Tveggja daga heimsókn SÞ til Íran skilaði ekki árangri 23. febrúar 2012 02:00 Stoltur af kjarnorkuafrekum Ali Khameini, erkiklerkur Írans, á fundi með írönskum kjarneðlisfræðingum þar sem hann sagði þeim að halda áfram sínu mikilvæga starfi.nordicphotos/AFP Sendinefnd Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segist ekki hafa haft erindi sem erfiði í tveggja daga heimsókn sinni til Írans í vikunni. Beiðni þeirra um að fá að skoða herstöðina í Parchin var hafnað af írönskum stjórnvöldum. Þá tókst ekki samkomulag um orðalag skýrslu, þar sem farið yrði yfir óleyst deilumál varðandi kjarnorkuáform Írana. „Við tókum þátt í uppbyggilegum anda, en ekkert samkomulag tókst," segir Yukiya Amano, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. „Það eru vonbrigði að Íranar féllust ekki á beiðni okkar um að heimsækja Parchin, hvorki á fyrri né seinni fundi okkar." Ali Khameini, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, ítrekaði hins vegar í gær að kjarnorkuáform landsins snerust ekki um að koma sér upp kjarnorkuvopnum, heldur væri tilgangurinn friðsamlegur. Hann sagði í sjónvarpsávarpi í gær að leiðtogar Vesturveldanna vissu fullvel „að við erum ekki á höttunum eftir kjarnorkuvopnum vegna þess að íslamska lýðveldið Íran lítur á það sem synd að eiga kjarnorkuvopn". Hann sagði Írana líta svo á að það sé bæði „gagnslaust, skaðlegt og hættulegt" að vera með slík vopn. Á hinn bóginn sagði hann að sá árangur, sem íranska þjóðin hefði náð í kjarnorkuvinnslu, hafi fært þjóðinni bæði virðingu og stolt. Auk þess færi kjarnorkuvopn þjóðinni engin völd. Vaxandi þrýstingur hefur verið á Íran frá Vesturlöndum vegna þess að írönsk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna fulla samvinnu. Jafnframt hafa orðið háværari raddir um að hugsanlega verði gerðar árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuáform þeirra. Helst hefur þá komið til tals að Ísraelar hugsi sér til hreyfings og séu jafnvel þegar farnir að undirbúa árásir á kjarnorkubúnað Írans. Nú síðast í gær hafa Rússar varað Ísraela við því að gera árás á Íran. „Að sjálfsögðu myndi hvers kyns hernaður gegn Íran hafa skelfilegar afleiðingar fyrir þennan heimshluta og fyrir öll alþjóðasamskipti," sagði Gennadí Gatilov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, á blaðamannafundi í Moskvu í gær. „Ég vona að Ísraelar átti sig á öllum þessum afleiðingum," sagði hann enn fremur, „og þeir ættu einnig að hugleiða afleiðingar slíkra aðgerða fyrir sig sjálfa." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Sendinefnd Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segist ekki hafa haft erindi sem erfiði í tveggja daga heimsókn sinni til Írans í vikunni. Beiðni þeirra um að fá að skoða herstöðina í Parchin var hafnað af írönskum stjórnvöldum. Þá tókst ekki samkomulag um orðalag skýrslu, þar sem farið yrði yfir óleyst deilumál varðandi kjarnorkuáform Írana. „Við tókum þátt í uppbyggilegum anda, en ekkert samkomulag tókst," segir Yukiya Amano, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. „Það eru vonbrigði að Íranar féllust ekki á beiðni okkar um að heimsækja Parchin, hvorki á fyrri né seinni fundi okkar." Ali Khameini, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, ítrekaði hins vegar í gær að kjarnorkuáform landsins snerust ekki um að koma sér upp kjarnorkuvopnum, heldur væri tilgangurinn friðsamlegur. Hann sagði í sjónvarpsávarpi í gær að leiðtogar Vesturveldanna vissu fullvel „að við erum ekki á höttunum eftir kjarnorkuvopnum vegna þess að íslamska lýðveldið Íran lítur á það sem synd að eiga kjarnorkuvopn". Hann sagði Írana líta svo á að það sé bæði „gagnslaust, skaðlegt og hættulegt" að vera með slík vopn. Á hinn bóginn sagði hann að sá árangur, sem íranska þjóðin hefði náð í kjarnorkuvinnslu, hafi fært þjóðinni bæði virðingu og stolt. Auk þess færi kjarnorkuvopn þjóðinni engin völd. Vaxandi þrýstingur hefur verið á Íran frá Vesturlöndum vegna þess að írönsk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna fulla samvinnu. Jafnframt hafa orðið háværari raddir um að hugsanlega verði gerðar árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuáform þeirra. Helst hefur þá komið til tals að Ísraelar hugsi sér til hreyfings og séu jafnvel þegar farnir að undirbúa árásir á kjarnorkubúnað Írans. Nú síðast í gær hafa Rússar varað Ísraela við því að gera árás á Íran. „Að sjálfsögðu myndi hvers kyns hernaður gegn Íran hafa skelfilegar afleiðingar fyrir þennan heimshluta og fyrir öll alþjóðasamskipti," sagði Gennadí Gatilov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, á blaðamannafundi í Moskvu í gær. „Ég vona að Ísraelar átti sig á öllum þessum afleiðingum," sagði hann enn fremur, „og þeir ættu einnig að hugleiða afleiðingar slíkra aðgerða fyrir sig sjálfa." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira