Nýja Norðrið 25. febrúar 2012 06:00 Lega Íslands er auðlind vegna þeirrar aðstöðu og tækifæra, sem hún býður upp á. Íslendingar verða að nýta sér tækifærin í framtíðinni sem uppbyggingin í Nýja Norðrinu mun skapa. Þess vegna er Nýja Norðrið einn af hornsteinum í utanríkisstefnu stjórnmálahreyfingarinnar Hægri grænna, flokks fólksins. Íslendingar eru smátt og smátt að gera sér grein fyrir þeim gríðarlegu tækifærum sem uppbygging og umsvif á norðurslóðum munu skapa okkur á komandi áratugum. Áhugi Evrópusambandsins (ESB) á norðurslóðum er skiljanlegur en ESB er efnahagslegt og pólitískt stórveldi og á mikilla hagsmuna að gæta vegna nýrra siglingaleiða og náttúruauðlinda í hinu Nýja Norðri. Íslendingar þurfa að halda vel á málum í því kapphlaupi sem hafið er á milli ríkja á norðurslóðum um aðgang að auðlindum sem þar er að finna. Íslendingar verða að gæta að strandríkin fimm haldi okkur ekki fyrir utan umræðuna. Bandaríkjamenn eru vinir okkar í þessu samhengi og getum við verið þeim þakklát fyrir þá vináttu. Þessi litla þjóð verður einnig að gæta þess að ESB gleypi okkur ekki með húð og hári og nái óverðskulduðum yfirráðum yfir auðlindum okkar og Nýja Norðursins. Flokkurinn telur einnig nauðsynlegt að hefja viðræður við Bandaríkjamenn og NATO að koma hér upp varnarliði á ný. Hægri grænir eru alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB. Flokkurinn telur óskynsamlegt að standa í aðlögunarferli við ESB á meðan efnahagslíf þjóðarinnar er í molum og hver höndin uppi á móti annarri. Flokkurinn vill að aðlögunarferlinu og aðildarviðræðum að ESB verði umsvifalaust hætt, umsóknin dregin til baka og framhaldið eingöngu ef þjóðin er spurð í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eftir ítarlega endurskoðun EES-samningsins. Flokkurinn vill nota beint lýðræði, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslur, þegar um mjög mikilvæg mál er að ræða sem varða þjóðarhag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Lega Íslands er auðlind vegna þeirrar aðstöðu og tækifæra, sem hún býður upp á. Íslendingar verða að nýta sér tækifærin í framtíðinni sem uppbyggingin í Nýja Norðrinu mun skapa. Þess vegna er Nýja Norðrið einn af hornsteinum í utanríkisstefnu stjórnmálahreyfingarinnar Hægri grænna, flokks fólksins. Íslendingar eru smátt og smátt að gera sér grein fyrir þeim gríðarlegu tækifærum sem uppbygging og umsvif á norðurslóðum munu skapa okkur á komandi áratugum. Áhugi Evrópusambandsins (ESB) á norðurslóðum er skiljanlegur en ESB er efnahagslegt og pólitískt stórveldi og á mikilla hagsmuna að gæta vegna nýrra siglingaleiða og náttúruauðlinda í hinu Nýja Norðri. Íslendingar þurfa að halda vel á málum í því kapphlaupi sem hafið er á milli ríkja á norðurslóðum um aðgang að auðlindum sem þar er að finna. Íslendingar verða að gæta að strandríkin fimm haldi okkur ekki fyrir utan umræðuna. Bandaríkjamenn eru vinir okkar í þessu samhengi og getum við verið þeim þakklát fyrir þá vináttu. Þessi litla þjóð verður einnig að gæta þess að ESB gleypi okkur ekki með húð og hári og nái óverðskulduðum yfirráðum yfir auðlindum okkar og Nýja Norðursins. Flokkurinn telur einnig nauðsynlegt að hefja viðræður við Bandaríkjamenn og NATO að koma hér upp varnarliði á ný. Hægri grænir eru alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB. Flokkurinn telur óskynsamlegt að standa í aðlögunarferli við ESB á meðan efnahagslíf þjóðarinnar er í molum og hver höndin uppi á móti annarri. Flokkurinn vill að aðlögunarferlinu og aðildarviðræðum að ESB verði umsvifalaust hætt, umsóknin dregin til baka og framhaldið eingöngu ef þjóðin er spurð í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eftir ítarlega endurskoðun EES-samningsins. Flokkurinn vill nota beint lýðræði, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslur, þegar um mjög mikilvæg mál er að ræða sem varða þjóðarhag.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar