Tek með mér alla skó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2012 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Hans Uurike Helga Margrét Þorsteinsdóttir er farin að horfa til sumarsins eftir vel heppnað innanhússtímabil og fyrsta skrefið er að komast í æfingabúðir í sólinni í Ástralíu. Gamalgróin meiðsli aftan í læri eru enn að gera vart við sig og munu því enn á ný hafa áhrif á leið Helgu að aðalmarkmiði sínu í ár sem er að komast inn á Ólympíuleikana í London í sumar. „Þetta er aðeins búið að breytast. Þetta átti upphaflega að vera keppnisferð en núna verður þetta meiri æfingabúðir en keppni," segir Helga Margrét. „Ég fer samt og tek með mér alla skó og keppnisgalla. Ég setti sjálfri mér það skilyrði eftir EM síðasta sumar þar sem ég þurfti að hætta vegna meiðsla að ég ætlaði aldrei aftur að byrja í sjöþraut ef mér fyndist ég ekki vera alveg tilbúin," segir Helga en meiðslin eru enn að angra hana. „Það hefur gengið vel í vetur en ég er alltaf að glíma við meiðsli aftan í læri. Við ákváðum að það væri ekki það sem ég gæti alltaf verið að æfa með. Ég er í stöðugri meðhöndlun alla daga og ég ætla ekki að láta æfingarnar vinna á móti henni. Meðhöndlunin hefur því forgang núna," segir Helga en hitinn í Ástralíu gæti haft góð áhrif. „Hitinn hefur alltaf haft rosalega góð áhrif á kroppinn á mér. Maður er orðinn svo hvítur og grár eitthvað hérna núna þótt að sólin sé aðeins farin að skína. Það verður gott að fá smá sól," segir Helga í léttum tón.Helga Margrét sá fyrir sér að ná Ólympíulágmarkinu strax í Ástralíu en það gæti þurft að bíða á meðan hún er að ná sér góðri. „Ég þarf að tækla þetta lágmark svolítið öðruvísi. Auðvitað er það búið að vera markmiðið rosalega lengi og er náttúrulega markmiðið ennþá. Ef maður ætlar samt að einblína bara á það og láta allt annað fara til andskotans þá gengur það ekki. Það kemur bara ef það kemur," segir Helga um Ólympíulágmarkið sem er 5950 stig. Íslandsmetið hennar frá því í júní 2009 er 5.878 stig. Helga vill frekar mæta heil inn í sumartímabilið í maí í stað þess að taka einhverja áhættu í Ástralíu. „Ég lít mjög björtum augum á þetta allt saman hvort sem að ég keppi í Ástralíu eða ekki. Ég er búin að vera með þessi meiðsli meira eða minna í tvö ár og ég get alveg búist við því að það muni taka langan tíma að fara þegar þetta er búið að vera svona lengi," segir Helga en hún viðurkennir að þetta reyni á andlegu hliðina. „Ég er orðin mjög þreytt á þessu og vera alltaf að æfa og keppa ofan í þetta. Núna langar mig að losna alveg við þetta og fara þá aftur af stað á fullu. „Hamurinn" ræður svolítið ferðinni núna. Þegar Ólympíulágmarkið hangir svona yfir manni þá verður maður að taka einn dag í einu. Ég hugsa ekkert um þetta Ólympíulágmark því það má ekki. Eina sem maður getur haft áhrif á er núið," segir Helga að lokum. Erlendar Frjálsar íþróttir Innlendar Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir er farin að horfa til sumarsins eftir vel heppnað innanhússtímabil og fyrsta skrefið er að komast í æfingabúðir í sólinni í Ástralíu. Gamalgróin meiðsli aftan í læri eru enn að gera vart við sig og munu því enn á ný hafa áhrif á leið Helgu að aðalmarkmiði sínu í ár sem er að komast inn á Ólympíuleikana í London í sumar. „Þetta er aðeins búið að breytast. Þetta átti upphaflega að vera keppnisferð en núna verður þetta meiri æfingabúðir en keppni," segir Helga Margrét. „Ég fer samt og tek með mér alla skó og keppnisgalla. Ég setti sjálfri mér það skilyrði eftir EM síðasta sumar þar sem ég þurfti að hætta vegna meiðsla að ég ætlaði aldrei aftur að byrja í sjöþraut ef mér fyndist ég ekki vera alveg tilbúin," segir Helga en meiðslin eru enn að angra hana. „Það hefur gengið vel í vetur en ég er alltaf að glíma við meiðsli aftan í læri. Við ákváðum að það væri ekki það sem ég gæti alltaf verið að æfa með. Ég er í stöðugri meðhöndlun alla daga og ég ætla ekki að láta æfingarnar vinna á móti henni. Meðhöndlunin hefur því forgang núna," segir Helga en hitinn í Ástralíu gæti haft góð áhrif. „Hitinn hefur alltaf haft rosalega góð áhrif á kroppinn á mér. Maður er orðinn svo hvítur og grár eitthvað hérna núna þótt að sólin sé aðeins farin að skína. Það verður gott að fá smá sól," segir Helga í léttum tón.Helga Margrét sá fyrir sér að ná Ólympíulágmarkinu strax í Ástralíu en það gæti þurft að bíða á meðan hún er að ná sér góðri. „Ég þarf að tækla þetta lágmark svolítið öðruvísi. Auðvitað er það búið að vera markmiðið rosalega lengi og er náttúrulega markmiðið ennþá. Ef maður ætlar samt að einblína bara á það og láta allt annað fara til andskotans þá gengur það ekki. Það kemur bara ef það kemur," segir Helga um Ólympíulágmarkið sem er 5950 stig. Íslandsmetið hennar frá því í júní 2009 er 5.878 stig. Helga vill frekar mæta heil inn í sumartímabilið í maí í stað þess að taka einhverja áhættu í Ástralíu. „Ég lít mjög björtum augum á þetta allt saman hvort sem að ég keppi í Ástralíu eða ekki. Ég er búin að vera með þessi meiðsli meira eða minna í tvö ár og ég get alveg búist við því að það muni taka langan tíma að fara þegar þetta er búið að vera svona lengi," segir Helga en hún viðurkennir að þetta reyni á andlegu hliðina. „Ég er orðin mjög þreytt á þessu og vera alltaf að æfa og keppa ofan í þetta. Núna langar mig að losna alveg við þetta og fara þá aftur af stað á fullu. „Hamurinn" ræður svolítið ferðinni núna. Þegar Ólympíulágmarkið hangir svona yfir manni þá verður maður að taka einn dag í einu. Ég hugsa ekkert um þetta Ólympíulágmark því það má ekki. Eina sem maður getur haft áhrif á er núið," segir Helga að lokum.
Erlendar Frjálsar íþróttir Innlendar Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti