Mamma ég er ólétt! 24. mars 2012 06:00 Tíðni fóstureyðinga í hópi stúlkna 15-19 ára var hæst hér á landi árið 2000 miðað við önnur norræn ríki en verulega hefur dregið úr þeim á síðustu árum. Árið 2000 var tíðni fæddra barna 15-19 ára íslenskra stúlkna mun hærri en hjá öðrum norrænum þjóðum en bilið hefur minnkað töluvert. Þrátt fyrir það er tíðni fæddra barna ennþá hæst hérlendis. Lægst var tíðnin árið 2004 þegar 134 börn fæddust, en hæst árið 2000 þegar 244 börn fæddust. Á árinu 2010 fæddust 149 börn 14-19 ára mæðra en það eru um 3% af heildarfjölda fæðinga það ár. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr fóstureyðingum í hópi 15-19 ára stúlkna hérlendis á undanförnum árum þarf að hafa í huga að ennþá fer stór hópur þessa aldurshóps í fóstureyðingu árlega. Samkvæmt tölum landlæknis hefur að meðaltali um 191 stúlka á ári undir 19 ára aldri farið í fóstureyðingu hér á landi undanfarin 10 ár, þ.e.a.s. að á hverju einasta ári hafa að meðaltali um 350 ungar stúlkur undir 19 ára aldri þurft að taka þessa þungu ákvörðun að annað hvort láta eyða fóstri eða fæða barn með því hugarangri sem slíkri ákvörðun fylgir. Áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga unglingsstúlknaMeð nýju frumvarpi velferðarráðherra er verið að bregðast við tilmælum frá Sameinuðu þjóðunum, nánar tiltekið barnaréttarnefnd þeirrar stofnunar. Þar hafa menn haft áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga ungra stúlkna hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar er bent á að mögulegar ástæður fyrir þessum háu tölum séu einmitt lélegt aðgengi að getnaðarvörnum á Íslandi. Einnig hefur skortur á þekkingu um kynheilbrigði hjá ungu fólki verið nefndur sem möguleg ástæða sem og skortur á ráðgjafaþjónustu. Þegar kannaður hefur verið hugur ungs fólks kemur fram að það vill geta leitað á sérhæfða móttöku fyrir ungt fólk, móttöku sem einblínir á fræðslu og ráðgjöf, m.a. um getnaðarvarnir. Langflestir sem skrifa um þessi mál, bæði erlendis og hérlendis, eru sammála um að gott aðgengi að getnaðarvörnum sé eitt af því sem skiptir höfuðmáli í að fækka unglingsþungunum. Bágborin þjónusta við unglingaÍ dag bjóða aðeins tvær heilsugæslur á Íslandi upp á unglingamóttökur, á Selfossi og á Akureyri. Markmið þeirra er meðal annars að draga úr ótímabærum þungunum ungra stúlkna með fræðslu og gera aðgengi að getnaðarvörnum greiðara. Mikilvægt er að líta til þeirra landa sem standa hvað best að þessum málaflokki, þar er aðgengi að getnaðarvörnum gott og mikil áhersla lögð á kynfræðslu. Í stað þess að fækka unglingamóttökum, eins og gert hefur verið, þarf að efla þær og eins að efla kynheilbrigðisþjónustu við unglinga í heild sinni. Kynheilbrigðisþjónustan þarf að miða við þarfir þessa aldurshóps. Við, sem samfélag, verðum að leitast við að standa saman um að styðja við og fræða unglingana um hversu mikil ábyrgð því fylgir að stunda kynlíf. Við eigum að vera tilbúin að ræða við unglinga á heiðvirðan hátt um kynlíf hvort sem við erum í hlutverki foreldra, kennara eða heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með unglingum. Því er brýn nauðsyn að bæta þjónustu við þennan hóp og eðlilegt væri að sem flestar heilsugæslustöðvar á landinu byðu upp á unglingamóttöku. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eru faghópar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði kynheilbrigðisþjónustu. Ábyrgð þeirra er að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Eflum kynheilbrigðisþjónustu við unglinga okkar. Þeir eiga það svo sannarlega skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Tíðni fóstureyðinga í hópi stúlkna 15-19 ára var hæst hér á landi árið 2000 miðað við önnur norræn ríki en verulega hefur dregið úr þeim á síðustu árum. Árið 2000 var tíðni fæddra barna 15-19 ára íslenskra stúlkna mun hærri en hjá öðrum norrænum þjóðum en bilið hefur minnkað töluvert. Þrátt fyrir það er tíðni fæddra barna ennþá hæst hérlendis. Lægst var tíðnin árið 2004 þegar 134 börn fæddust, en hæst árið 2000 þegar 244 börn fæddust. Á árinu 2010 fæddust 149 börn 14-19 ára mæðra en það eru um 3% af heildarfjölda fæðinga það ár. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr fóstureyðingum í hópi 15-19 ára stúlkna hérlendis á undanförnum árum þarf að hafa í huga að ennþá fer stór hópur þessa aldurshóps í fóstureyðingu árlega. Samkvæmt tölum landlæknis hefur að meðaltali um 191 stúlka á ári undir 19 ára aldri farið í fóstureyðingu hér á landi undanfarin 10 ár, þ.e.a.s. að á hverju einasta ári hafa að meðaltali um 350 ungar stúlkur undir 19 ára aldri þurft að taka þessa þungu ákvörðun að annað hvort láta eyða fóstri eða fæða barn með því hugarangri sem slíkri ákvörðun fylgir. Áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga unglingsstúlknaMeð nýju frumvarpi velferðarráðherra er verið að bregðast við tilmælum frá Sameinuðu þjóðunum, nánar tiltekið barnaréttarnefnd þeirrar stofnunar. Þar hafa menn haft áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga ungra stúlkna hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar er bent á að mögulegar ástæður fyrir þessum háu tölum séu einmitt lélegt aðgengi að getnaðarvörnum á Íslandi. Einnig hefur skortur á þekkingu um kynheilbrigði hjá ungu fólki verið nefndur sem möguleg ástæða sem og skortur á ráðgjafaþjónustu. Þegar kannaður hefur verið hugur ungs fólks kemur fram að það vill geta leitað á sérhæfða móttöku fyrir ungt fólk, móttöku sem einblínir á fræðslu og ráðgjöf, m.a. um getnaðarvarnir. Langflestir sem skrifa um þessi mál, bæði erlendis og hérlendis, eru sammála um að gott aðgengi að getnaðarvörnum sé eitt af því sem skiptir höfuðmáli í að fækka unglingsþungunum. Bágborin þjónusta við unglingaÍ dag bjóða aðeins tvær heilsugæslur á Íslandi upp á unglingamóttökur, á Selfossi og á Akureyri. Markmið þeirra er meðal annars að draga úr ótímabærum þungunum ungra stúlkna með fræðslu og gera aðgengi að getnaðarvörnum greiðara. Mikilvægt er að líta til þeirra landa sem standa hvað best að þessum málaflokki, þar er aðgengi að getnaðarvörnum gott og mikil áhersla lögð á kynfræðslu. Í stað þess að fækka unglingamóttökum, eins og gert hefur verið, þarf að efla þær og eins að efla kynheilbrigðisþjónustu við unglinga í heild sinni. Kynheilbrigðisþjónustan þarf að miða við þarfir þessa aldurshóps. Við, sem samfélag, verðum að leitast við að standa saman um að styðja við og fræða unglingana um hversu mikil ábyrgð því fylgir að stunda kynlíf. Við eigum að vera tilbúin að ræða við unglinga á heiðvirðan hátt um kynlíf hvort sem við erum í hlutverki foreldra, kennara eða heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með unglingum. Því er brýn nauðsyn að bæta þjónustu við þennan hóp og eðlilegt væri að sem flestar heilsugæslustöðvar á landinu byðu upp á unglingamóttöku. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eru faghópar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði kynheilbrigðisþjónustu. Ábyrgð þeirra er að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Eflum kynheilbrigðisþjónustu við unglinga okkar. Þeir eiga það svo sannarlega skilið.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun