Þjarkað áfram um skuldir Grikklands 25. janúar 2012 01:30 Á fundi í Brussel Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, á fundi með fjármálaráðherrum Evrópusambandsins í Brussel. Francois Baroin og Margrethe Vestager, fjármálaráðherrar Frakklands og Danmerkur, skiptast einnig á orðum. fréttablaðið/AP Á mánudagskvöld höfnuðu fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hugmyndum bankanna um niðurfellingu helmings skulda gríska ríkisins gegn lengri lánum, sem eigi að bera fjögur prósent vexti. Gríska stjórnin segist ekki geta greitt hærri vexti en 3,5 prósent og evruríkin taka undir það. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sömuleiðis tekið undir þetta. „Grikkland og bankarnir verða að gera betur en þetta til að ná sjálfbæru skuldastigi," segir Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Ekki verði hægt að veita Grikkjum frekari aðstoð nema samkomulag takist um lægri vexti. Samningaviðræður við bankana munu því halda áfram, en vonast er til að samkomulag takist á allra næstu dögum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á fjárlögum í Grikklandi sýna nýjar tölur að ríkisskuldirnar eru nú hærri en þær voru árið 2010. Á mánudaginn gerði gríska stjórnin svo alvöru úr hótunum sínum um að birta opinberlega nöfn þeirra, sem skulda stórfé í skatt. Á listanum eru rúmlega fjögur þúsund nöfn, þar á meðal nöfn þekktra söngvara, skemmtikrafta og viðskiptamanna. Sumir þeirra sitja reyndar í fangelsi, en samtals skuldar þessi hópur 15 milljarða evra í skatt. Á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í gær var svo ákveðið að hraða stofnun varanlegs neyðarsjóðs fyrir evruríkin. Samþykkt var að hann hefji starfsemi 1. júlí, ári fyrr en áður hefur verið talað um, og fái til umráða 500 milljarða evra, sem hægt verði að nota til að hjálpa evruríkjum sem rata í alvarlegan skuldavanda. Í mars ætla leiðtogar evruríkjanna síðan að endurmeta hvort sú upphæð, sem sjóðurinn hefur til afnota, dugi gagnvart þeim miklu erfiðleikum sem evrusvæðið hefur verið í. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í nýrri skýrslu um stöðugleika efnahagsmála að vandi evrusvæðisins geti á þessu ári stefnt efnahagslífi víðar í heiminum í verulega hættu. Í ræðu sem Christiane Lagarde, yfirmaður sjóðsins, hélt í Þýskalandi á mánudag skaut hún föstum skotum að leiðtogum evruríkjanna, og þá ekki síst Angelu Merkel Þýskalandskanslara, fyrir að hafa á síðasta ári tekið sér alltof langan tíma til að finna raunhæfar lausnir á vanda evrusvæðisins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Á mánudagskvöld höfnuðu fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hugmyndum bankanna um niðurfellingu helmings skulda gríska ríkisins gegn lengri lánum, sem eigi að bera fjögur prósent vexti. Gríska stjórnin segist ekki geta greitt hærri vexti en 3,5 prósent og evruríkin taka undir það. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sömuleiðis tekið undir þetta. „Grikkland og bankarnir verða að gera betur en þetta til að ná sjálfbæru skuldastigi," segir Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Ekki verði hægt að veita Grikkjum frekari aðstoð nema samkomulag takist um lægri vexti. Samningaviðræður við bankana munu því halda áfram, en vonast er til að samkomulag takist á allra næstu dögum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á fjárlögum í Grikklandi sýna nýjar tölur að ríkisskuldirnar eru nú hærri en þær voru árið 2010. Á mánudaginn gerði gríska stjórnin svo alvöru úr hótunum sínum um að birta opinberlega nöfn þeirra, sem skulda stórfé í skatt. Á listanum eru rúmlega fjögur þúsund nöfn, þar á meðal nöfn þekktra söngvara, skemmtikrafta og viðskiptamanna. Sumir þeirra sitja reyndar í fangelsi, en samtals skuldar þessi hópur 15 milljarða evra í skatt. Á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í gær var svo ákveðið að hraða stofnun varanlegs neyðarsjóðs fyrir evruríkin. Samþykkt var að hann hefji starfsemi 1. júlí, ári fyrr en áður hefur verið talað um, og fái til umráða 500 milljarða evra, sem hægt verði að nota til að hjálpa evruríkjum sem rata í alvarlegan skuldavanda. Í mars ætla leiðtogar evruríkjanna síðan að endurmeta hvort sú upphæð, sem sjóðurinn hefur til afnota, dugi gagnvart þeim miklu erfiðleikum sem evrusvæðið hefur verið í. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í nýrri skýrslu um stöðugleika efnahagsmála að vandi evrusvæðisins geti á þessu ári stefnt efnahagslífi víðar í heiminum í verulega hættu. Í ræðu sem Christiane Lagarde, yfirmaður sjóðsins, hélt í Þýskalandi á mánudag skaut hún föstum skotum að leiðtogum evruríkjanna, og þá ekki síst Angelu Merkel Þýskalandskanslara, fyrir að hafa á síðasta ári tekið sér alltof langan tíma til að finna raunhæfar lausnir á vanda evrusvæðisins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira