Segir marga telja hættuspil að hann hverfi úr embætti 5. mars 2012 08:15 "Öll þessi mál hafa auðvitað skapað slíka óvissu að mjög margir telja að það væri hættuspil að auka á þá óvissu enn frekar með því að ég myndi hverfa héðan af Bessastöðum,“ segir forseti Íslands.Fréttablaðuð/Anton „Ég hef aldrei litið á forsetaembættið sem hefðarembætti heldur fyrst og fremst lýðræðislega þjónustu við fólkið í landinu," segir Ólafur Ragnar Grímsson, sem í gær kvaðst munu gefa kost á sér í forsetakosningunum sem verða 30. júní í sumar. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í gær segir hann það vera fyrir þunga í óskum um að hann gefi kost á sér áfram sem forseti þjóðarinnar. Það sé hins vegar einlæg ósk hans að þjóðin sýni því skilning, að þegar stöðugleiki hafi skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða Íslendinga í samfélagi þjóðanna hafi skýrst, að hann hætti sem forseti áður en kjörtímabilinu lýkur. Þá muni þurfa að fara fram nýtt forsetakjör. Spurður hvaða þættir það séu sem valdi óstöðugleika nefnir Ólafur breytingar á stjórnarskrá sem skapi ríka óvissu um stöðu forsetaembættisins og framtíðarskipan lýðveldisins. Einnig vaxandi átök um fullveldi Íslands sem tengist aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Sú vegferð muni hafa í för með sér grundvallarbreytingar á fullveldisrétti Íslendinga. „Hvort sem menn eru með eða móti Evrópusambandinu þá blasir það við að ég er fyrsti forsetinn í sögu lýðveldisins sem býr við það að það fullveldi sem helgað var í stjórnarskránni við lýðveldisstofnun hefur verið sett á dagskrá með þeim hætti að óvissa er all ríkuleg um hvernig það kann að verða á allra næstu árum eða í framtíðinni," segir forsetinn. Vissulega óvenjuleg óskÞá ítrekar Ólafur að aldrei fyrr í sögunni hafi jafn margir grundvallarþættir í stjórnskipan og þjóðfélagsmálum okkar Íslendinga verið jafn ríkulega háðir óvissu. „Það eru þau rök sem nánast allir sem hafa beint til mín þessum tilmælum – að breyta ákvörðun minni – hafa notað, að það væri nánast skylda mín, eins og þeir hafa orðað það, að standa vaktina á meðan þessi óvissa ríkir," segir hann. Varðandi hvert hans hlutverk gæti orðið í því að koma á stöðugleika segir Ólafur erfitt að lýsa því fyrirfram. „En auðvitað er það alveg ljóst að það geta skapast hér þær aðstæður, eins og hefur nú gerst á allra síðustu árum að forsetinn þurfi að bregðast við skýrum óskum þjóðarinnar. Og það komi upp líka slík óvissa að það þurfi að mynda grundvöll landsstjórnar með þeim hætti að á því verði föst skipan," segir Ólafur og minnir á að enn eigi eftir að leiða til lykta sess Íslendinga gagnvart öðrum þjóðum. „Forsetinn hefur auðvitað ekki beina aðild að þessum ákvörðunum en hann hins vegar stendur vaktina fyrir hönd þjóðarinnar á þessum óvissutímum, eins og dæmin sanna á undanförnum misserum," segir Ólafur og undirstrikar að menn muni þá sýna því skilning þegar óvissunni sé eytt að hann hætti sem forseti og snúi sér að öðrum verkefnum. Ólafur játar því að ósk hans um að verða kjörinn í embætti forseta Íslands með þeim skilmálum að hann geti hætt áður en kjörtímabilið sé á enda sé vissulega óvenjuleg. En það sé einnig óvenjulegt með hversu ríkum hætti hafi verið höfðað til þess að hann breyti ákvörðun sinni um að hætta. Embætti helgað fullveldinu„Rökin eru, eins og ég lýsi í yfirlýsingunni, að höfðað er til þessarar margháttuðu óvissu og þess vegna tel ég bæði rökrétt og eðlilegt að þegar forsendunni fyrir því að breyta ákvörðun minni hefur verið eytt að þá sýni menn því skilning að þá sé ekki lengur þörf á að ég standi vaktina," svarar Ólafur. Að sögn Ólafs er forsetaembættið umfram önnur embætti í landinu helgað fullveldisstöðu Íslendinga. Ósköp eðlilegt sé að þeir sem hafi viljað að hann breytti ákvörðun sinni um að hætta horfi líka til óvissunnar sem ríki varðandi fullveldisréttinn og vilji hafa tryggingu fyrir því að sá einstaklingur sem gegnir embætti forsetans muni hlusta á vilja og óskir þjóðarinnar í því máli sem og öðrum. „Öll þessi mál hafa auðvitað skapað slíka óvissu að mjög margir telja að það væri hættuspil að auka á þá óvissu enn frekar með því að ég myndi hverfa héðan af Bessastöðum. Það eru þau rök sem margir hafa flutt við mig af miklum þunga." Alþingi verður að svaraÓvissu varðandi stjórnarskrána og stöðu forsetans í stjórnskipuninni segir Ólafur vonandi eytt á næsta ári. „Ég tel að það sé nauðsynlegt að Alþingi svari því fyrir lok kjörtímabilsins hvort það geri skýrar tillögur um breytingar á stjórnarskránni eða ekki. Þá verða þær að fara í gegn um alþingiskosningar og væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu. Vonandi fæst líka niðurstaða varðandi stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum og fullveldi landsins á allra næstu árum, sem og að þeirri óvissu sem margir telja að nú ríki varðandi bæði flokkakerfið og stöðuna í þjóðmálum verði líka eytt. Þannig að ég vona að innan fárra missera eða örfárra ára þá verði þessi mál öll orðin skýrari," segir Ólafur og bætir við að þá sé eðlilegt að þjóðin takist á við skipan forsetaembættisins út frá nýjum forsendum og kjósi sér nýjan forseta. Hugurinn við umhverfismálSpurður um væntanlega mótframbjóðendur segist Ólafur alltaf hafa talið eðlilegt að forsetakosningar færu fram með eðlilegum hætti. „Ef að fleiri einstaklingar bjóða sig fram til þess embættis þá tel ég fullkomlega eðlilegt og réttmætt enda nauðsynlegt að hver forseti hafi nokkuð skýran lýðræðislegan vilja þjóðarinnar til stuðnings sínum störfum," segir Ólafur sem neitar því alfarið að hann hafi hug á því að snúa aftur á vettvang flokkastjórnmálanna að lokinni forsetatíð sinni. Það séu verkefni á sviði umhverfismála, loftslagsbreytinga og norðurslóða sem hann hafi hugsað sér að gefa sig að. „Ég tel að þessi mál, bæði umhverfismálin, loftslagsbreytingarnar og norðurslóðir séu með þeim hætti að það skipti miklu máli hvernig þau þróast á komandi árum." gar@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
„Ég hef aldrei litið á forsetaembættið sem hefðarembætti heldur fyrst og fremst lýðræðislega þjónustu við fólkið í landinu," segir Ólafur Ragnar Grímsson, sem í gær kvaðst munu gefa kost á sér í forsetakosningunum sem verða 30. júní í sumar. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í gær segir hann það vera fyrir þunga í óskum um að hann gefi kost á sér áfram sem forseti þjóðarinnar. Það sé hins vegar einlæg ósk hans að þjóðin sýni því skilning, að þegar stöðugleiki hafi skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða Íslendinga í samfélagi þjóðanna hafi skýrst, að hann hætti sem forseti áður en kjörtímabilinu lýkur. Þá muni þurfa að fara fram nýtt forsetakjör. Spurður hvaða þættir það séu sem valdi óstöðugleika nefnir Ólafur breytingar á stjórnarskrá sem skapi ríka óvissu um stöðu forsetaembættisins og framtíðarskipan lýðveldisins. Einnig vaxandi átök um fullveldi Íslands sem tengist aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Sú vegferð muni hafa í för með sér grundvallarbreytingar á fullveldisrétti Íslendinga. „Hvort sem menn eru með eða móti Evrópusambandinu þá blasir það við að ég er fyrsti forsetinn í sögu lýðveldisins sem býr við það að það fullveldi sem helgað var í stjórnarskránni við lýðveldisstofnun hefur verið sett á dagskrá með þeim hætti að óvissa er all ríkuleg um hvernig það kann að verða á allra næstu árum eða í framtíðinni," segir forsetinn. Vissulega óvenjuleg óskÞá ítrekar Ólafur að aldrei fyrr í sögunni hafi jafn margir grundvallarþættir í stjórnskipan og þjóðfélagsmálum okkar Íslendinga verið jafn ríkulega háðir óvissu. „Það eru þau rök sem nánast allir sem hafa beint til mín þessum tilmælum – að breyta ákvörðun minni – hafa notað, að það væri nánast skylda mín, eins og þeir hafa orðað það, að standa vaktina á meðan þessi óvissa ríkir," segir hann. Varðandi hvert hans hlutverk gæti orðið í því að koma á stöðugleika segir Ólafur erfitt að lýsa því fyrirfram. „En auðvitað er það alveg ljóst að það geta skapast hér þær aðstæður, eins og hefur nú gerst á allra síðustu árum að forsetinn þurfi að bregðast við skýrum óskum þjóðarinnar. Og það komi upp líka slík óvissa að það þurfi að mynda grundvöll landsstjórnar með þeim hætti að á því verði föst skipan," segir Ólafur og minnir á að enn eigi eftir að leiða til lykta sess Íslendinga gagnvart öðrum þjóðum. „Forsetinn hefur auðvitað ekki beina aðild að þessum ákvörðunum en hann hins vegar stendur vaktina fyrir hönd þjóðarinnar á þessum óvissutímum, eins og dæmin sanna á undanförnum misserum," segir Ólafur og undirstrikar að menn muni þá sýna því skilning þegar óvissunni sé eytt að hann hætti sem forseti og snúi sér að öðrum verkefnum. Ólafur játar því að ósk hans um að verða kjörinn í embætti forseta Íslands með þeim skilmálum að hann geti hætt áður en kjörtímabilið sé á enda sé vissulega óvenjuleg. En það sé einnig óvenjulegt með hversu ríkum hætti hafi verið höfðað til þess að hann breyti ákvörðun sinni um að hætta. Embætti helgað fullveldinu„Rökin eru, eins og ég lýsi í yfirlýsingunni, að höfðað er til þessarar margháttuðu óvissu og þess vegna tel ég bæði rökrétt og eðlilegt að þegar forsendunni fyrir því að breyta ákvörðun minni hefur verið eytt að þá sýni menn því skilning að þá sé ekki lengur þörf á að ég standi vaktina," svarar Ólafur. Að sögn Ólafs er forsetaembættið umfram önnur embætti í landinu helgað fullveldisstöðu Íslendinga. Ósköp eðlilegt sé að þeir sem hafi viljað að hann breytti ákvörðun sinni um að hætta horfi líka til óvissunnar sem ríki varðandi fullveldisréttinn og vilji hafa tryggingu fyrir því að sá einstaklingur sem gegnir embætti forsetans muni hlusta á vilja og óskir þjóðarinnar í því máli sem og öðrum. „Öll þessi mál hafa auðvitað skapað slíka óvissu að mjög margir telja að það væri hættuspil að auka á þá óvissu enn frekar með því að ég myndi hverfa héðan af Bessastöðum. Það eru þau rök sem margir hafa flutt við mig af miklum þunga." Alþingi verður að svaraÓvissu varðandi stjórnarskrána og stöðu forsetans í stjórnskipuninni segir Ólafur vonandi eytt á næsta ári. „Ég tel að það sé nauðsynlegt að Alþingi svari því fyrir lok kjörtímabilsins hvort það geri skýrar tillögur um breytingar á stjórnarskránni eða ekki. Þá verða þær að fara í gegn um alþingiskosningar og væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu. Vonandi fæst líka niðurstaða varðandi stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum og fullveldi landsins á allra næstu árum, sem og að þeirri óvissu sem margir telja að nú ríki varðandi bæði flokkakerfið og stöðuna í þjóðmálum verði líka eytt. Þannig að ég vona að innan fárra missera eða örfárra ára þá verði þessi mál öll orðin skýrari," segir Ólafur og bætir við að þá sé eðlilegt að þjóðin takist á við skipan forsetaembættisins út frá nýjum forsendum og kjósi sér nýjan forseta. Hugurinn við umhverfismálSpurður um væntanlega mótframbjóðendur segist Ólafur alltaf hafa talið eðlilegt að forsetakosningar færu fram með eðlilegum hætti. „Ef að fleiri einstaklingar bjóða sig fram til þess embættis þá tel ég fullkomlega eðlilegt og réttmætt enda nauðsynlegt að hver forseti hafi nokkuð skýran lýðræðislegan vilja þjóðarinnar til stuðnings sínum störfum," segir Ólafur sem neitar því alfarið að hann hafi hug á því að snúa aftur á vettvang flokkastjórnmálanna að lokinni forsetatíð sinni. Það séu verkefni á sviði umhverfismála, loftslagsbreytinga og norðurslóða sem hann hafi hugsað sér að gefa sig að. „Ég tel að þessi mál, bæði umhverfismálin, loftslagsbreytingarnar og norðurslóðir séu með þeim hætti að það skipti miklu máli hvernig þau þróast á komandi árum." gar@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira