Ein nakin og annarri nauðgað Björg Magnúsdóttir skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Ég gekk fram á kviknakinn kvenmann við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg aðfaranótt síðasta sunnudags. Hún var ekki í neinu og pissaði standandi við þá hlið hússins sem stendur við Vegamótastíg. Tveir menn fylgdust grannt með henni þangað til mig og samferðafólk bar að. Við hvöttum hana til þess að klæða sig í föt sem lágu í kringum hana og höfðum annað augað á henni þangað til hún byrjaði að klæða sig. Ég mætti þessum kvenmanni nokkrum mínútum síðar – þá í fötum – í röð á skemmtistað. Hún var reykjandi, einsömul og í stuttbuxum og hlýrabol. Það var rigning. Á sunnudagsmorgun heyrði ég í fréttum að stúlku hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Ég tengdi þessar tvær konur ósjálfrátt saman, algjörlega ómeðvitað. Mér fannst sem þetta hlyti að vera sama konan – það að fórnarlambið hafi sprangað um nakið á Skólavörðustíg gerði glæpinn ögn skiljanlegri, ekki alveg eins viðbjóðslegan, ómennskan, ófyrirgefanlegan. En þetta var ekki sama konan. Tímasetningarnar passa ekki né heldur ástand konunnar sem kastaði af sér vatni eða það litla af frásögn fórnarlambsins sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Auðvitað var þetta ekki sama konan. Okkur er eðlislægt að leita skýringa, hversu fáránlegar sem þær eru, til þess að reyna að skilja, útskýra og varpa ljósi á ótal þætti lífsins. Ég gerðist sek um það, eins og margir aðrir, að reyna að útskýra ófyrirgefanlegan glæp með því að skella að einhverju leyti skuldinni á fórnarlambið. Hún var of full, of dópuð, of klikkuð, of kynþokkafull, of lítið klædd, of mikið klædd, of einsömul. Hún bauð hættunni heim á einhvern hátt. Sem konan á Skólavörðustíg vissulega gerði með því að vera ótengd við þennan heim, allsber og úti á lífinu. En það að hún hafi staðið þarna nakin og pissað getur samt ekki útskýrt hvernig nokkrir karlar ákváðu að taka sig saman og troða sér leið inn í líkama kornungrar stúlku á almannafæri, í húsasundi í miðbænum. Ég skil ekki hvernig sú ákvörðun var tekin, eða kannski einmitt ekki tekin. Kannski einmitt framkvæmd í hugsunarleysi, ölæði, virðingarleysi, skilningsleysi, af illsku, ómennsku, fáfræði? Af því að þeir gátu það? Hvernig það er hægt að bera svona litla virðingu fyrir lífinu finnst mér óskiljanlegt. Og einmitt þess vegna reyndi ég samstundis og ómeðvitað að afla skýringa í hegðun fórnarlambsins - sem stenst auðvitað ekki skoðun. Mér finnst ömurlegt að vakna við þær fréttir á sunnudagsmorgni að fyrir fáeinum klukkutímum hafi nokkrir karlar nauðgað 16 ára stúlku, manni hafi verið komið fyrir í skotti á bíl og keyrður upp í Skeifu þar sem hann var laminn eða manneskja verið borin út af heimili sínu fyrir að misþyrma fjölskyldumeðlimum. Sama hversu óþolandi, klikkað eða allsbert fólk er, réttlætir það aldrei árás, misþyrmingu eða hópnauðgun. Ég lærði lexíu um helgina þó ég standi enn skilningslaus gagnvart þeirri árás sem átti sér stað í húsasundi í höfuðborginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Magnúsdóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég gekk fram á kviknakinn kvenmann við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg aðfaranótt síðasta sunnudags. Hún var ekki í neinu og pissaði standandi við þá hlið hússins sem stendur við Vegamótastíg. Tveir menn fylgdust grannt með henni þangað til mig og samferðafólk bar að. Við hvöttum hana til þess að klæða sig í föt sem lágu í kringum hana og höfðum annað augað á henni þangað til hún byrjaði að klæða sig. Ég mætti þessum kvenmanni nokkrum mínútum síðar – þá í fötum – í röð á skemmtistað. Hún var reykjandi, einsömul og í stuttbuxum og hlýrabol. Það var rigning. Á sunnudagsmorgun heyrði ég í fréttum að stúlku hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Ég tengdi þessar tvær konur ósjálfrátt saman, algjörlega ómeðvitað. Mér fannst sem þetta hlyti að vera sama konan – það að fórnarlambið hafi sprangað um nakið á Skólavörðustíg gerði glæpinn ögn skiljanlegri, ekki alveg eins viðbjóðslegan, ómennskan, ófyrirgefanlegan. En þetta var ekki sama konan. Tímasetningarnar passa ekki né heldur ástand konunnar sem kastaði af sér vatni eða það litla af frásögn fórnarlambsins sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Auðvitað var þetta ekki sama konan. Okkur er eðlislægt að leita skýringa, hversu fáránlegar sem þær eru, til þess að reyna að skilja, útskýra og varpa ljósi á ótal þætti lífsins. Ég gerðist sek um það, eins og margir aðrir, að reyna að útskýra ófyrirgefanlegan glæp með því að skella að einhverju leyti skuldinni á fórnarlambið. Hún var of full, of dópuð, of klikkuð, of kynþokkafull, of lítið klædd, of mikið klædd, of einsömul. Hún bauð hættunni heim á einhvern hátt. Sem konan á Skólavörðustíg vissulega gerði með því að vera ótengd við þennan heim, allsber og úti á lífinu. En það að hún hafi staðið þarna nakin og pissað getur samt ekki útskýrt hvernig nokkrir karlar ákváðu að taka sig saman og troða sér leið inn í líkama kornungrar stúlku á almannafæri, í húsasundi í miðbænum. Ég skil ekki hvernig sú ákvörðun var tekin, eða kannski einmitt ekki tekin. Kannski einmitt framkvæmd í hugsunarleysi, ölæði, virðingarleysi, skilningsleysi, af illsku, ómennsku, fáfræði? Af því að þeir gátu það? Hvernig það er hægt að bera svona litla virðingu fyrir lífinu finnst mér óskiljanlegt. Og einmitt þess vegna reyndi ég samstundis og ómeðvitað að afla skýringa í hegðun fórnarlambsins - sem stenst auðvitað ekki skoðun. Mér finnst ömurlegt að vakna við þær fréttir á sunnudagsmorgni að fyrir fáeinum klukkutímum hafi nokkrir karlar nauðgað 16 ára stúlku, manni hafi verið komið fyrir í skotti á bíl og keyrður upp í Skeifu þar sem hann var laminn eða manneskja verið borin út af heimili sínu fyrir að misþyrma fjölskyldumeðlimum. Sama hversu óþolandi, klikkað eða allsbert fólk er, réttlætir það aldrei árás, misþyrmingu eða hópnauðgun. Ég lærði lexíu um helgina þó ég standi enn skilningslaus gagnvart þeirri árás sem átti sér stað í húsasundi í höfuðborginni.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun