Garðyrkjan og rafmagnskostnaður 25. febrúar 2012 06:00 Frá því að efnahagshrunið varð hér á landi hefur dreifingarkostnaður rafmagns til garðyrkjubænda aukist langt umfram það sem talist getur eðlilegt. Garðyrkjubændur hafa látið taka saman gögn um þróun verðs á rafmagni frá 2005 í samanburði við vísitölu neysluverðs. Á tímabilinu hækkaði vísitalan um 62%. Orkan hækkaði um 30% en dreifing í þéttbýli um 87% og í dreifbýli 105%! Fróðlegt er að sjá að þar sem samkeppni ríkir, við framleiðslu og sölu á orku, er um raunlækkun verðs að ræða. Annað er upp á teningnum þar sem einokun ríkir. Til að setja þetta í samhengi þá hafa niðurgreiðslur ríkisins vegna dreifingarkostnaðar hækkað frá árinu 2005 um 30 milljónir króna vegna aukinnar notkunar rafmagns við framleiðslu á grænmeti. Á sama tíma hefur ríkið þurft að skjóta til 100 milljónum króna vegna gjaldskrárhækkana RARIK. Allt undir nafni niðurgreiðslna til garðyrkju! Búið að borga fjórar veitur!Þessar upplýsingar ollu því að garðyrkjubændur létu reikna út kostnað við eigin dreifiveitu rafmagns. Það var gert árið 2010 og uppfært nú í febrúar. Eigin dreifiveita, sem staðsett væri á svæði nálægt Flúðum og þéttbýlanna í Biskupstungum, Laugarási og Reykholti, er afar hagkvæm. Með staðsetningunni næst til tæplega 80% af framleiðslu í ylrækt í 10 km radíus. Verkfræðistofa, sem hefur mikla reynslu, var fengin til að annast útreikningana. Fjárfestingin er um 460 milljónir króna og er allur kostnaður vel áætlaður og gerð næmnigreining með mismunandi breytum. Niðurstaðan er sláandi. Á aðeins fimm árum borgar fjárfestingin sig upp. Eftir þann tíma og út líftíma dreifiveitunnar (30-40 ár) er kostnaður garðyrkjubænda jafnhár og rekstrarkostnaður veitunnar og eðlileg ávöxtunarkrafa. Sá kostnaður er áætlaður um 5% af fjárfestingunni en benda má á að sambærilegur kostnaður í orkuþjónustu er reiknaður 1-3%. Orkustofnun hefur yfirfarið útreikningana en öllum er heimilt að skoða þá. Þeir sýna að uppsafnaður hagnaður RARIK af viðskiptum við garðyrkjubændur á undanförnum áratugum hefur borgað sem svarar kostnaði við fjórar dreifiveitur. Samkeppnisstaða íslensks grænmetisÞeirri réttmætu spurningu hefur verið varpað fram í umræðunni hvort ekki væri réttast að minnka framleiðsluna ef garðyrkjan getur ekki framleitt grænmetið við núverandi kjör. Á það skal bent að með samningi garðyrkjubænda við ríkið árið 2002 voru fjögur markmið sett. Þrjú markmiðanna hafa náðst með láði, að auka hagkvæmni, að lækka grænmetisverð til neytenda og styðja framleiðslu og markaðssetningu grænmetis. Fjórða markmið samningsins hefur ekki náðst. Það er að treysta tekjugrundvöll garðyrkjunnar. Samtímis því að veruleg hagræðing hefur átt sér stað, um 3,8% á ári síðan 2002 eða 15% meira en gert var ráð fyrir, hefur verð lækkað til almennings. Að auki var opnað fyrir óheftan innflutning grænmetis án tolla og það var samkeppnisumhverfi íslensks grænmetis og hefur verið svo síðan. Staða íslensks grænmetis er sterk og er það fyrir að þakka góðri vöru en stuðningur neytenda hefur skipt megin máli. Rekstur ylræktarinnar mætti skila bændum meira til þess að takast á við síhækkandi kostnað aðfanga. Það skýtur því skökku við að það sé fyrirtæki í eigu ríkisins sem er þess valdandi að núverandi ástand hefur skapast. Á að framleiða grænmeti á Íslandi?Í könnun Landlæknis á mataræði, sem birt var í upphafi árs, kemur fram að neysla grænmetis hefur aukist um 19% frá 2002 og er aðeins 120 g á dag. Markmiðið er að neysla grænmetis og ávaxta verði 400 g á mann. Það er því langt í land. Garðyrkjubændur hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar á þessu tímabili. Framleiðsla á gúrkum hefur aukist um 45% og á tómötum um 80% svo eitthvað sé nefnt. Hagræðing garðyrkjubænda hefur skilað verulega lægra verði og hollustan er óumdeilanleg. Staðfest er með rannsóknum að aukin grænmetisneysla skili heilbrigðara fólki og lækkar kostnað ríkisins. Aukin framleiðsla íslensks grænmetis skilar sér einnig í fjölgun starfa og minnkar notkun gjaldeyris við innflutning. Hver er þá lausnin?Af hverju eru garðyrkjubændur öðru hverju að minna á þessi mál? Ekki skortir á velvilja stjórnvalda á hátíðastundum en garðyrkjubændur vilja sjá þann velvilja í verki. Því skal haldið til haga að í iðnaðarráðuneytinu liggur fyrir breyting á skilgreiningu á hvað sé þéttbýli í skilningi orkulaga og við þá breytingu munu garðyrkjubændur í Laugarási í Biskupstungum greiða fjórðungi lægra gjald fyrir dreifingu rafmagns. Stjórnvöld þurfa að viðurkenna að ylræktun grænmetis sé þjóðþrifamál. Ef það næst er eftirleikurinn auðveldur. Þá væri hægt að ákveða hver kjör garðyrkjubænda varðandi dreifingarkostnað ættu að vera. Það væri hægt að tryggja jafnræði þeirra út frá þeirri forsendu að um stórnotendur séu að ræða. Það er kominn tími til að ræða hugmyndina um eina gjaldskrá fyrir allt landið eins og gert var með símann á sínum tíma. Aðalatriðið er þó að garðyrkjan hafi það rekstrarumhverfi sem hvetur til aukinnar framleiðslu á frábæru grænmeti til hagsbóta fyrir alla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því að efnahagshrunið varð hér á landi hefur dreifingarkostnaður rafmagns til garðyrkjubænda aukist langt umfram það sem talist getur eðlilegt. Garðyrkjubændur hafa látið taka saman gögn um þróun verðs á rafmagni frá 2005 í samanburði við vísitölu neysluverðs. Á tímabilinu hækkaði vísitalan um 62%. Orkan hækkaði um 30% en dreifing í þéttbýli um 87% og í dreifbýli 105%! Fróðlegt er að sjá að þar sem samkeppni ríkir, við framleiðslu og sölu á orku, er um raunlækkun verðs að ræða. Annað er upp á teningnum þar sem einokun ríkir. Til að setja þetta í samhengi þá hafa niðurgreiðslur ríkisins vegna dreifingarkostnaðar hækkað frá árinu 2005 um 30 milljónir króna vegna aukinnar notkunar rafmagns við framleiðslu á grænmeti. Á sama tíma hefur ríkið þurft að skjóta til 100 milljónum króna vegna gjaldskrárhækkana RARIK. Allt undir nafni niðurgreiðslna til garðyrkju! Búið að borga fjórar veitur!Þessar upplýsingar ollu því að garðyrkjubændur létu reikna út kostnað við eigin dreifiveitu rafmagns. Það var gert árið 2010 og uppfært nú í febrúar. Eigin dreifiveita, sem staðsett væri á svæði nálægt Flúðum og þéttbýlanna í Biskupstungum, Laugarási og Reykholti, er afar hagkvæm. Með staðsetningunni næst til tæplega 80% af framleiðslu í ylrækt í 10 km radíus. Verkfræðistofa, sem hefur mikla reynslu, var fengin til að annast útreikningana. Fjárfestingin er um 460 milljónir króna og er allur kostnaður vel áætlaður og gerð næmnigreining með mismunandi breytum. Niðurstaðan er sláandi. Á aðeins fimm árum borgar fjárfestingin sig upp. Eftir þann tíma og út líftíma dreifiveitunnar (30-40 ár) er kostnaður garðyrkjubænda jafnhár og rekstrarkostnaður veitunnar og eðlileg ávöxtunarkrafa. Sá kostnaður er áætlaður um 5% af fjárfestingunni en benda má á að sambærilegur kostnaður í orkuþjónustu er reiknaður 1-3%. Orkustofnun hefur yfirfarið útreikningana en öllum er heimilt að skoða þá. Þeir sýna að uppsafnaður hagnaður RARIK af viðskiptum við garðyrkjubændur á undanförnum áratugum hefur borgað sem svarar kostnaði við fjórar dreifiveitur. Samkeppnisstaða íslensks grænmetisÞeirri réttmætu spurningu hefur verið varpað fram í umræðunni hvort ekki væri réttast að minnka framleiðsluna ef garðyrkjan getur ekki framleitt grænmetið við núverandi kjör. Á það skal bent að með samningi garðyrkjubænda við ríkið árið 2002 voru fjögur markmið sett. Þrjú markmiðanna hafa náðst með láði, að auka hagkvæmni, að lækka grænmetisverð til neytenda og styðja framleiðslu og markaðssetningu grænmetis. Fjórða markmið samningsins hefur ekki náðst. Það er að treysta tekjugrundvöll garðyrkjunnar. Samtímis því að veruleg hagræðing hefur átt sér stað, um 3,8% á ári síðan 2002 eða 15% meira en gert var ráð fyrir, hefur verð lækkað til almennings. Að auki var opnað fyrir óheftan innflutning grænmetis án tolla og það var samkeppnisumhverfi íslensks grænmetis og hefur verið svo síðan. Staða íslensks grænmetis er sterk og er það fyrir að þakka góðri vöru en stuðningur neytenda hefur skipt megin máli. Rekstur ylræktarinnar mætti skila bændum meira til þess að takast á við síhækkandi kostnað aðfanga. Það skýtur því skökku við að það sé fyrirtæki í eigu ríkisins sem er þess valdandi að núverandi ástand hefur skapast. Á að framleiða grænmeti á Íslandi?Í könnun Landlæknis á mataræði, sem birt var í upphafi árs, kemur fram að neysla grænmetis hefur aukist um 19% frá 2002 og er aðeins 120 g á dag. Markmiðið er að neysla grænmetis og ávaxta verði 400 g á mann. Það er því langt í land. Garðyrkjubændur hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar á þessu tímabili. Framleiðsla á gúrkum hefur aukist um 45% og á tómötum um 80% svo eitthvað sé nefnt. Hagræðing garðyrkjubænda hefur skilað verulega lægra verði og hollustan er óumdeilanleg. Staðfest er með rannsóknum að aukin grænmetisneysla skili heilbrigðara fólki og lækkar kostnað ríkisins. Aukin framleiðsla íslensks grænmetis skilar sér einnig í fjölgun starfa og minnkar notkun gjaldeyris við innflutning. Hver er þá lausnin?Af hverju eru garðyrkjubændur öðru hverju að minna á þessi mál? Ekki skortir á velvilja stjórnvalda á hátíðastundum en garðyrkjubændur vilja sjá þann velvilja í verki. Því skal haldið til haga að í iðnaðarráðuneytinu liggur fyrir breyting á skilgreiningu á hvað sé þéttbýli í skilningi orkulaga og við þá breytingu munu garðyrkjubændur í Laugarási í Biskupstungum greiða fjórðungi lægra gjald fyrir dreifingu rafmagns. Stjórnvöld þurfa að viðurkenna að ylræktun grænmetis sé þjóðþrifamál. Ef það næst er eftirleikurinn auðveldur. Þá væri hægt að ákveða hver kjör garðyrkjubænda varðandi dreifingarkostnað ættu að vera. Það væri hægt að tryggja jafnræði þeirra út frá þeirri forsendu að um stórnotendur séu að ræða. Það er kominn tími til að ræða hugmyndina um eina gjaldskrá fyrir allt landið eins og gert var með símann á sínum tíma. Aðalatriðið er þó að garðyrkjan hafi það rekstrarumhverfi sem hvetur til aukinnar framleiðslu á frábæru grænmeti til hagsbóta fyrir alla!
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun