Hvað er góð nýting á hval? Sigursteinn Másson skrifar 22. mars 2012 06:00 Þann 12. mars hófst auglýsingaherferð Alþjóðadýraverndunarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í sjónvarpi. Markmið auglýsingarinnar er að vekja almenning á Íslandi til umhugsunar um skynsamlega nýtingu á hvölum. Í auglýsingunni er varpað fram þeirri spurningu hvað sé góð nýting á hrefnu. Hrefnan hefur verið uppistaðan í hvalaskoðun á Íslandi um árabil en hvalaskoðendur hafa merkt neikvæða breytingu á hegðun hennar, hún er styggari og erfiðari að nálgast en áður og er það samdóma álit forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík að hrefnuveiðarnar í Faxaflóa hafi haft neikvæð áhrif. Á síðasta ári fóru um 128.000 farþegar í hvalaskoðun á Íslandi samanborið við 115.000 árið 2010 en það segir sig sjálft að vöxtur og viðgangur þessarar atvinnugreinar og auknar gjaldeyristekjur er undir því komið að hún fái að starfa í friði fyrir hvalveiðum. Hér er um mjög mikilvæga og arðbæra nýtingu hvalastofna við landið að ræða öfugt við hvalveiðarnar sem sáralitlu skila. Í auglýsingunni er bent á að 3/4 hlutum veiddrar hrefnu sé hent beint aftur í sjóinn. Þetta er varkárt mat því sennilega er það sem nýtt er af hverju dýri yfirleitt enn minna. Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings um atvinnusköpun við hvalveiðar 2010 kemur fram að samkvæmt veiðitölum frá árunum fyrir 1986 hafi áætlað magn kjöts af hverju dýri á innanlandsmarkað verið 680 kg. Miðað við 5,9 tonna meðalþyngd svarar þetta til aðeins 11% nýtingar en að 89% hafi verið hent. Í viðali við forsvarsmann hrefnuveiðimanna á visi.is þann 12. ágúst 2009 segir hann að árleg sala á Íslandi nemi um fimmtíu tonnum. Sama ár voru veidd 75 dýr og ef þau skiluðu 50 tonnum af afurðum var nýtingin sem fyrr um 11%. Samkvæmt því sem fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna ehf. í Fiskifréttum þann 15. júlí 2010 má ætla að nýtingin sé á bilinu 15-16%. Finnst einhverjum það vera góð nýting? Útflutningur á hrefnuafurðum hefur enginn verið frá því að veiðarnar hófust að nýju árið 2003 og engar líkur á að nokkur breyting verði á því. Hrefnuveiðimenn ehf. hafa sjálfir upplýst að markaðsstarf í Japan sé þeim ofviða enda ekki nema von því japönskum stjórnvöldum hefur sjálfum lítið orðið ágengt í markaðsherferðum fyrir hvalkjöt heima fyrir. Nú er tími til kominn að horfast í augu við þá staðreynd að nýir tímar eru gengnir í garð og að þessi vara á nær hvergi upp á pallborðið. Ábyrg hvalaskoðun er sjálfbær og hagkvæm nýting hvalastofna við Ísland. Hún hefur vaxið á undanförnum árum en hefur möguleika á að gera það enn frekar í sátt við umhverfið ef hvalveiðarnar víkja. Fyrsta skrefið er að stækka griðarsvæði hvala í Faxaflóa og á Norðurlandi i samræmi við óskir Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar. Það getur sjávarútvegsráðherra gert strax í vor með reglugerðarbreytingu. Það mundi strax ýta undir betri og jákvæðari nýtingu á hval við Íslandsstrendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þann 12. mars hófst auglýsingaherferð Alþjóðadýraverndunarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í sjónvarpi. Markmið auglýsingarinnar er að vekja almenning á Íslandi til umhugsunar um skynsamlega nýtingu á hvölum. Í auglýsingunni er varpað fram þeirri spurningu hvað sé góð nýting á hrefnu. Hrefnan hefur verið uppistaðan í hvalaskoðun á Íslandi um árabil en hvalaskoðendur hafa merkt neikvæða breytingu á hegðun hennar, hún er styggari og erfiðari að nálgast en áður og er það samdóma álit forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík að hrefnuveiðarnar í Faxaflóa hafi haft neikvæð áhrif. Á síðasta ári fóru um 128.000 farþegar í hvalaskoðun á Íslandi samanborið við 115.000 árið 2010 en það segir sig sjálft að vöxtur og viðgangur þessarar atvinnugreinar og auknar gjaldeyristekjur er undir því komið að hún fái að starfa í friði fyrir hvalveiðum. Hér er um mjög mikilvæga og arðbæra nýtingu hvalastofna við landið að ræða öfugt við hvalveiðarnar sem sáralitlu skila. Í auglýsingunni er bent á að 3/4 hlutum veiddrar hrefnu sé hent beint aftur í sjóinn. Þetta er varkárt mat því sennilega er það sem nýtt er af hverju dýri yfirleitt enn minna. Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings um atvinnusköpun við hvalveiðar 2010 kemur fram að samkvæmt veiðitölum frá árunum fyrir 1986 hafi áætlað magn kjöts af hverju dýri á innanlandsmarkað verið 680 kg. Miðað við 5,9 tonna meðalþyngd svarar þetta til aðeins 11% nýtingar en að 89% hafi verið hent. Í viðali við forsvarsmann hrefnuveiðimanna á visi.is þann 12. ágúst 2009 segir hann að árleg sala á Íslandi nemi um fimmtíu tonnum. Sama ár voru veidd 75 dýr og ef þau skiluðu 50 tonnum af afurðum var nýtingin sem fyrr um 11%. Samkvæmt því sem fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna ehf. í Fiskifréttum þann 15. júlí 2010 má ætla að nýtingin sé á bilinu 15-16%. Finnst einhverjum það vera góð nýting? Útflutningur á hrefnuafurðum hefur enginn verið frá því að veiðarnar hófust að nýju árið 2003 og engar líkur á að nokkur breyting verði á því. Hrefnuveiðimenn ehf. hafa sjálfir upplýst að markaðsstarf í Japan sé þeim ofviða enda ekki nema von því japönskum stjórnvöldum hefur sjálfum lítið orðið ágengt í markaðsherferðum fyrir hvalkjöt heima fyrir. Nú er tími til kominn að horfast í augu við þá staðreynd að nýir tímar eru gengnir í garð og að þessi vara á nær hvergi upp á pallborðið. Ábyrg hvalaskoðun er sjálfbær og hagkvæm nýting hvalastofna við Ísland. Hún hefur vaxið á undanförnum árum en hefur möguleika á að gera það enn frekar í sátt við umhverfið ef hvalveiðarnar víkja. Fyrsta skrefið er að stækka griðarsvæði hvala í Faxaflóa og á Norðurlandi i samræmi við óskir Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar. Það getur sjávarútvegsráðherra gert strax í vor með reglugerðarbreytingu. Það mundi strax ýta undir betri og jákvæðari nýtingu á hval við Íslandsstrendur.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar