Staða lánþega er skýr Guðmundur Andri Skúlason skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Það er eitt atriði í nýföllnum vaxtadómi sem skiptir öllu máli varðandi túlkun á heildarniðurstöðunni. Stjórnarsinnar á Alþingi, og auðvitað líka fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja, eru á því að vaxtadómurinn hafi ekki áhrif á þá sem hugsanlega voru í vanskilum. Þeir telja jafnvel að það sé vafi á að dómurinn gagnist þeim sem voru með lán í frystingu, eða greiðslujöfnun. Hvernig þeir hins vegar fara að því að lesa slíkt út úr dómi Hæstaréttar er mér hulin ráðgáta. Til að fá á hreint hver mín skoðun er, þá er hún að sú að dómurinn sé skýr um það atriði að ekki sé heimilt að endurreikna vexti fyrir liðna tíð. Með öðrum orðum, greiddur gjalddagi er fullgreidd krafa og við því verður ekki hróflað. Þar breytir engu þó hluti láns sé í vanskilum, frystingu eða greiðslujöfnun. Þá er jafnframt skýrt, að greiðsluseðill sem aldrei hefur verið réttur, getur undir engum kringumstæðum orðið grundvöllur dráttarvaxtakröfu. Og því stendur eftirfarandi upp úr: 1) Lán sem inniheldur ólögmæt gengistryggingarákvæði skal bera samningsvexti til þess dags, er eftirfarandi atriði voru öllum aðilum máls ljós; a) að lánið innihélt ólögmæt gengistryggingarákvæði b) og lög mæltu fyrir um meðferð vaxta á slíkum lánum. Það skiptir engu hverjar eftirstöðvar láns eru á þeim tímum sem vaxtabreyting á sér stað. Það sem var hugsanlega í vanskilum fyrir vaxtabreytingu, tekur sömu vexti og aðrar krónur í höfuðstólnum. Sama á við um frystingu og greiðslujöfnun. Allar krónur lánsins taka sömu vexti. Og þeir vextir breytast á þeim dögum sem að framan er skýrt. Það er, við setningu laganna hans Árna Páls, nr. 151/2010, þann 29. desember 2010 fyrir öll lán sem dæmd voru ólögleg fyrir þann tíma, og svo við dómsuppkvaðningu í málum sem leyst eru eftir setningu laganna. Þá komum við að því að útskýra af hverju stjórnarsinnum og bankamönnum er svo starsýnt á vanskilaþáttinn. Það er augljóst þegar forsendur máls eru skoðaðar. Ágreiningurinn í málinu sem við erum að tala um hér snerist um heimild Frjálsa fjárfestingabankans hf. til að skuldajafna málskostnaðarskuld sinni við lánþegana á móti gjaldfallinni skuld þeirra við bankann. Því þurfti dómurinn bara að taka afstöðu til þess hvort um gjaldfallna skuld væri að ræða hjá lánþegunum. Ef svo hefði verið, það er, ef lánþegarnir hefðu verið í vanskilum, þá hefði aldrei komið til álita að dæma um heimild til afturvirkra vaxta. Rétturinn hefði einfaldlega sagt; lánþegi var í vanskilum og skal þá þegar af þeirri ástæðu heimila skuldajöfnuð, og við værum bara í nákvæmlega sömu stöðu og fyrir dóminn. EN. Og þetta er eitt stærsta EN-ið í íslenskri réttarsögu ætla ég að leyfa mér að segja. Lánþegarnir höfðu alltaf greitt allt í þessu tilfelli. Þau borguðu allt það sem bankinn setti upp og voru því ekki í neinum vanskilum. Þess vegna þurfti að útkljá málið um heimild bankans til að reikna til gjaldfallinna krafna, þá vexti sem bankinn taldi sig eiga inni fyrir liðna tíð. Og þá varð málið safaríkt. Og spurningunni sem allir biðu eftir að yrði svarað, var svarað, með skýrum og óumdeilanlegum hætti í dómi Hæstaréttar. Bankanum er ekki heimilt að reikna sér hærri vexti fyrir liðna tíð og því getur heldur ekki verið um vangreiðslu að ræða af þeim forsendum hjá lánþeganum. Því er kröfunni um skuldajöfnuð hafnað. Vanskil skipta í þessu svari engu máli, enda ekki um þau spurt og hafa þau því engin áhrif á niðurstöðuna. Þetta snerist því alltaf um skuldajöfnuð. Þetta með vextina bara datt inn, næstum því óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Það er eitt atriði í nýföllnum vaxtadómi sem skiptir öllu máli varðandi túlkun á heildarniðurstöðunni. Stjórnarsinnar á Alþingi, og auðvitað líka fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja, eru á því að vaxtadómurinn hafi ekki áhrif á þá sem hugsanlega voru í vanskilum. Þeir telja jafnvel að það sé vafi á að dómurinn gagnist þeim sem voru með lán í frystingu, eða greiðslujöfnun. Hvernig þeir hins vegar fara að því að lesa slíkt út úr dómi Hæstaréttar er mér hulin ráðgáta. Til að fá á hreint hver mín skoðun er, þá er hún að sú að dómurinn sé skýr um það atriði að ekki sé heimilt að endurreikna vexti fyrir liðna tíð. Með öðrum orðum, greiddur gjalddagi er fullgreidd krafa og við því verður ekki hróflað. Þar breytir engu þó hluti láns sé í vanskilum, frystingu eða greiðslujöfnun. Þá er jafnframt skýrt, að greiðsluseðill sem aldrei hefur verið réttur, getur undir engum kringumstæðum orðið grundvöllur dráttarvaxtakröfu. Og því stendur eftirfarandi upp úr: 1) Lán sem inniheldur ólögmæt gengistryggingarákvæði skal bera samningsvexti til þess dags, er eftirfarandi atriði voru öllum aðilum máls ljós; a) að lánið innihélt ólögmæt gengistryggingarákvæði b) og lög mæltu fyrir um meðferð vaxta á slíkum lánum. Það skiptir engu hverjar eftirstöðvar láns eru á þeim tímum sem vaxtabreyting á sér stað. Það sem var hugsanlega í vanskilum fyrir vaxtabreytingu, tekur sömu vexti og aðrar krónur í höfuðstólnum. Sama á við um frystingu og greiðslujöfnun. Allar krónur lánsins taka sömu vexti. Og þeir vextir breytast á þeim dögum sem að framan er skýrt. Það er, við setningu laganna hans Árna Páls, nr. 151/2010, þann 29. desember 2010 fyrir öll lán sem dæmd voru ólögleg fyrir þann tíma, og svo við dómsuppkvaðningu í málum sem leyst eru eftir setningu laganna. Þá komum við að því að útskýra af hverju stjórnarsinnum og bankamönnum er svo starsýnt á vanskilaþáttinn. Það er augljóst þegar forsendur máls eru skoðaðar. Ágreiningurinn í málinu sem við erum að tala um hér snerist um heimild Frjálsa fjárfestingabankans hf. til að skuldajafna málskostnaðarskuld sinni við lánþegana á móti gjaldfallinni skuld þeirra við bankann. Því þurfti dómurinn bara að taka afstöðu til þess hvort um gjaldfallna skuld væri að ræða hjá lánþegunum. Ef svo hefði verið, það er, ef lánþegarnir hefðu verið í vanskilum, þá hefði aldrei komið til álita að dæma um heimild til afturvirkra vaxta. Rétturinn hefði einfaldlega sagt; lánþegi var í vanskilum og skal þá þegar af þeirri ástæðu heimila skuldajöfnuð, og við værum bara í nákvæmlega sömu stöðu og fyrir dóminn. EN. Og þetta er eitt stærsta EN-ið í íslenskri réttarsögu ætla ég að leyfa mér að segja. Lánþegarnir höfðu alltaf greitt allt í þessu tilfelli. Þau borguðu allt það sem bankinn setti upp og voru því ekki í neinum vanskilum. Þess vegna þurfti að útkljá málið um heimild bankans til að reikna til gjaldfallinna krafna, þá vexti sem bankinn taldi sig eiga inni fyrir liðna tíð. Og þá varð málið safaríkt. Og spurningunni sem allir biðu eftir að yrði svarað, var svarað, með skýrum og óumdeilanlegum hætti í dómi Hæstaréttar. Bankanum er ekki heimilt að reikna sér hærri vexti fyrir liðna tíð og því getur heldur ekki verið um vangreiðslu að ræða af þeim forsendum hjá lánþeganum. Því er kröfunni um skuldajöfnuð hafnað. Vanskil skipta í þessu svari engu máli, enda ekki um þau spurt og hafa þau því engin áhrif á niðurstöðuna. Þetta snerist því alltaf um skuldajöfnuð. Þetta með vextina bara datt inn, næstum því óvart.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun