Vernd barna gegn kynferðislegum glæpum Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuráðinu benda rannsóknir til þess að eitt af hverjum fimm börnum verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi á æskuárum sínum. Hér er um að ræða svívirðilega glæpi sem hafa í för með sér líkamlegar og andlegar þjáningar fyrir börnin sem fyrir þeim verða. Afleiðingarnar eru öryggisleysi og skömm, sem því miður fylgir enn þolendum kynferðisbrota en ætti með réttu aðeins heima hjá þeim sem ofbeldinu beita. Brotin fela í sér grófustu tegund mannréttindabrota sem ekki má láta kyrr liggja. Sem betur fer hefur þagnarmúrinn kringum þessa glæpi hrunið smátt og smátt á síðustu áratugum. Það er þó ekki nóg að þolendur geti sagt frá, heldur verður samfélagið að vera vel vopnað í baráttunni gegn þessum hroðaverkum. Sögulegur samningurHlutur Íslands má ekki liggja eftir í að uppræta ofbeldi gegn börnum. Fyrir skömmu lögðum við því fram tillögu á Alþingi þar sem lagt var til að Íslendingar fullgiltu mikilvægan Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun og um leið frumvarp að lagabreytingum til að tryggja framkvæmd samningsins. Samningurinn, sem kenndur er við Lanzarote, var gerður árið 2007. Tilgangurinn með honum er þríþættur: Í fyrsta lagi er markmiðið að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum. Í öðru lagi að vernda réttindi barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Síðast en ekki síst er ætlunin að efla samstarf í baráttunni gegn kynferðislegum glæpum gegn börnum hjá hverri þjóð og á alþjóðavettvangi. Samningurinn er mjög yfirgripsmikill og markar tímamót. Með honum bindast ríki böndum í baráttunni gegn ofbeldi gegn börnum en sú barátta getur ekki verið bundin við landamæri. Ekki er þó einvörðungu kveðið á um hvaða háttsemi skuli teljast refsiverð heldur fjallar samningurinn einnig um forvarnir, stuðning fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og meðferð kynferðisbrotamanna. Ofbeldi um spjallrásirSamningurinn leggur þannig til leiðir til þess að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í hefðbundnum skilningi en einnig gegn barnavændi, barnaklámi og ferðaþjónustu sem beinist að kynferðislegri misnotkun barna. Hann skapar enn fremur grundvöll til að sporna við því þegar fullorðnir einstaklingar falast af ásettu ráði eftir börnum t.d. á spjallrásum í kynferðislegum tilgangi eða láta börn vísvitandi verða vitni að kynferðislegri misnotkun eða kynferðislegum athöfnum. Samningurinn er hinn fyrsti þar sem sett er fram krafa um að sett verði í refsilög ákvæði gegn misnotkun barna í ýmsum myndum, þ.m.t. þegar slík misnotkun á sér stað inni á heimili barns eða innan fjölskyldu þess. Hann leggur áherslu á forvarnir og að menn, sem óttast að þeir geti framið eitthvert þeirra brota sem lýst eru refsiverð samkvæmt samningnum, geti leitað sér aðstoðar til þess að koma í veg fyrir það. Sú skylda er lögð á herðar aðildarríkjanna að standa að vitundarvakningu um réttindi barna og hvað bendi til þess að barn geti verið þolandi ofbeldis. Jafnframt gerir hann ráð fyrir fræðslu fyrir börnin sjálf. Refsilögsaga nær til útlandaSamningurinn hefur enn fremur að geyma ákvæði varðandi nýja tegund ofbeldis eins og kynferðislega misneytingu og misnotkun barna fyrir tilstilli upplýsinga- og samskiptatækni en því hafa aðrir alþjóðasamningar ekki tekið á. Hann tekur einnig á framsækinn hátt á því ógnvænlega vandamáli sem ferðaþjónusta tengd misnotkun barna er með því að kveða á um að hver samningsaðili skuli fella undir refsilögsögu sína öll brot sem framin eru erlendis af ríkisborgara hans, eða einstaklingi sem hefur fasta búsetu á yfirráðasvæði hans – jafnvel þótt brotið sé ekki refsivert samkvæmt lögum þess ríkis þar sem brotið er framið. Það er mjög brýnt að lagarammi ríkja sé þannig gerður að hann veiti börnum eins ríka vernd og hugsanlega er unnt. Í því tilliti getur alþjóðasamstarf haft veigamikil áhrif. Samningurinn sem hér um ræðir sker upp herör gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og íslensk stjórnvöld láta ekki sitt eftir liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuráðinu benda rannsóknir til þess að eitt af hverjum fimm börnum verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi á æskuárum sínum. Hér er um að ræða svívirðilega glæpi sem hafa í för með sér líkamlegar og andlegar þjáningar fyrir börnin sem fyrir þeim verða. Afleiðingarnar eru öryggisleysi og skömm, sem því miður fylgir enn þolendum kynferðisbrota en ætti með réttu aðeins heima hjá þeim sem ofbeldinu beita. Brotin fela í sér grófustu tegund mannréttindabrota sem ekki má láta kyrr liggja. Sem betur fer hefur þagnarmúrinn kringum þessa glæpi hrunið smátt og smátt á síðustu áratugum. Það er þó ekki nóg að þolendur geti sagt frá, heldur verður samfélagið að vera vel vopnað í baráttunni gegn þessum hroðaverkum. Sögulegur samningurHlutur Íslands má ekki liggja eftir í að uppræta ofbeldi gegn börnum. Fyrir skömmu lögðum við því fram tillögu á Alþingi þar sem lagt var til að Íslendingar fullgiltu mikilvægan Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun og um leið frumvarp að lagabreytingum til að tryggja framkvæmd samningsins. Samningurinn, sem kenndur er við Lanzarote, var gerður árið 2007. Tilgangurinn með honum er þríþættur: Í fyrsta lagi er markmiðið að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum. Í öðru lagi að vernda réttindi barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Síðast en ekki síst er ætlunin að efla samstarf í baráttunni gegn kynferðislegum glæpum gegn börnum hjá hverri þjóð og á alþjóðavettvangi. Samningurinn er mjög yfirgripsmikill og markar tímamót. Með honum bindast ríki böndum í baráttunni gegn ofbeldi gegn börnum en sú barátta getur ekki verið bundin við landamæri. Ekki er þó einvörðungu kveðið á um hvaða háttsemi skuli teljast refsiverð heldur fjallar samningurinn einnig um forvarnir, stuðning fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og meðferð kynferðisbrotamanna. Ofbeldi um spjallrásirSamningurinn leggur þannig til leiðir til þess að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í hefðbundnum skilningi en einnig gegn barnavændi, barnaklámi og ferðaþjónustu sem beinist að kynferðislegri misnotkun barna. Hann skapar enn fremur grundvöll til að sporna við því þegar fullorðnir einstaklingar falast af ásettu ráði eftir börnum t.d. á spjallrásum í kynferðislegum tilgangi eða láta börn vísvitandi verða vitni að kynferðislegri misnotkun eða kynferðislegum athöfnum. Samningurinn er hinn fyrsti þar sem sett er fram krafa um að sett verði í refsilög ákvæði gegn misnotkun barna í ýmsum myndum, þ.m.t. þegar slík misnotkun á sér stað inni á heimili barns eða innan fjölskyldu þess. Hann leggur áherslu á forvarnir og að menn, sem óttast að þeir geti framið eitthvert þeirra brota sem lýst eru refsiverð samkvæmt samningnum, geti leitað sér aðstoðar til þess að koma í veg fyrir það. Sú skylda er lögð á herðar aðildarríkjanna að standa að vitundarvakningu um réttindi barna og hvað bendi til þess að barn geti verið þolandi ofbeldis. Jafnframt gerir hann ráð fyrir fræðslu fyrir börnin sjálf. Refsilögsaga nær til útlandaSamningurinn hefur enn fremur að geyma ákvæði varðandi nýja tegund ofbeldis eins og kynferðislega misneytingu og misnotkun barna fyrir tilstilli upplýsinga- og samskiptatækni en því hafa aðrir alþjóðasamningar ekki tekið á. Hann tekur einnig á framsækinn hátt á því ógnvænlega vandamáli sem ferðaþjónusta tengd misnotkun barna er með því að kveða á um að hver samningsaðili skuli fella undir refsilögsögu sína öll brot sem framin eru erlendis af ríkisborgara hans, eða einstaklingi sem hefur fasta búsetu á yfirráðasvæði hans – jafnvel þótt brotið sé ekki refsivert samkvæmt lögum þess ríkis þar sem brotið er framið. Það er mjög brýnt að lagarammi ríkja sé þannig gerður að hann veiti börnum eins ríka vernd og hugsanlega er unnt. Í því tilliti getur alþjóðasamstarf haft veigamikil áhrif. Samningurinn sem hér um ræðir sker upp herör gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og íslensk stjórnvöld láta ekki sitt eftir liggja.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun