Guðríður nýtur mikils trausts 21. febrúar 2012 06:00 Fróðlegt hefur verið að fylgjast með atburðarás og pólitískri umræðu síðan meirihlutinn í Kópavogi sprakk á dögunum. Og ekki síst hvernig menn matreiða ástæður upphlaups síns þegar í óefni er komið. Nokkur atriði standa upp úr. Í fyrsta lagi hversu kvik smáframboðin eru þegar á reynir. Framboð sem urðu til í því skyni að fella sjálfstæðismeirihlutann í Kópavogi vildu frekar hlaupa í fangið á honum en standa við ákvarðanir sínar þegar þær urðu óþægilegar. Í öðru lagi að meirihluti bæjarstjórnar á aldrei að snúast um bæjarstjórann. Meirihluti verður til um verkefni og framtíðarsýn. Enginn embættismaður á að koma framar því að árangur náist í stefnumálum. Verkefnin eru á ábyrgð pólitískt kjörinna fulltrúa og náist ekki árangur með embættismanni verður að taka á því. Í þriðja lagi hvernig umfjöllunin er um konur og völd. Pólitískur bæjarstjóriVið í Samfylkingunni í Kópavogi töldum flest að árangursríkast væri að hafa pólitískan bæjarstjóra í nýjum meirihluta eftir síðustu kosningar. Niðurstaðan varð hins vegar að ráða bæjarstjóra. Margir voru þó efins um að ráða embættismann sem verið hafði hluti af stjórnkerfi bæjarins en það varð að ráði. Ég hef verið í aðstöðu til að fylgjast náið með framvindu mála í Kópavogi frá kosningum og hvaða vandamál hafa komið upp. Við Guðríður Arnardóttir sátum saman sl. sumar og ræddum stöðuna, m.a. þá skoðun sem oft kom upp innan Samfylkingar að við værum að taka afleiðingum þess að vera ekki með pólitískan bæjarstjóra. Hún sagði þá; „Ég stend með bæjarstjóranum og ætla að bakka hana upp eins og þarf. Ég mun þess vegna taka mér frí frá kennslu í vetur, vinna með henni og styrkja hana." Síðan meirihlutinn sprakk hefur því verið haldið fram að Guðríður hafi farið í þá vegferð til að grafa undan bæjarstjóranum. Það er lúaleg staðhæfing og þeir sem unnið hafa með Guðríði í meirihluta vita betur. Nú er Y-listinn sem varð til sem andsvar við fyrrverandi meirihluta kominn í eina sæng með honum og oddamaður er sá sami Gunnar Birgisson og þau veittust sem mest að. Bæjarstjórinn er pólitískur karl – oddviti Sjálfstæðisflokksins sem átti að koma frá völdum. Grafið undan sterkum konumÉg minnist umfjöllunar um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún var formaður Samfylkingar. Henni voru gerðar upp skoðanir og síðan veist harkalega að henni vegna þeirra. Menn óttuðust hana sem andstæðing og þá voru öll meðul notuð. Sama aðferð er nú notuð á Guðríði. Staðreyndir eru skrumskældar og teknar úr samhengi. Auðvitað treystir hún sér til að vera bæjarstjóri og teflir þeim möguleika fram við meirihlutamyndun. Hún er sterkur stjórnmálamaður. Eðlilega hlustar hún á sitt bakland. En þegar Guðríður hefur tekið ákvörðun stendur hún með henni. Þeir sem segja hana hafa viljað Guðrúnu Pálsdóttur frá til að koma sjálfri sér að vita svo miklu, miklu betur. Það er hinsvegar umhugsunarefni hvaða umfjöllun konur í stjórnmálaforystu fá samanborið við karlana, sérstaklega þegar kemur að völdum eða peningum. Munum að Steinunn Valdís var hrakin til að segja af sér meðan karlar sem þáðu sömu styrki og hún sitja sem fastast í sínum hlutverkum. Guðríður Arnardóttir er fyrirliði Samfylkingar í Kópavogi og það sem mestu máli skiptir núna er hvað hún nýtur mikils trausts samflokksmanna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fróðlegt hefur verið að fylgjast með atburðarás og pólitískri umræðu síðan meirihlutinn í Kópavogi sprakk á dögunum. Og ekki síst hvernig menn matreiða ástæður upphlaups síns þegar í óefni er komið. Nokkur atriði standa upp úr. Í fyrsta lagi hversu kvik smáframboðin eru þegar á reynir. Framboð sem urðu til í því skyni að fella sjálfstæðismeirihlutann í Kópavogi vildu frekar hlaupa í fangið á honum en standa við ákvarðanir sínar þegar þær urðu óþægilegar. Í öðru lagi að meirihluti bæjarstjórnar á aldrei að snúast um bæjarstjórann. Meirihluti verður til um verkefni og framtíðarsýn. Enginn embættismaður á að koma framar því að árangur náist í stefnumálum. Verkefnin eru á ábyrgð pólitískt kjörinna fulltrúa og náist ekki árangur með embættismanni verður að taka á því. Í þriðja lagi hvernig umfjöllunin er um konur og völd. Pólitískur bæjarstjóriVið í Samfylkingunni í Kópavogi töldum flest að árangursríkast væri að hafa pólitískan bæjarstjóra í nýjum meirihluta eftir síðustu kosningar. Niðurstaðan varð hins vegar að ráða bæjarstjóra. Margir voru þó efins um að ráða embættismann sem verið hafði hluti af stjórnkerfi bæjarins en það varð að ráði. Ég hef verið í aðstöðu til að fylgjast náið með framvindu mála í Kópavogi frá kosningum og hvaða vandamál hafa komið upp. Við Guðríður Arnardóttir sátum saman sl. sumar og ræddum stöðuna, m.a. þá skoðun sem oft kom upp innan Samfylkingar að við værum að taka afleiðingum þess að vera ekki með pólitískan bæjarstjóra. Hún sagði þá; „Ég stend með bæjarstjóranum og ætla að bakka hana upp eins og þarf. Ég mun þess vegna taka mér frí frá kennslu í vetur, vinna með henni og styrkja hana." Síðan meirihlutinn sprakk hefur því verið haldið fram að Guðríður hafi farið í þá vegferð til að grafa undan bæjarstjóranum. Það er lúaleg staðhæfing og þeir sem unnið hafa með Guðríði í meirihluta vita betur. Nú er Y-listinn sem varð til sem andsvar við fyrrverandi meirihluta kominn í eina sæng með honum og oddamaður er sá sami Gunnar Birgisson og þau veittust sem mest að. Bæjarstjórinn er pólitískur karl – oddviti Sjálfstæðisflokksins sem átti að koma frá völdum. Grafið undan sterkum konumÉg minnist umfjöllunar um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún var formaður Samfylkingar. Henni voru gerðar upp skoðanir og síðan veist harkalega að henni vegna þeirra. Menn óttuðust hana sem andstæðing og þá voru öll meðul notuð. Sama aðferð er nú notuð á Guðríði. Staðreyndir eru skrumskældar og teknar úr samhengi. Auðvitað treystir hún sér til að vera bæjarstjóri og teflir þeim möguleika fram við meirihlutamyndun. Hún er sterkur stjórnmálamaður. Eðlilega hlustar hún á sitt bakland. En þegar Guðríður hefur tekið ákvörðun stendur hún með henni. Þeir sem segja hana hafa viljað Guðrúnu Pálsdóttur frá til að koma sjálfri sér að vita svo miklu, miklu betur. Það er hinsvegar umhugsunarefni hvaða umfjöllun konur í stjórnmálaforystu fá samanborið við karlana, sérstaklega þegar kemur að völdum eða peningum. Munum að Steinunn Valdís var hrakin til að segja af sér meðan karlar sem þáðu sömu styrki og hún sitja sem fastast í sínum hlutverkum. Guðríður Arnardóttir er fyrirliði Samfylkingar í Kópavogi og það sem mestu máli skiptir núna er hvað hún nýtur mikils trausts samflokksmanna sinna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun