Hildur ætlar að harka af sér í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Hildur er gríðarlega mikilvæg fyrir Snæfellsliðið.Fréttablðið/daníel KR og Snæfell mætast í DHL-höllinni í kvöld í einum af úrslitaleikjunum um sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna en liðin mega ekkert gefa eftir ætli þau að vera með í úrslitakeppninni í ár. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, meiddist illa á ökkla í sigri liðsins á Haukum í síðustu viku og það var óvíst hvort hún yrði með á móti sínum gömlu félögum í kvöld. „Ég held að Ingi [Þór Steinþórsson, þjálfari] sé farinn að hafa meiri áhyggjur af Öldu," sagði Hildur aðspurð um meiðslin en hinn reynsluboltinn í Snæfellsliðinu, Alda Leif Jónsdóttir, glímir einnig við meiðsli. „Ég er að verða fín. Ég var voða lítið með á æfingu í gær en ég veit alveg að ég get gert allt. Ég verð bara að fara varlega fram að leik því ég verð aum ef ég fer að gera eitthvað af alvöru," sagði Hildur og hún ætlar að harka af sér. „Þetta er mjög mikilvægur leikur og ég er búin að gera allt til að ná bólgunni úr þessu. Það er búin að vera mikil vinna," viðurkennir Hildur en hún er þekkt fyrir að harka af sér inni á vellinum og láta ekki meiðsli stoppa sig þegar mikið liggur við. Haukar, KR og Snæfell eru öll með 24 stig í sætum 3 til 5, þökk sé sigri Snæfells í umræddum leik gegn Haukum í síðustu umferð en fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Snæfell þarf að vinna leikinn með fimm stigum til þess að ná betri innbyrðisstöðu á móti KR. KR vann sína leiki með 7 og 2 stigum en Snæfell vann síðan þriðja leikinn með 5 stigum. Þrír aðrir leikir fara einnig fram í deildinni í kvöld. Topplið Keflavíkur heimsækir Val, Haukar taka á móti botnliði Fjölnis og Hamar fær bikarmeistara Njarðvíkur í heimsókn. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15. Dominos-deild kvenna Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
KR og Snæfell mætast í DHL-höllinni í kvöld í einum af úrslitaleikjunum um sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna en liðin mega ekkert gefa eftir ætli þau að vera með í úrslitakeppninni í ár. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, meiddist illa á ökkla í sigri liðsins á Haukum í síðustu viku og það var óvíst hvort hún yrði með á móti sínum gömlu félögum í kvöld. „Ég held að Ingi [Þór Steinþórsson, þjálfari] sé farinn að hafa meiri áhyggjur af Öldu," sagði Hildur aðspurð um meiðslin en hinn reynsluboltinn í Snæfellsliðinu, Alda Leif Jónsdóttir, glímir einnig við meiðsli. „Ég er að verða fín. Ég var voða lítið með á æfingu í gær en ég veit alveg að ég get gert allt. Ég verð bara að fara varlega fram að leik því ég verð aum ef ég fer að gera eitthvað af alvöru," sagði Hildur og hún ætlar að harka af sér. „Þetta er mjög mikilvægur leikur og ég er búin að gera allt til að ná bólgunni úr þessu. Það er búin að vera mikil vinna," viðurkennir Hildur en hún er þekkt fyrir að harka af sér inni á vellinum og láta ekki meiðsli stoppa sig þegar mikið liggur við. Haukar, KR og Snæfell eru öll með 24 stig í sætum 3 til 5, þökk sé sigri Snæfells í umræddum leik gegn Haukum í síðustu umferð en fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Snæfell þarf að vinna leikinn með fimm stigum til þess að ná betri innbyrðisstöðu á móti KR. KR vann sína leiki með 7 og 2 stigum en Snæfell vann síðan þriðja leikinn með 5 stigum. Þrír aðrir leikir fara einnig fram í deildinni í kvöld. Topplið Keflavíkur heimsækir Val, Haukar taka á móti botnliði Fjölnis og Hamar fær bikarmeistara Njarðvíkur í heimsókn. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira