Bláar myndir 28. janúar 2012 06:00 Blár ís fyrir stráka: bannaður stelpum, bleikur ís fyrir stelpur: bannaður strákum. Einhverjum ofbauð og er ekki að undra. Markaðsfólk fyrirtækja hefur ýmislegt á samviskunni, svo ekki sé meira sagt. Gargandi snilldin reynist oft hróplegt bull. Viðbrögð við eðlilegri viðleitni fólks til að forða matvælum frá afkáralegu kynjamisréttinu voru upp og ofan, ef marka má netmiðla. Í það heila verður að undra sig á afturförinni í umræðu um jafnrétti kynjanna síðustu misseri og ár. Það er furðulegt að geta jafnvel talað um andstæðinga jafnréttis. Eftir talsvert basl tókst okkur nokkurn veginn að losna við forpokuð kynjahlutverk ættuð úr trúarbrögðum, því afkomendur Adams og Evu þekktu sinn stað, en ekki tók betra við þegar þróunarkenningunni var beitt og nú megum við minnast karla á veiðum og kvenna við elda. Velkomin til ársins 2012. Kynin eru svo ólík! Gott og vel. Það verða alltaf einhverjir sem einblína á æxlunina og greina alla heilastarfsemi, hæfileika og tilfinningar út frá henni. En viljum við virkilega ýta svona gróflega undir það sem er ólíkt og greina kynin æ meir í sundur? Er það þróun í rétta átt? Hver er sá alvitri dómari sem ætlar að draga línuna á réttum stað? Er það kannski Markaðsguðinn sem hlær við gulltönn? Eiga skilin að vera svona skörp? Er ekki rúm fyrir einstaklinga af öllum toga, allt rófið? Þrátt fyrir lög og reglur sem ættu að tryggja strákum og stelpum jafnrétti erum við stödd á skrípaöld kynhlutverkanna. Það nægir að horfa til hrollvekjandi notkunar á sílikoni og sterum. Þvílík örvænting! Hvaða sjúkdómur í samfélagi okkar kallar á svona skurðaðgerðir og lyfjaneyslu? Að því er virðist búum við enn við samfélagsgerð þar sem börn og ungmenni eru kúguð af kynhlutverkum sínum, verða fyrir aðkasti, þora ekki, vilja ekki vera þau sjálf vegna þess að kynið skapar þeim örlög langt út fyrir æxlunarhlutverkið. Fyrir einstaklinginn er það þyngra en tárum taki. Fyrir þjóðfélagið er það sóun. Fyrir skömmu stóð hópur rithöfunda að ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið: Alvara málsins – bókaþjóð í ólestri. Þar var fjallað um vaxandi ólæsi barna og unglinga. Það var troðfullt út úr dyrum og gríðargóðar undirtektir áheyrenda við fjölbreyttum erindum fræðimanna og rithöfunda. Í kjölfarið hafa rithöfundarnir sem stóðu að ráðstefnunni fengið erindi og ábendingar um margt það sem tengist bóklestri barna og unglinga. Þar á meðal ýmislegt sem tengist áberandi slakri útkomu drengja í lestri. Þó fræðimenn bendi á þá einföldu staðreynd að fyrirmyndirnar verði að standa sig; karlar verði að lesa, ekki síst heima, fyrir sig og með sínum, þá skal það ekki bregðast að einhver beinir athyglinni að skökkum kynjahlutföllum meðal kennara, bókasafnskennara og höfunda barnabóka. Það veit ég að á þeim bæjum standa dyr körlum opnar upp á gátt. Komi þeir fagnandi. En þeir eru kannski bara úti að veiða. Þá eru það bækurnar. Það er ekki skrifað nóg fyrir stráka. En nóg fyrir stelpur, býst ég við. Er virkilega ekki ein bók í öllu flóðinu sem drengir geta lesið? Því margir lesa ekki eina einustu bók. Hvers vegna er í sívaxandi mæli talað um bækur fyrir stráka og bækur fyrir stelpur? Hvers vegna stía kynjunum enn meira í sundur með bókmenntunum líka? Og hvers vegna geta stelpur lesið um stráka en strákar ekki um stelpur? Þrátt fyrir stjarnfræðilegar og söluvænar kenningar um kynin verð ég að minna á að við búum á plánetunni Jörð. Saman. Þar sem ég var stödd í verslun á dögunum var mér starsýnt á mynddiska handa börnum. Tveir litir, röð diska með safni hreyfimynda: Bleik hulstur merkt skýrum stöfum STELPUR annars vegar og blá hulstur merkt STRÁKAR hins vegar. Og innihaldið? Barnaefnið um Línu langsokk og Smáfólkið var greinilega ekki ætlað strákum. Og Pósturinn Páll og Bubbi byggir er ekkert stelpuefni. Er Lína virkilega ekki líka fyrir stráka? Byggja stelpur ekki? Kunna útgefendur ekki að skammast sín? Karlar: Rísið nú upp þar sem þið kúrið við eldinn! Lesið með strákunum ykkar sögurnar um Línu langsokk og aðrar frábærar heimsbókmenntir. Svíkjum ekki börnin okkar, förum saman bæði kynin á veiðar í heimi bókanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Blár ís fyrir stráka: bannaður stelpum, bleikur ís fyrir stelpur: bannaður strákum. Einhverjum ofbauð og er ekki að undra. Markaðsfólk fyrirtækja hefur ýmislegt á samviskunni, svo ekki sé meira sagt. Gargandi snilldin reynist oft hróplegt bull. Viðbrögð við eðlilegri viðleitni fólks til að forða matvælum frá afkáralegu kynjamisréttinu voru upp og ofan, ef marka má netmiðla. Í það heila verður að undra sig á afturförinni í umræðu um jafnrétti kynjanna síðustu misseri og ár. Það er furðulegt að geta jafnvel talað um andstæðinga jafnréttis. Eftir talsvert basl tókst okkur nokkurn veginn að losna við forpokuð kynjahlutverk ættuð úr trúarbrögðum, því afkomendur Adams og Evu þekktu sinn stað, en ekki tók betra við þegar þróunarkenningunni var beitt og nú megum við minnast karla á veiðum og kvenna við elda. Velkomin til ársins 2012. Kynin eru svo ólík! Gott og vel. Það verða alltaf einhverjir sem einblína á æxlunina og greina alla heilastarfsemi, hæfileika og tilfinningar út frá henni. En viljum við virkilega ýta svona gróflega undir það sem er ólíkt og greina kynin æ meir í sundur? Er það þróun í rétta átt? Hver er sá alvitri dómari sem ætlar að draga línuna á réttum stað? Er það kannski Markaðsguðinn sem hlær við gulltönn? Eiga skilin að vera svona skörp? Er ekki rúm fyrir einstaklinga af öllum toga, allt rófið? Þrátt fyrir lög og reglur sem ættu að tryggja strákum og stelpum jafnrétti erum við stödd á skrípaöld kynhlutverkanna. Það nægir að horfa til hrollvekjandi notkunar á sílikoni og sterum. Þvílík örvænting! Hvaða sjúkdómur í samfélagi okkar kallar á svona skurðaðgerðir og lyfjaneyslu? Að því er virðist búum við enn við samfélagsgerð þar sem börn og ungmenni eru kúguð af kynhlutverkum sínum, verða fyrir aðkasti, þora ekki, vilja ekki vera þau sjálf vegna þess að kynið skapar þeim örlög langt út fyrir æxlunarhlutverkið. Fyrir einstaklinginn er það þyngra en tárum taki. Fyrir þjóðfélagið er það sóun. Fyrir skömmu stóð hópur rithöfunda að ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið: Alvara málsins – bókaþjóð í ólestri. Þar var fjallað um vaxandi ólæsi barna og unglinga. Það var troðfullt út úr dyrum og gríðargóðar undirtektir áheyrenda við fjölbreyttum erindum fræðimanna og rithöfunda. Í kjölfarið hafa rithöfundarnir sem stóðu að ráðstefnunni fengið erindi og ábendingar um margt það sem tengist bóklestri barna og unglinga. Þar á meðal ýmislegt sem tengist áberandi slakri útkomu drengja í lestri. Þó fræðimenn bendi á þá einföldu staðreynd að fyrirmyndirnar verði að standa sig; karlar verði að lesa, ekki síst heima, fyrir sig og með sínum, þá skal það ekki bregðast að einhver beinir athyglinni að skökkum kynjahlutföllum meðal kennara, bókasafnskennara og höfunda barnabóka. Það veit ég að á þeim bæjum standa dyr körlum opnar upp á gátt. Komi þeir fagnandi. En þeir eru kannski bara úti að veiða. Þá eru það bækurnar. Það er ekki skrifað nóg fyrir stráka. En nóg fyrir stelpur, býst ég við. Er virkilega ekki ein bók í öllu flóðinu sem drengir geta lesið? Því margir lesa ekki eina einustu bók. Hvers vegna er í sívaxandi mæli talað um bækur fyrir stráka og bækur fyrir stelpur? Hvers vegna stía kynjunum enn meira í sundur með bókmenntunum líka? Og hvers vegna geta stelpur lesið um stráka en strákar ekki um stelpur? Þrátt fyrir stjarnfræðilegar og söluvænar kenningar um kynin verð ég að minna á að við búum á plánetunni Jörð. Saman. Þar sem ég var stödd í verslun á dögunum var mér starsýnt á mynddiska handa börnum. Tveir litir, röð diska með safni hreyfimynda: Bleik hulstur merkt skýrum stöfum STELPUR annars vegar og blá hulstur merkt STRÁKAR hins vegar. Og innihaldið? Barnaefnið um Línu langsokk og Smáfólkið var greinilega ekki ætlað strákum. Og Pósturinn Páll og Bubbi byggir er ekkert stelpuefni. Er Lína virkilega ekki líka fyrir stráka? Byggja stelpur ekki? Kunna útgefendur ekki að skammast sín? Karlar: Rísið nú upp þar sem þið kúrið við eldinn! Lesið með strákunum ykkar sögurnar um Línu langsokk og aðrar frábærar heimsbókmenntir. Svíkjum ekki börnin okkar, förum saman bæði kynin á veiðar í heimi bókanna.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun