Milljarða atkvæðareikningur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. mars 2012 06:00 Helgi Hjörvar alþingismaður er hálfdrættingur á við Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þegar kemur að uppboðsmarkaði á skattfé almennings. Hann telur sig af þeim sökum hófsemdarmann og tillögur sínar sáttatilboð. Þetta er alvarlegur misskilningur. Tillagan er róttæk, breytir leikreglum eftir á, ógildir bindandi samninga og gerir eignir upptækir á kostnað ríkissjóðs. Tillaga Helga færir afmörkuðum hópi íbúðakaupenda 100 milljarða króna og ætlar skattgreiðendum að greiða reikninginn. Þessi fjárhæð er tvöfalt hærri en það sem ríkið leggur árlega til almannatryggingakerfisins. Hún er þrisvar sinnum hærri en kostnaðurinn við rekstur Landsspítalans. Þar sem ríkið verður að skera niður útgjöld til þess að eiga fyrir sátt Helga Hjörvar munu aldraðir og sjúkir greiða þennan reikning. Ellilífeyrir verður skertur og dregið úr þjónustu hins opinbera bæði nú og í framtíðinni. Þeir sem eiga rétt á þessari þjónustu og munu þurfa á henni að halda á næstu árum hafa spilað eftir leikreglunum í þjóðfélaginu, greitt sína skatta, keypt sér húsnæði og virt þá samninga sem það hefur gert. Opinber gögn benda til þess að hópurinn sem keypti í eignabólunni, og sem Helgi vill gefa skattféð, sé vel menntaður, með góðar tekjur, á fertugsaldri og hafi ekki verið að kaupa sína fyrstu íbúð. Því er líklegt að flestir hafi selt íbúð á uppsprengdu verði og haft verulegan hagnað. Gangi eftir tillögur Helga Hjörvar og fleiri verður hagnaðurinn einkavæddur en tapið sent á skattgreiðendur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi ráðherra, skrifaði fyrir nokkrum dögum grein í Fréttablaðið og setti fram sínar hugmyndir til lausnar. Þær voru raunhæfar og tóku mið af því sem áður hefur verið gert við svipaðar aðstæður. Gylfi leggur til að þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð í eignabólunni á fasteignamarkaðinum fái á næstu árum ríkisaðstoð í gegnum vaxtabótakerfið. Það má kalla sanngjarnt þar sem þeir fengu engan eignabóluhagnað en báru fullan kostnað af háu íbúðaverði. Tillögur Gylfa eru miklu frekar sáttatilboð en þjóðnýting Helga Hjörvar fyrir fáa útvalda. Meginreglan verður að vera að ábyrgðin af viðskiptum hvíli aðeins á þeim sem eiga í viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Tengdar fréttir Vaxtaverkir Umræðan um skuldir heimilanna, vexti og verðtryggingu virðist sífellt geta orðið undarlegri. Hún byggir að uppistöðu til á mjög sérstakri blöndu af misskilningi, áróðri og óskhyggju. Það er því ekki að undra að erfitt sé að ná áttum, hvað þá sáttum í þessu viðkvæma máli. Staðreyndirnar eru samt tiltölulega einfaldar og það eru kostirnir í stöðunni líka. 25. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Helgi Hjörvar alþingismaður er hálfdrættingur á við Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þegar kemur að uppboðsmarkaði á skattfé almennings. Hann telur sig af þeim sökum hófsemdarmann og tillögur sínar sáttatilboð. Þetta er alvarlegur misskilningur. Tillagan er róttæk, breytir leikreglum eftir á, ógildir bindandi samninga og gerir eignir upptækir á kostnað ríkissjóðs. Tillaga Helga færir afmörkuðum hópi íbúðakaupenda 100 milljarða króna og ætlar skattgreiðendum að greiða reikninginn. Þessi fjárhæð er tvöfalt hærri en það sem ríkið leggur árlega til almannatryggingakerfisins. Hún er þrisvar sinnum hærri en kostnaðurinn við rekstur Landsspítalans. Þar sem ríkið verður að skera niður útgjöld til þess að eiga fyrir sátt Helga Hjörvar munu aldraðir og sjúkir greiða þennan reikning. Ellilífeyrir verður skertur og dregið úr þjónustu hins opinbera bæði nú og í framtíðinni. Þeir sem eiga rétt á þessari þjónustu og munu þurfa á henni að halda á næstu árum hafa spilað eftir leikreglunum í þjóðfélaginu, greitt sína skatta, keypt sér húsnæði og virt þá samninga sem það hefur gert. Opinber gögn benda til þess að hópurinn sem keypti í eignabólunni, og sem Helgi vill gefa skattféð, sé vel menntaður, með góðar tekjur, á fertugsaldri og hafi ekki verið að kaupa sína fyrstu íbúð. Því er líklegt að flestir hafi selt íbúð á uppsprengdu verði og haft verulegan hagnað. Gangi eftir tillögur Helga Hjörvar og fleiri verður hagnaðurinn einkavæddur en tapið sent á skattgreiðendur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi ráðherra, skrifaði fyrir nokkrum dögum grein í Fréttablaðið og setti fram sínar hugmyndir til lausnar. Þær voru raunhæfar og tóku mið af því sem áður hefur verið gert við svipaðar aðstæður. Gylfi leggur til að þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð í eignabólunni á fasteignamarkaðinum fái á næstu árum ríkisaðstoð í gegnum vaxtabótakerfið. Það má kalla sanngjarnt þar sem þeir fengu engan eignabóluhagnað en báru fullan kostnað af háu íbúðaverði. Tillögur Gylfa eru miklu frekar sáttatilboð en þjóðnýting Helga Hjörvar fyrir fáa útvalda. Meginreglan verður að vera að ábyrgðin af viðskiptum hvíli aðeins á þeim sem eiga í viðskiptum.
Vaxtaverkir Umræðan um skuldir heimilanna, vexti og verðtryggingu virðist sífellt geta orðið undarlegri. Hún byggir að uppistöðu til á mjög sérstakri blöndu af misskilningi, áróðri og óskhyggju. Það er því ekki að undra að erfitt sé að ná áttum, hvað þá sáttum í þessu viðkvæma máli. Staðreyndirnar eru samt tiltölulega einfaldar og það eru kostirnir í stöðunni líka. 25. febrúar 2012 06:00
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar