Heillandi möguleikar 10. mars 2012 12:30 Boðskapur kristninnar varðar gleði og von. Guð kallar fram líf úr deyfð og dauða. Í þeim anda getum við séð og skilið, að kirkjan er farvegur möguleikanna. Hlutverk biskups er að ganga erinda Guðs með því að boða trú, efla fólk og beina sjónum að tækifærunum sem Guð gefur. Framundan er tími páska og upprisu. Ég hvet til vorverka kirkjustarfs. Ég vil þjóna kirkju vonar og gleði og býð fram krafta mína til biskupsþjónustu. Fjölþætt reynsla í kirkjustarfiÉg hef þjónað sem prestur í sveit og borg og starfað við kirkjulega stjórnsýslu. Ég var rektor Skálholtsskóla og breytti starfi hans í menningarmiðstöð kirkjunnar. Eftir fræðslustarf á Þingvöllum stýrði ég átaki þjóðkirkjunnar í safnaðaruppbyggingu og var verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu. Þá mótaði ég og leiddi samkirkjustarf á Íslandi og erlendis. Ég sit á kirkjuþingi og er varafulltrúi í kirkjuráði. Síðustu átta ár hef ég þjónað sem prestur í stórum og líflegum Nessöfnuði í Reykjavík. Ég hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál og unnið í hljóðvarpi. Ég hef áhuga á nútímamiðlun, skrifa reglulega um trú og menningarmál í tímarit og blöð og birti ræður mínar og greinar gjarnan á vefnum. Ég er hamingjumaður í einkalífi, á fimm börn á aldrinum 6-27 ára. Kona mín er Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur. Ég er fjárhagslega, pólitískt og félagslega óháður. Ég lærði guðfræði á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkjunum, er cand. theol. frá HÍ og lauk meistara- og doktorsnámi frá Vanderbiltháskóla í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð mín, Limits and Life, fjallar um myndmál í trúarhefð Íslendinga og sýnir tvær ólíkar víddir íslenskrar trúarsögu. Menn geta brugðist við kreppum með ábyrgð eða lagt á flótta. Íslensk trúarhefð hvetur til ábyrgðar, sem ég axla, prédika og túlka. Í þágu fólks í kirkju, á götum og torgumÉg virði en hræðist hvorki andóf gegn kirkju né trúargagnrýni. Áskoranir vekja, ögra trú og kalla á frjóa guðfræði. Kirkjan á ekki að einangrast, heldur vera og tala frjáls á götum og torgum mannlífs, miðla gildum og beita sér til góðs í réttlætismálum. Ræða trúarinnar á að vera til upplífgunar, til trúar á Guð og þjónustu við menn. Fyrstu verkefni mín í biskupsstarfi yrðu þrjú:Í fyrsta lagi að kalla barnafræðara kirkjunnar til átaks í þágu barna og barnafjölskyldna. Börnin eru dýrmæti og einnig framtíð kirkjunnar. Í annan stað að beita mér fyrir að söfnuðir þjóðkirkjunnar fái sóknargjöld sín með góðum skilum. Þau ættu að hækka meira en þriðjung. Í þriðja lagi að hefja græðarastarf innan kirkjunnar með því að hafa sem nánast samstarf við presta, djákna og sóknarnefndarfólk um land allt. Þetta forystufólk kirkjunnar þarf að næra og hlúa að. Glatt fólk þjónar vel. Ég tel að ást mín á kirkjunni, mannvirðing, menntun, persónueigindir og staðfesta geri mér fært að vinna vel að verkefnum þjóðkirkju á tímamótum. Ég býð mig fram til að þjóna, sætta og hvetja þjóðkirkjufólk til sóknar. Möguleikar kirkjunnar eru miklir og heillandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Boðskapur kristninnar varðar gleði og von. Guð kallar fram líf úr deyfð og dauða. Í þeim anda getum við séð og skilið, að kirkjan er farvegur möguleikanna. Hlutverk biskups er að ganga erinda Guðs með því að boða trú, efla fólk og beina sjónum að tækifærunum sem Guð gefur. Framundan er tími páska og upprisu. Ég hvet til vorverka kirkjustarfs. Ég vil þjóna kirkju vonar og gleði og býð fram krafta mína til biskupsþjónustu. Fjölþætt reynsla í kirkjustarfiÉg hef þjónað sem prestur í sveit og borg og starfað við kirkjulega stjórnsýslu. Ég var rektor Skálholtsskóla og breytti starfi hans í menningarmiðstöð kirkjunnar. Eftir fræðslustarf á Þingvöllum stýrði ég átaki þjóðkirkjunnar í safnaðaruppbyggingu og var verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu. Þá mótaði ég og leiddi samkirkjustarf á Íslandi og erlendis. Ég sit á kirkjuþingi og er varafulltrúi í kirkjuráði. Síðustu átta ár hef ég þjónað sem prestur í stórum og líflegum Nessöfnuði í Reykjavík. Ég hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál og unnið í hljóðvarpi. Ég hef áhuga á nútímamiðlun, skrifa reglulega um trú og menningarmál í tímarit og blöð og birti ræður mínar og greinar gjarnan á vefnum. Ég er hamingjumaður í einkalífi, á fimm börn á aldrinum 6-27 ára. Kona mín er Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur. Ég er fjárhagslega, pólitískt og félagslega óháður. Ég lærði guðfræði á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkjunum, er cand. theol. frá HÍ og lauk meistara- og doktorsnámi frá Vanderbiltháskóla í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð mín, Limits and Life, fjallar um myndmál í trúarhefð Íslendinga og sýnir tvær ólíkar víddir íslenskrar trúarsögu. Menn geta brugðist við kreppum með ábyrgð eða lagt á flótta. Íslensk trúarhefð hvetur til ábyrgðar, sem ég axla, prédika og túlka. Í þágu fólks í kirkju, á götum og torgumÉg virði en hræðist hvorki andóf gegn kirkju né trúargagnrýni. Áskoranir vekja, ögra trú og kalla á frjóa guðfræði. Kirkjan á ekki að einangrast, heldur vera og tala frjáls á götum og torgum mannlífs, miðla gildum og beita sér til góðs í réttlætismálum. Ræða trúarinnar á að vera til upplífgunar, til trúar á Guð og þjónustu við menn. Fyrstu verkefni mín í biskupsstarfi yrðu þrjú:Í fyrsta lagi að kalla barnafræðara kirkjunnar til átaks í þágu barna og barnafjölskyldna. Börnin eru dýrmæti og einnig framtíð kirkjunnar. Í annan stað að beita mér fyrir að söfnuðir þjóðkirkjunnar fái sóknargjöld sín með góðum skilum. Þau ættu að hækka meira en þriðjung. Í þriðja lagi að hefja græðarastarf innan kirkjunnar með því að hafa sem nánast samstarf við presta, djákna og sóknarnefndarfólk um land allt. Þetta forystufólk kirkjunnar þarf að næra og hlúa að. Glatt fólk þjónar vel. Ég tel að ást mín á kirkjunni, mannvirðing, menntun, persónueigindir og staðfesta geri mér fært að vinna vel að verkefnum þjóðkirkju á tímamótum. Ég býð mig fram til að þjóna, sætta og hvetja þjóðkirkjufólk til sóknar. Möguleikar kirkjunnar eru miklir og heillandi.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun