Ungt fólk í fókus hjá Samfylkingunni Jóhanna Sigurðardóttir, Dagur B. Eggertsson og Guðrún Jóna Jónsdóttir og Ásþór Sævar Ásþórsson skrifa 10. mars 2012 12:15 Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð. Það hefur verið sýn ungs Samfylkingarfólks og flokksins í heild að til að ungt fólk öðlist trú á framtíðinni þurfum við að skapa samfélag sem býður því fjölbreytt tækifæri til menntunar og þroska, spennandi atvinnutækifæri og almennt góð lífskjör. Það á að vera spennandi að búa á Íslandi – en lífskjörin verða einnig að vera sambærileg við nágrannaríkin þannig að ungt fólk sjái fram á að geta séð sér farborða, eignast heimili og fjölskyldu og tekið virkan þátt í samfélaginu. Samfylkingin leggur áherslu á að samfélagið fjárfesti í ungu fólki og allir hafi aðgang að menntun í hæsta gæðaflokki. Samfylkingin vinnur jafnframt að tillögum til að tryggja betur hagfellt umhverfi fyrir barnafólk. Samfylkingin vill vinna að því að atvinnutækifæri verði næg og spennandi til að svara kröfum nýrrar kynslóðar og jafnframt þurfi húsnæðismarkaðurinn að vera fjölbreytilegri og bjóða upp á öruggar lausnir og leigumarkað fyrir þá sem vilja leigja. Aðgerðaáætluninni er ætlað að varða leiðina að þessum markmiðum. Það er von okkar að sem flest ungt fólk þekkist boðið og sláist í hóp jafnaðarmanna af öllu landinu í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, laugardag, og taki þátt í að finna bestu leiðirnar fyrir Ísland og leggja grunn að framtíðinni með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Sjá meira
Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð. Það hefur verið sýn ungs Samfylkingarfólks og flokksins í heild að til að ungt fólk öðlist trú á framtíðinni þurfum við að skapa samfélag sem býður því fjölbreytt tækifæri til menntunar og þroska, spennandi atvinnutækifæri og almennt góð lífskjör. Það á að vera spennandi að búa á Íslandi – en lífskjörin verða einnig að vera sambærileg við nágrannaríkin þannig að ungt fólk sjái fram á að geta séð sér farborða, eignast heimili og fjölskyldu og tekið virkan þátt í samfélaginu. Samfylkingin leggur áherslu á að samfélagið fjárfesti í ungu fólki og allir hafi aðgang að menntun í hæsta gæðaflokki. Samfylkingin vinnur jafnframt að tillögum til að tryggja betur hagfellt umhverfi fyrir barnafólk. Samfylkingin vill vinna að því að atvinnutækifæri verði næg og spennandi til að svara kröfum nýrrar kynslóðar og jafnframt þurfi húsnæðismarkaðurinn að vera fjölbreytilegri og bjóða upp á öruggar lausnir og leigumarkað fyrir þá sem vilja leigja. Aðgerðaáætluninni er ætlað að varða leiðina að þessum markmiðum. Það er von okkar að sem flest ungt fólk þekkist boðið og sláist í hóp jafnaðarmanna af öllu landinu í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, laugardag, og taki þátt í að finna bestu leiðirnar fyrir Ísland og leggja grunn að framtíðinni með okkur.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar