Guðríður nýtur mikils trausts 21. febrúar 2012 06:00 Fróðlegt hefur verið að fylgjast með atburðarás og pólitískri umræðu síðan meirihlutinn í Kópavogi sprakk á dögunum. Og ekki síst hvernig menn matreiða ástæður upphlaups síns þegar í óefni er komið. Nokkur atriði standa upp úr. Í fyrsta lagi hversu kvik smáframboðin eru þegar á reynir. Framboð sem urðu til í því skyni að fella sjálfstæðismeirihlutann í Kópavogi vildu frekar hlaupa í fangið á honum en standa við ákvarðanir sínar þegar þær urðu óþægilegar. Í öðru lagi að meirihluti bæjarstjórnar á aldrei að snúast um bæjarstjórann. Meirihluti verður til um verkefni og framtíðarsýn. Enginn embættismaður á að koma framar því að árangur náist í stefnumálum. Verkefnin eru á ábyrgð pólitískt kjörinna fulltrúa og náist ekki árangur með embættismanni verður að taka á því. Í þriðja lagi hvernig umfjöllunin er um konur og völd. Pólitískur bæjarstjóriVið í Samfylkingunni í Kópavogi töldum flest að árangursríkast væri að hafa pólitískan bæjarstjóra í nýjum meirihluta eftir síðustu kosningar. Niðurstaðan varð hins vegar að ráða bæjarstjóra. Margir voru þó efins um að ráða embættismann sem verið hafði hluti af stjórnkerfi bæjarins en það varð að ráði. Ég hef verið í aðstöðu til að fylgjast náið með framvindu mála í Kópavogi frá kosningum og hvaða vandamál hafa komið upp. Við Guðríður Arnardóttir sátum saman sl. sumar og ræddum stöðuna, m.a. þá skoðun sem oft kom upp innan Samfylkingar að við værum að taka afleiðingum þess að vera ekki með pólitískan bæjarstjóra. Hún sagði þá; „Ég stend með bæjarstjóranum og ætla að bakka hana upp eins og þarf. Ég mun þess vegna taka mér frí frá kennslu í vetur, vinna með henni og styrkja hana." Síðan meirihlutinn sprakk hefur því verið haldið fram að Guðríður hafi farið í þá vegferð til að grafa undan bæjarstjóranum. Það er lúaleg staðhæfing og þeir sem unnið hafa með Guðríði í meirihluta vita betur. Nú er Y-listinn sem varð til sem andsvar við fyrrverandi meirihluta kominn í eina sæng með honum og oddamaður er sá sami Gunnar Birgisson og þau veittust sem mest að. Bæjarstjórinn er pólitískur karl – oddviti Sjálfstæðisflokksins sem átti að koma frá völdum. Grafið undan sterkum konumÉg minnist umfjöllunar um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún var formaður Samfylkingar. Henni voru gerðar upp skoðanir og síðan veist harkalega að henni vegna þeirra. Menn óttuðust hana sem andstæðing og þá voru öll meðul notuð. Sama aðferð er nú notuð á Guðríði. Staðreyndir eru skrumskældar og teknar úr samhengi. Auðvitað treystir hún sér til að vera bæjarstjóri og teflir þeim möguleika fram við meirihlutamyndun. Hún er sterkur stjórnmálamaður. Eðlilega hlustar hún á sitt bakland. En þegar Guðríður hefur tekið ákvörðun stendur hún með henni. Þeir sem segja hana hafa viljað Guðrúnu Pálsdóttur frá til að koma sjálfri sér að vita svo miklu, miklu betur. Það er hinsvegar umhugsunarefni hvaða umfjöllun konur í stjórnmálaforystu fá samanborið við karlana, sérstaklega þegar kemur að völdum eða peningum. Munum að Steinunn Valdís var hrakin til að segja af sér meðan karlar sem þáðu sömu styrki og hún sitja sem fastast í sínum hlutverkum. Guðríður Arnardóttir er fyrirliði Samfylkingar í Kópavogi og það sem mestu máli skiptir núna er hvað hún nýtur mikils trausts samflokksmanna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Fróðlegt hefur verið að fylgjast með atburðarás og pólitískri umræðu síðan meirihlutinn í Kópavogi sprakk á dögunum. Og ekki síst hvernig menn matreiða ástæður upphlaups síns þegar í óefni er komið. Nokkur atriði standa upp úr. Í fyrsta lagi hversu kvik smáframboðin eru þegar á reynir. Framboð sem urðu til í því skyni að fella sjálfstæðismeirihlutann í Kópavogi vildu frekar hlaupa í fangið á honum en standa við ákvarðanir sínar þegar þær urðu óþægilegar. Í öðru lagi að meirihluti bæjarstjórnar á aldrei að snúast um bæjarstjórann. Meirihluti verður til um verkefni og framtíðarsýn. Enginn embættismaður á að koma framar því að árangur náist í stefnumálum. Verkefnin eru á ábyrgð pólitískt kjörinna fulltrúa og náist ekki árangur með embættismanni verður að taka á því. Í þriðja lagi hvernig umfjöllunin er um konur og völd. Pólitískur bæjarstjóriVið í Samfylkingunni í Kópavogi töldum flest að árangursríkast væri að hafa pólitískan bæjarstjóra í nýjum meirihluta eftir síðustu kosningar. Niðurstaðan varð hins vegar að ráða bæjarstjóra. Margir voru þó efins um að ráða embættismann sem verið hafði hluti af stjórnkerfi bæjarins en það varð að ráði. Ég hef verið í aðstöðu til að fylgjast náið með framvindu mála í Kópavogi frá kosningum og hvaða vandamál hafa komið upp. Við Guðríður Arnardóttir sátum saman sl. sumar og ræddum stöðuna, m.a. þá skoðun sem oft kom upp innan Samfylkingar að við værum að taka afleiðingum þess að vera ekki með pólitískan bæjarstjóra. Hún sagði þá; „Ég stend með bæjarstjóranum og ætla að bakka hana upp eins og þarf. Ég mun þess vegna taka mér frí frá kennslu í vetur, vinna með henni og styrkja hana." Síðan meirihlutinn sprakk hefur því verið haldið fram að Guðríður hafi farið í þá vegferð til að grafa undan bæjarstjóranum. Það er lúaleg staðhæfing og þeir sem unnið hafa með Guðríði í meirihluta vita betur. Nú er Y-listinn sem varð til sem andsvar við fyrrverandi meirihluta kominn í eina sæng með honum og oddamaður er sá sami Gunnar Birgisson og þau veittust sem mest að. Bæjarstjórinn er pólitískur karl – oddviti Sjálfstæðisflokksins sem átti að koma frá völdum. Grafið undan sterkum konumÉg minnist umfjöllunar um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún var formaður Samfylkingar. Henni voru gerðar upp skoðanir og síðan veist harkalega að henni vegna þeirra. Menn óttuðust hana sem andstæðing og þá voru öll meðul notuð. Sama aðferð er nú notuð á Guðríði. Staðreyndir eru skrumskældar og teknar úr samhengi. Auðvitað treystir hún sér til að vera bæjarstjóri og teflir þeim möguleika fram við meirihlutamyndun. Hún er sterkur stjórnmálamaður. Eðlilega hlustar hún á sitt bakland. En þegar Guðríður hefur tekið ákvörðun stendur hún með henni. Þeir sem segja hana hafa viljað Guðrúnu Pálsdóttur frá til að koma sjálfri sér að vita svo miklu, miklu betur. Það er hinsvegar umhugsunarefni hvaða umfjöllun konur í stjórnmálaforystu fá samanborið við karlana, sérstaklega þegar kemur að völdum eða peningum. Munum að Steinunn Valdís var hrakin til að segja af sér meðan karlar sem þáðu sömu styrki og hún sitja sem fastast í sínum hlutverkum. Guðríður Arnardóttir er fyrirliði Samfylkingar í Kópavogi og það sem mestu máli skiptir núna er hvað hún nýtur mikils trausts samflokksmanna sinna.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun