Stefnir í tugmilljarðatap Seðlabanka vegna FIH 11. febrúar 2012 09:00 Seljendalánið er vistað inni í Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ), dótturfélagi Seðlabankans. Már Guðmundsson er stjórnarformaður ESÍ. Fréttablaðið/Anton Brink FIH hefur afskrifað 48 milljarða síðan Seðlabankinn seldi hann. Virði hlutar í Pandoru fór úr 22,7 milljörðum í 4,6 milljarða. Hvort tveggja hefur afar neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabankinn veitti FIH. Hinn danski FIH Erhversbank tilkynnti í fyrradag að hann hefði tapað 25,7 milljörðum króna á árinu 2011. Tap bankans er nánast einvörðungu vegna niðurfærslu á óbeinni eign hans í skartgripaframleiðandanum Pandoru og vegna afskrifta lána. Þetta kemur fram í ársreikningi FIH sem var gerður opinber á miðvikudag. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti FIH haustið 2010. Þegar Seðlabankinn seldi 99,89% hlut í FIH 18. september 2010 var söluandvirðið sagt 5 milljarðar danskra króna. 1,9 milljarðar danskra króna (39 milljarðar króna) voru staðgreiddir. Auk þess veitti Seðlabankinn nýjum eigendum, FIH Holding, seljendalán upp á 3,1 milljarð danskra króna. Virði þess á gengi dagsins í dag er 67,6 milljarðar íslenskra króna. Lánið á að greiðast í árslok 2014, höfuðstóll þess er bundinn við danska neysluvísitölu og það ber ekki vexti. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér við söluna kom þó fram að seljendalánið yrði „leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóði kemur til hækkunar“. Frá miðju ári 2010 hefur FIH bankinn afskrifað um 48 milljarða íslenskra króna eða sem samsvarar rúmlega 70% af upphaflegu virði seljendaláns Seðlabankans. Þar af voru 21,6 milljarðar afskrifaðir á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum dragast þær afskriftir sem átt hafa sér stað vegna eigna sem voru á efnahagsreikningi FIH um mitt ár 2010 frá seljendaláninu. Bankinn leggur þó áherslu á að það er ekki á gjalddaga fyrr en í lok árs 2014. Þá lækkaði virði Axcel III sjóðsins, sem á 57,4% í Pandoru, úr 22,7 milljörðum króna í 4,6 milljarða króna á síðasta ári. Virðisrýrnunina má nánast einvörðungu rekja til hruns á hlutabréfaverði Pandoru. Virði bréfanna var 336 danskar krónur á hlut í byrjun árs 2011 en 53 danskar krónur á hlut í lok þess. Virðisrýrnunin nemur því 18,1 milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gert ráð fyrir því í kaupsamningi Seðlabankans og nýrra eigenda FIH að hagnaður bankans af Axcel III sjóðnum yrði á bilinu 15,3-32,7 milljarðar króna (700-1.500 milljónir danskra króna). Til að það verð sem Seðlabankinn gaf upp við söluna á FIH gangi upp þarf hagnaður FIH vegna sjóðsins að verða um 26 milljarðar króna (1,2 milljarðar danskra króna), eða mjög nálægt efri mörkunum. Heildarvirði Axcel III sjóðsins um síðustu áramót var tæplega fimmtungur af þeirri upphæð. Hlutabréf í Pandoru hafa hækkað nokkuð það sem af er ári en miðað við gengi þeirra í gær er heildarvirði hlutar Axcel III sjóðsins í félaginu enn einungis tæplega helmingur af neðri mörkunum sem tilgreind voru í samkomulaginu, eða um sjö milljarðar króna. thordur@frettabladid.is Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
FIH hefur afskrifað 48 milljarða síðan Seðlabankinn seldi hann. Virði hlutar í Pandoru fór úr 22,7 milljörðum í 4,6 milljarða. Hvort tveggja hefur afar neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabankinn veitti FIH. Hinn danski FIH Erhversbank tilkynnti í fyrradag að hann hefði tapað 25,7 milljörðum króna á árinu 2011. Tap bankans er nánast einvörðungu vegna niðurfærslu á óbeinni eign hans í skartgripaframleiðandanum Pandoru og vegna afskrifta lána. Þetta kemur fram í ársreikningi FIH sem var gerður opinber á miðvikudag. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti FIH haustið 2010. Þegar Seðlabankinn seldi 99,89% hlut í FIH 18. september 2010 var söluandvirðið sagt 5 milljarðar danskra króna. 1,9 milljarðar danskra króna (39 milljarðar króna) voru staðgreiddir. Auk þess veitti Seðlabankinn nýjum eigendum, FIH Holding, seljendalán upp á 3,1 milljarð danskra króna. Virði þess á gengi dagsins í dag er 67,6 milljarðar íslenskra króna. Lánið á að greiðast í árslok 2014, höfuðstóll þess er bundinn við danska neysluvísitölu og það ber ekki vexti. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér við söluna kom þó fram að seljendalánið yrði „leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóði kemur til hækkunar“. Frá miðju ári 2010 hefur FIH bankinn afskrifað um 48 milljarða íslenskra króna eða sem samsvarar rúmlega 70% af upphaflegu virði seljendaláns Seðlabankans. Þar af voru 21,6 milljarðar afskrifaðir á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum dragast þær afskriftir sem átt hafa sér stað vegna eigna sem voru á efnahagsreikningi FIH um mitt ár 2010 frá seljendaláninu. Bankinn leggur þó áherslu á að það er ekki á gjalddaga fyrr en í lok árs 2014. Þá lækkaði virði Axcel III sjóðsins, sem á 57,4% í Pandoru, úr 22,7 milljörðum króna í 4,6 milljarða króna á síðasta ári. Virðisrýrnunina má nánast einvörðungu rekja til hruns á hlutabréfaverði Pandoru. Virði bréfanna var 336 danskar krónur á hlut í byrjun árs 2011 en 53 danskar krónur á hlut í lok þess. Virðisrýrnunin nemur því 18,1 milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gert ráð fyrir því í kaupsamningi Seðlabankans og nýrra eigenda FIH að hagnaður bankans af Axcel III sjóðnum yrði á bilinu 15,3-32,7 milljarðar króna (700-1.500 milljónir danskra króna). Til að það verð sem Seðlabankinn gaf upp við söluna á FIH gangi upp þarf hagnaður FIH vegna sjóðsins að verða um 26 milljarðar króna (1,2 milljarðar danskra króna), eða mjög nálægt efri mörkunum. Heildarvirði Axcel III sjóðsins um síðustu áramót var tæplega fimmtungur af þeirri upphæð. Hlutabréf í Pandoru hafa hækkað nokkuð það sem af er ári en miðað við gengi þeirra í gær er heildarvirði hlutar Axcel III sjóðsins í félaginu enn einungis tæplega helmingur af neðri mörkunum sem tilgreind voru í samkomulaginu, eða um sjö milljarðar króna. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira