Hverjir mega stela? 21. febrúar 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Helga Jóhannesson hæstaréttarlögmann. Þar ræðir hann ástandið í samfélaginu og er mikið niðri fyrir sem skiljanlegt er. Hann byrjar á því að ræða hrunið en telur að það sem gerst hafi á eftir sé að valda samfélaginu mun meira tjóni en gjaldþrot nær allra fjármálastofnana landsins og fjölda fyrirtækja. Hann telur sem sé að réttarríkinu sé ógnað, annars vegar með skólpræsahernaði bloggara og DV og hins vegar með því að Alþingi sé orðin framleiðsluverksmiðja fyrir popúlistalöggjöf sem ali á fölskum vonum fólks og sé að gera út af við atvinnulífið. Þetta er meginefni fyrri hluta greinarinnar, seinni hlutinn verður ekki gerður að umræðuefni hér. Helsti gallinn við greinina í heild er að það er ekki heiglum hent að henda reiður á hvað höfundur á í raun og veru við, til dæmis með orðinu popúlistalöggjöf, að því leyti er greinin ámóta skýr og ýmsir úrskurðir hæstaréttar. Reynum nú að rýna í greinina og átta okkur á hvað hangir á spýtunni. Kjarninn í málflutningi höfundar virðist mér koma fram í annarri málsgreininni en þar segir hann að það sem hafi tapast í hruninu hafi bara verið peningar og enginn hafi orðið fyrir líkamlegu tjóni. Svo virðist því sem höfundur telji það ámælislaust að stela ef maður veldur ekki öðrum líkamlegu tjóni við verknaðinn. Í framhaldi af þessu verður ekki betur séð en popúlistalöggjöfin sem rætt er um séu lögin um sérstakan saksóknara og önnur lög og ráðstafanir sem sett hafa verið til að hafa hendur í hári þeirra sem rændu banka, fjármálastofnanir og jafnvel tryggingarfélög innan frá og sæta nú rannsóknum og fyrir vikið. Hvað það er við þessa löggjöf og ráðstafanir sem vekur falskar vonir hjá almenningi er heldur ekki ljóst en þó er hægt að ímynda sér að höfundur vonist til að annaðhvort sé hægt að fá sakborninga sýknaða með lagatæknibrellum eða að hrunflokkarnir komist til valda í næstu kosningum og dragi vígtennurnar úr sérstökum saksóknara. Hvernig höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að lög um sérstakan saksóknara séu að veita atvinnulífinu náðarhöggið er mér einnig hulin ráðgáta nema náttúrlega að hann telji að dómar yfir þeim sem nú sæta rannsóknum og ákæru komi í veg fyrir að þeir geti starfað við fjármálafyrirtæki í framtíðinni og valdi því óbætanlegu tjóni. Að lokum. Ef það sem kom fram hér að ofan er rétt útlegging á skilningi höfundar á þjófnaði er eðlilegt að spyrja hvort sá skilningur hans eigi við um alla, jafnt horaða búðarþjófa í hettupeysu sem stela samloku og banana úr 10/11, sem og sléttrakaða, velgreidda menn í teinóttum jakkafötum sem ræna banka innan frá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Helga Jóhannesson hæstaréttarlögmann. Þar ræðir hann ástandið í samfélaginu og er mikið niðri fyrir sem skiljanlegt er. Hann byrjar á því að ræða hrunið en telur að það sem gerst hafi á eftir sé að valda samfélaginu mun meira tjóni en gjaldþrot nær allra fjármálastofnana landsins og fjölda fyrirtækja. Hann telur sem sé að réttarríkinu sé ógnað, annars vegar með skólpræsahernaði bloggara og DV og hins vegar með því að Alþingi sé orðin framleiðsluverksmiðja fyrir popúlistalöggjöf sem ali á fölskum vonum fólks og sé að gera út af við atvinnulífið. Þetta er meginefni fyrri hluta greinarinnar, seinni hlutinn verður ekki gerður að umræðuefni hér. Helsti gallinn við greinina í heild er að það er ekki heiglum hent að henda reiður á hvað höfundur á í raun og veru við, til dæmis með orðinu popúlistalöggjöf, að því leyti er greinin ámóta skýr og ýmsir úrskurðir hæstaréttar. Reynum nú að rýna í greinina og átta okkur á hvað hangir á spýtunni. Kjarninn í málflutningi höfundar virðist mér koma fram í annarri málsgreininni en þar segir hann að það sem hafi tapast í hruninu hafi bara verið peningar og enginn hafi orðið fyrir líkamlegu tjóni. Svo virðist því sem höfundur telji það ámælislaust að stela ef maður veldur ekki öðrum líkamlegu tjóni við verknaðinn. Í framhaldi af þessu verður ekki betur séð en popúlistalöggjöfin sem rætt er um séu lögin um sérstakan saksóknara og önnur lög og ráðstafanir sem sett hafa verið til að hafa hendur í hári þeirra sem rændu banka, fjármálastofnanir og jafnvel tryggingarfélög innan frá og sæta nú rannsóknum og fyrir vikið. Hvað það er við þessa löggjöf og ráðstafanir sem vekur falskar vonir hjá almenningi er heldur ekki ljóst en þó er hægt að ímynda sér að höfundur vonist til að annaðhvort sé hægt að fá sakborninga sýknaða með lagatæknibrellum eða að hrunflokkarnir komist til valda í næstu kosningum og dragi vígtennurnar úr sérstökum saksóknara. Hvernig höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að lög um sérstakan saksóknara séu að veita atvinnulífinu náðarhöggið er mér einnig hulin ráðgáta nema náttúrlega að hann telji að dómar yfir þeim sem nú sæta rannsóknum og ákæru komi í veg fyrir að þeir geti starfað við fjármálafyrirtæki í framtíðinni og valdi því óbætanlegu tjóni. Að lokum. Ef það sem kom fram hér að ofan er rétt útlegging á skilningi höfundar á þjófnaði er eðlilegt að spyrja hvort sá skilningur hans eigi við um alla, jafnt horaða búðarþjófa í hettupeysu sem stela samloku og banana úr 10/11, sem og sléttrakaða, velgreidda menn í teinóttum jakkafötum sem ræna banka innan frá?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun