Kafteinn Evrópa og þjóðernishyggjan Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 25. janúar 2012 06:00 Það er freistandi fyrir óvandaða stjórnmálamenn, fræðimenn og aðra sem telja sig þurfa að koma óorði á pólitíska andstæðinga að kenna þá við þjóðernisöfgar. Þetta bragð er þekkt í ríkjum þar sem Evrópuaðild er rædd, þ.e. að talsmenn ESB-aðildar reyna að mála andstæðinga sína upp sem þjóðernisöfgamenn. Til stuðnings þessu eru tínd til ýmis alvanaleg atriði eins og notkun íslenska fánans, sýningar á þjóðaríþróttinni og það að talað sé um tækifæri Íslands í framtíðinni á jákvæðan hátt. Í kjölfarið koma svo samlíkingar við fasisma og þjóðernisáróður þýskra nasista, sem í næstu setningu er svo minnt á að sé einmitt það sem ESB var upphaflega stofnað til að sporna gegn. Þannig gefur rökfærslan í skyn að þeir sem séu á móti ESB séu með þjóðernisöfgum og áróðri. Hið þjóðernissinnaða EvrópusambandÞetta eru auðvitað þægileg og hentug stóryrði, sérstaklega nú þegar óhamingju ESB-sinna verður allt að vopni í skuldakreppunni í Evrópu og óvissunni um framtíð ESB. En sannleikurinn er allt annar. Í örvæntingu sinni gleyma þeir hversu mikla þjóðernistilburði Evrópusambandið sýnir sjálft. Evrópusambandið sýnir nefnilega mikla tilburði til að koma fram sem þjóðríki og gengur í raun miklu lengra en t.d. nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur við að koma inn þjóðernishugsun hjá íbúum sambandsins og vonbiðlum þess. Ýmis dæmi má nefna um þetta. ESB-sinnar segja t.d. að notkun íslenska fánans sé merki um þjóðernisöfgar ESB-andstæðinga. Í því sambandi má benda á að ESB leggur mikla áherslu á hinn bláa, stjörnum prýdda fána sinn. Fáninn er mikið notaður í ESB-ríkjunum, í raun mun meira en íslenski fáninn er notaður á Íslandi, t.d. er honum flaggað allt árið við stjórnarbyggingar í mörgum ríkjum og er t.d. notaður á númeraplötur bíla. Ekki er langt síðan kommissararnir í Brussel vildu að íþróttamenn allra ESB-landanna bæru stjörnufánann á búningum sínum, en sú tillaga hefur reyndar farið öfugt ofan í aðildarríkin. ESB hefur auk þess sinn eigin „þjóðhátíðardag" og eigin „þjóðsöng". Allt eru þetta hefbundin þjóðernistákn sem ESB heldur óspart á lofti til að innprenta þegnum sambandsins þá hugsun að þeir séu þegnar hins yfirþjóðlega Evrópuríkis. Ein þjóð í einu ríki. Fyrir utan þessi augljósu merki um þjóðernishugsun ESB (sem eru vissulega kaldhæðnisleg í ljósi uppruna sambandsins) eru ótaldir hinir gríðarlegu fjármunir sem Evrópusambandið veitir ár hvert til verkefna sem uppfylla markmiðið um að innræta íbúum álfunnar hugsjónina um hið sameinaða Evrópuríki. Nærtækasta dæmið eru aðlögunarstyrkirnir sem ESB veitir Íslandi, sem skýrt er kveðið á um að skuli vera jákvætt sýnilegir í íslensku samfélagi. Önnur dæmi eru t.d. að ESB greiðir 5% af framleiðslukostnaði sjónvarpsefnis með „Evrópu-jákvætt" innihald, fræðimenn fá greitt fyrir fyrirlestra sína ef innihaldið sýnir sjónarmið ESB og fríblöðum sem fjalla um ágæti ESB er dreift á milljónir heimila í aðildarríkjunum árlega. Það er því leitun að nokkru þjóðríki sem í dag ver jafn miklum fjárhæðum til „þjóðernisáróðurs" og Evrópusambandið. Kafteinn Evrópa og krakkarnirÞó er nú líklega lengst gengið gagnvart börnunum. Eins og áróðursmeistarar fyrri áratuga veit Evrópusambandið að lykillinn að árangri er að ala upp hugsjónafólk frá unga aldri. Sambandið eyðir mikilli orku og fjármunum í útgáfu á kynningarnámsefni um ESB sem dreift er frítt í aðildarlöndunum, allt frá Evrópulitabókum fyrir leikskóla upp í glansbæklinga sem dásama samvinnu ESB-ríkjanna fyrir eldri börn. Þá er ótalið fyrirbærið „Captain Euro", eða Kafteinn Evrópa, (www.captaineuro.com) teiknuð ofurhetja sem í nafni „Tólfstjörnu-stofnunarinnar" berst gegn óréttlæti og glæpamönnum sem vilja sundra Evrópu. Er 21. öldin gengur í garð breytist heimurinn hraðar en nokkru sinni fyrr. Gamalt skipulag hverfur og nýtt tekur við en því fylgir óvissa um framtíðina. Í þessu umhverfi stöðugra breytinga hefur Evrópusambandið, samband velmegunar og nýsköpunar, komið fram sem risaveldi á heimsvísu. Tólfstjörnu stofnunin var sett á laggirnar til að verja öryggi Evrópu og verja markmið sambandsins… þar sem einn hugrakkur maður heldur eilífri árvekni, KAFTEINN EVRÓPA, evrópska ofurhetjan!" Ef það að flagga íslenska fánanum er talið vera þjóðernisöfgar, hvað myndu ESB-sinnar þá segja um það ef „Kafteinn Ísland" kæmi fram á svipuðum forsendum og þarna? Það er staðreynd að draumaland ESB-sinna er eitt skýrasta dæmi sem þekkist í dag um þjóðernisáróður. Það að ekki er um þjóðríki að ræða heldur samband þjóðríkja gerir áróðurinn ekkert betri eða öðruvísi, heldur gerir hann bara öflugari og lævísari gagnvart börnum á mótunaraldri. Kafteinn Evrópa er lýsandi dæmi um lævísan áróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er freistandi fyrir óvandaða stjórnmálamenn, fræðimenn og aðra sem telja sig þurfa að koma óorði á pólitíska andstæðinga að kenna þá við þjóðernisöfgar. Þetta bragð er þekkt í ríkjum þar sem Evrópuaðild er rædd, þ.e. að talsmenn ESB-aðildar reyna að mála andstæðinga sína upp sem þjóðernisöfgamenn. Til stuðnings þessu eru tínd til ýmis alvanaleg atriði eins og notkun íslenska fánans, sýningar á þjóðaríþróttinni og það að talað sé um tækifæri Íslands í framtíðinni á jákvæðan hátt. Í kjölfarið koma svo samlíkingar við fasisma og þjóðernisáróður þýskra nasista, sem í næstu setningu er svo minnt á að sé einmitt það sem ESB var upphaflega stofnað til að sporna gegn. Þannig gefur rökfærslan í skyn að þeir sem séu á móti ESB séu með þjóðernisöfgum og áróðri. Hið þjóðernissinnaða EvrópusambandÞetta eru auðvitað þægileg og hentug stóryrði, sérstaklega nú þegar óhamingju ESB-sinna verður allt að vopni í skuldakreppunni í Evrópu og óvissunni um framtíð ESB. En sannleikurinn er allt annar. Í örvæntingu sinni gleyma þeir hversu mikla þjóðernistilburði Evrópusambandið sýnir sjálft. Evrópusambandið sýnir nefnilega mikla tilburði til að koma fram sem þjóðríki og gengur í raun miklu lengra en t.d. nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur við að koma inn þjóðernishugsun hjá íbúum sambandsins og vonbiðlum þess. Ýmis dæmi má nefna um þetta. ESB-sinnar segja t.d. að notkun íslenska fánans sé merki um þjóðernisöfgar ESB-andstæðinga. Í því sambandi má benda á að ESB leggur mikla áherslu á hinn bláa, stjörnum prýdda fána sinn. Fáninn er mikið notaður í ESB-ríkjunum, í raun mun meira en íslenski fáninn er notaður á Íslandi, t.d. er honum flaggað allt árið við stjórnarbyggingar í mörgum ríkjum og er t.d. notaður á númeraplötur bíla. Ekki er langt síðan kommissararnir í Brussel vildu að íþróttamenn allra ESB-landanna bæru stjörnufánann á búningum sínum, en sú tillaga hefur reyndar farið öfugt ofan í aðildarríkin. ESB hefur auk þess sinn eigin „þjóðhátíðardag" og eigin „þjóðsöng". Allt eru þetta hefbundin þjóðernistákn sem ESB heldur óspart á lofti til að innprenta þegnum sambandsins þá hugsun að þeir séu þegnar hins yfirþjóðlega Evrópuríkis. Ein þjóð í einu ríki. Fyrir utan þessi augljósu merki um þjóðernishugsun ESB (sem eru vissulega kaldhæðnisleg í ljósi uppruna sambandsins) eru ótaldir hinir gríðarlegu fjármunir sem Evrópusambandið veitir ár hvert til verkefna sem uppfylla markmiðið um að innræta íbúum álfunnar hugsjónina um hið sameinaða Evrópuríki. Nærtækasta dæmið eru aðlögunarstyrkirnir sem ESB veitir Íslandi, sem skýrt er kveðið á um að skuli vera jákvætt sýnilegir í íslensku samfélagi. Önnur dæmi eru t.d. að ESB greiðir 5% af framleiðslukostnaði sjónvarpsefnis með „Evrópu-jákvætt" innihald, fræðimenn fá greitt fyrir fyrirlestra sína ef innihaldið sýnir sjónarmið ESB og fríblöðum sem fjalla um ágæti ESB er dreift á milljónir heimila í aðildarríkjunum árlega. Það er því leitun að nokkru þjóðríki sem í dag ver jafn miklum fjárhæðum til „þjóðernisáróðurs" og Evrópusambandið. Kafteinn Evrópa og krakkarnirÞó er nú líklega lengst gengið gagnvart börnunum. Eins og áróðursmeistarar fyrri áratuga veit Evrópusambandið að lykillinn að árangri er að ala upp hugsjónafólk frá unga aldri. Sambandið eyðir mikilli orku og fjármunum í útgáfu á kynningarnámsefni um ESB sem dreift er frítt í aðildarlöndunum, allt frá Evrópulitabókum fyrir leikskóla upp í glansbæklinga sem dásama samvinnu ESB-ríkjanna fyrir eldri börn. Þá er ótalið fyrirbærið „Captain Euro", eða Kafteinn Evrópa, (www.captaineuro.com) teiknuð ofurhetja sem í nafni „Tólfstjörnu-stofnunarinnar" berst gegn óréttlæti og glæpamönnum sem vilja sundra Evrópu. Er 21. öldin gengur í garð breytist heimurinn hraðar en nokkru sinni fyrr. Gamalt skipulag hverfur og nýtt tekur við en því fylgir óvissa um framtíðina. Í þessu umhverfi stöðugra breytinga hefur Evrópusambandið, samband velmegunar og nýsköpunar, komið fram sem risaveldi á heimsvísu. Tólfstjörnu stofnunin var sett á laggirnar til að verja öryggi Evrópu og verja markmið sambandsins… þar sem einn hugrakkur maður heldur eilífri árvekni, KAFTEINN EVRÓPA, evrópska ofurhetjan!" Ef það að flagga íslenska fánanum er talið vera þjóðernisöfgar, hvað myndu ESB-sinnar þá segja um það ef „Kafteinn Ísland" kæmi fram á svipuðum forsendum og þarna? Það er staðreynd að draumaland ESB-sinna er eitt skýrasta dæmi sem þekkist í dag um þjóðernisáróður. Það að ekki er um þjóðríki að ræða heldur samband þjóðríkja gerir áróðurinn ekkert betri eða öðruvísi, heldur gerir hann bara öflugari og lævísari gagnvart börnum á mótunaraldri. Kafteinn Evrópa er lýsandi dæmi um lævísan áróður.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun