

Fæðuöryggi, mannfjölgun og loftslagsbreytingar
Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði jarðarbúar orðnir þremur milljörðum fleiri en nú. Það þarf því að afla fæðu fyrir fleira fólk en samtímis má búast við hraðfara breytingum á loftslagi og skertum aðgangi að fersku vatni. Síðustu ár hefur borið á verðhækkunum á matvælum vegna vaxandi eftirspurnar. Það veldur þrýstingi á framleiðendur og getur ógnað sjálfbærum veiðum og landbúnaði.
Landbúnaðarframleiðsla getur valdið ofauðgun í vötnum og í hafi, jarðvegseyðingu, minni líffjölbreytni og öðrum skaða á umhverfinu. Það er víðtæk samstaða um að landbúnaður geti og eigi að vera sjálfbær. Það má ekki gleymast að hann getur stuðlað að breytileika landslags og lífríkis ef rétt er á málum haldið. Við teljum að fæðuframleiðslan sé á réttri leið hvað þetta varðar, en betur má ef duga skal.
Undanfarin ár hefur áhugi vaxið á staðbundinni matvælaframleiðslu sem byggir á sögulegum hefðum og náttúrugæðum á hverjum stað. Vaxandi eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matvælum hefur einnig haft umtalsverð jákvæð áhrif á framleiðslu bænda.
Það er óhætt að segja að margar og ólíkar kröfur séu gerðar til matvælaframleiðenda. Þess er vænst að á hverju svæði séu staðbundnir landkostir nýttir til að tryggja fæðu fyrir 25 milljónir íbúa Norðurlanda. Matvælaverð á að vera sanngjarnt og viðráðanlegt fyrir neytendur. Maturinn á að vera hollur og næringarríkur. Framleiðslan á að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg og í takt við menningu hvers svæðis. Þá þarf að mæta eftirspurn eftir lífrænt ræktaðri fæðu og staðbundnum matvælum.
Svo takast megi að ná þessum margbreytilegu markmiðum er þörf fyrir skynsamlega stefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og duglega framleiðendur sem geta aðlagast breyttum aðstæðum. Það verður einnig að nýta skynsamlega það opinbera fjármagn sem fer til landbúnaðarins til að framleiðsla bæði í fiskveiðum og landbúnaði verði sjálfbær.
Evrópusambandið hefur til umfjöllunar tillögur um endurskoðun landbúnaðarstyrkjakerfisins. Það er ríkur vilji til þess að styrkir til landbúnaðar stuðli að því að ná samfélagslegum markmiðum í stað þess að þeir séu einfaldlega tekjubót fyrir bændur. Sama á við um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Þessar umbætur gætu stuðlað að grænum hagvexti.
Fæðuöryggi felst ekki einungis í því að framleiða meira. Það felst einnig í því að nýta vel það sem er framleitt. Útreikningar benda til þess að árlega fari matvæli að andvirði 30 milljarða danskra króna til spillis á Norðurlöndum. Það þýðir að á bilinu tvær til þrjár milljónir tonna af góðum mat fara í súginn á hverju ári. Þetta er talsvert meira en samanlagður afli íslenska flotans og meira en árleg svínakjötsframleiðsla Dana. Þessi sóun veldur óþörfum umhverfisáhrifum og kemur engum að gangi.
Þessu þarf að breyta.
Loftslagsbreytingarnar munu hafa mikil áhrif. Í Suður-Evrópu má búast við því að framleiðsluskilyrði verði erfiðari. Norðar í álfunni gætu ræktunarskilyrði á hinn bóginn batnað við hlýnun. Bætt framleiðsluskilyrði koma ekki að gagni nema framleiðsluaðferðir verði lagaðar að nýjum aðstæðum. Ef það tekst gætu Norðurlönd haft ríkara hlutverki að gegna sem matvælaframleiðendur. Það er því mikilvægt að landgæðin verði nýtt með skynsamlegum og sjálfbærum hætti.
Norðurlönd hafa hlutverki að gegna við að tryggja alþjóðlegt fæðuöryggi. Norrænu ríkin búa saman að margskonar reynslu sem getur komið að gagni við þær nauðsynlegu umbætur sem þarf að gera á fiskveiði- og landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Norðurlandaráð hefur komið fjölmörgum ábendingum á framfæri til Evrópusambandsins í þeim umræðum sem nú eiga sér stað um nýja fiskveiðistefnu. Norðurlandaráð hefur einnig blandað sér í umræður um umbætur á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins.
Það er hlutverk Norðurlandaráðs að taka saman þá reynslu sem einstök ríki búa yfir og ræða hvernig megi nýta hana og þróa nýjar hugmyndir sem gætu komið að gagni víðar á Norðurlöndum, í Evrópusambandinu og jafnvel í víðara alþjóðlegu samhengi. Fundur okkar hér á Íslandi er liður í þessu starfi. Í þessu samhengi fögnum við því að fá tækifæri til að ræða fæðuöryggi við íslensk stjórnvöld.
Skoðun

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar