frekari úrvinnslu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í þeim málaflokki sem við á. Þótt það virðist ef til vill sérstakt að að tala um dýr sem beina hagsmunaaðila, í hvaða samhengi sem er, þá blasir þó við að í þessu máli eru dýrin einmitt beinir hagsmunaaðilar. Dýr hafa auðvitað ekki rödd til að koma fram með sín málefni; ekki nema í gegnum okkur, menn og konur sem láta sig aðbúnað og málefni dýra varða. Velbú eru íslensk félagasamtök um velferð búfjár. Við teljum mikilvægt að vernda hinn hefðbundna íslenska fjölskyldubúskap, þar sem, þegar forsendur eru eðlilegar, er almennt farið vel með dýr - og við viljum sporna af krafti gegn því sem nú er kallað verksmiðjuframleiðsla, þar sem hagsmunir dýranna eru iðulega fyrir borð bornir. Það síðarnefnda er nokkuð vel falið fyrir almenningi og margir gera því miður ekki greinarmun á þessu tvennu, hefðbundnum búskap og verksmiðjuframleiðslu dýra. Við biðjum þá sem ekki er sama um hag dýranna um að fylgjast með þessum lögum og kynna sér drögin að þeim. Drögin má finna (eftir nokkra leit) inni á vef landbúnaðarráðuneytisins, en einnig sendum við í Velbú þau til þeirra sem þess óska. Sérstaklega er mikilvægt að skima þann mun sem er á drögunum og þeim lögum sem lögð verða fyrir Alþingi. Hér þarf að hafa hagsmuni dýranna í huga. Með því að taka þátt í samtali samfélagsins um þessi mál er hægt að færa þau til betri vegar og verður hver að hafa trú á að hans framlag skipti máli. Sérhver Íslendingur sem sendir kurteisa fyrirspurn um þessi mál til ráðuneytis, nefndar, alþingismanna eða lætur á annan hátt í sér heyra á málefnalegan máta, leggur þannig á vogarskálarnar þá vigt sem að lokum verður nógu þung til að skipta máli. Vanmetum það ekki. Verum til staðar fyrir dýrin.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun