Spítalinn okkar allra Anna Stefánsdóttir og Gyða Baldursdóttir skrifar 24. janúar 2012 06:00 Er fyrirhuguð stækkun Landspítala gæluverkefni karla í lególeik? Það má lesa úr skrifum Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, sem skrifar grein í Fréttablaðið þann 17. janúar sl. undir yfirskriftinni: „Háskólaþorpið í Vatnsmýrinni." Þar ræðir hann áform um stækkun Landspítala. Guðni finnur það verkefninu einna helst til foráttu að það sé gæluverk karla og hefur að hluta til eftir Guðjóni Baldurssyni lækni sem nýverið líkti stækkun spítalans við leik barna með kubba. Ekkert er hins vegar fjær sanni hvað snertir það mikilvæga mál, sem stækkun Landspítala er. Guðni gerir því skóna að ráðdeildarsömum konum dytti ekki í hug að leggja út í framkvæmdir sem þessar. Þetta eru athyglisverð ummæli hjá fyrrum þingmanninum, enda minnast þess flestir að konur hafa í gegnum tíðina átt myndarlegan þátt í byggingu spítala hér á landi og frumkvæði að mörgum framkvæmdum í sjúkrahúsmálum. Landspítali tók til starfa 1930. Bygging hans hafði átt þó nokkurn aðdraganda og þá voru menn ekki fremur en nú sammála um bygginguna. Þá voru það konur sem voru í fararbroddi og börðust fyrir því af miklum dugnaði að spítalinn yrði byggður. Áformin um stækkun Landspítala nú hafa frá því að verkefnið komst á skrið, fyrir um áratug, bæði verið á hendi karla og kvenna. Það er skiljanlegt, enda er stækkun spítalans þjóðþrifamál og mun gagnast öllum landsmönnum sem þangað gætu þurft að sækja þjónustu, burtséð frá því hvort það eru börn, ungt fólk, fólk á miðjum aldri, eða eldra fólk, en sá þjóðfélagshópur mun fara ört stækkandi á komandi árum. Sú bygging sem fyrirhugað er að reisa nú er því fráleitt lególeikur stórra stráka. Hún er þvert á móti nauðsynleg til að: 1) Auka öryggi og bæta aðbúnað sjúklinga. 2) Klára sameiningu spítalanna í Reykjavík, flytja starfsemina í Fossvogi á Hringbraut og ná fram þeirri hagræðingu sem í því felst. 3) Efla kennslu nemenda í heilbrigðisgreinum og aðstöðu til rannsókna. 4) Bæta starfsaðstöðu. Guðni nefnir í grein sinni að forsendur séu brostnar og spyr hvort ekki þurfi að endurskoða þær. Þarna vísar hann væntanlega til breyttra aðstæðna eftir efnahagshrun. Hér má enn minna á að forsendur frá því fyrir hrun hafa þegar verið endurskoðaðar. Árið 2005 var farið í samkeppni um nýjan spítala og þá var í bígerð að byggja mun stærri byggingu en nú eru áform um. Áætlanir voru m.ö.o. endurskoðaðar eftir hrun og ný samkeppni á nýjum forsendum fór fram 2010. Nú er í 1. áfanga áætlað að byggja meðferðarkjarna sem hýsir bráðamóttöku, myndgreiningardeild, skurðstofur, gjörgæslu, þræðingastofur og legudeildir. Þessar einingar verða að standa saman í einu húsi því hver og ein getur ekki án hinnar verið. Þá á einnig að byggja hús fyrir rannsóknarstofur spítalans og Blóðbanka og sjúkrahótel. Háskólinn áformar síðan að byggja húsnæði fyrir kennslu í heilbrigðisgreinum. Farið hefur verið vandlega yfir stærð húsa með ráðgjöfum, notendum og hönnuðum og hófsemi gætt í hvívetna. Samkvæmt ákvörðun Alþingis er nú unnið að frumhönnun þessara bygginga. Þegar henni er lokið verða áformin aftur borin undir Alþingi og þá fá kjörnir fulltrúar landsins tækifæri til að endurmeta stöðuna og ákveða hvað gera skuli. Hvort þessar byggingar og þær sem á eftir koma kallist þorp eða ekki þá verður spítali fráleitt byggður upp í mörgum litlum húsum. Í okkar litla landi er heldur hvorki raunhæft né skynsamlegt að hafa á mörgum stöðum ýmsa þá starfsemi sem Landspítali sinnir, eins og nú er má þar m.a. nefna kransæðaþræðingar og víkkanir, geislameðferð krabbameina o.s.frv. Sjúkrahús á landsbyggðinni, t.d. sjúkrahúsið á Akureyri, verða þó eftir sem áður mikilvægur hlekkur í heilbrigðisþjónustu landans. Hvers vegna ætti að leggja þann ágæta spítala af þótt bæta þurfi húsakost Landspítala? Guðni segir í grein sinni að honum sýnist að „verið sé að hanna einn stóran „LANDSPÍTALA ALLRA LANDSMANNA"". Rifja má upp með fyrrum alþingismanninum að í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 2007 segir m.a.: „Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Hann veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins." Það voru einmitt Guðni og hans samstarfsmenn á þingi sem ákváðu það og settu í lög að Landspítali skyldi vera spítali allra landsmanna. Það eru eflaust fáir Íslendingar sem ekki hafa beint eða óbeint reynslu af starfi Landspítala og svo mun verða í framtíðinni. Þar er unnið mikið metnaðarfullt starf oft við erfiðar aðstæður. Bygging nýs Landspítala er að okkar mati brýnt verkefni. Ný bygging mun bæta þjónustu sjúklinga og auka öryggi þeirra um leið og hagkvæmni eykst og spítalinn verður aðlaðandi og eftirsóttur vinnustaður. Þannig verður áfram til í landinu þjóðarspítali, spítali allra landsmanna sem þeir geta verið stoltir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir "Háskólasjúkraþorpið í Vatnsmýrinni“ Fyrst menn deila nú um Vaðlaheiðargöng sem alltof dýra framkvæmd eða Hólmsheiðartugthús, hvað með Landspítalaháskólasjúkrahús? Ein framkvæmdin kostar 2 milljarða, önnur 10 milljarða, sú þriðja 50 – til 100 milljarða? 17. janúar 2012 06:00 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Er fyrirhuguð stækkun Landspítala gæluverkefni karla í lególeik? Það má lesa úr skrifum Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, sem skrifar grein í Fréttablaðið þann 17. janúar sl. undir yfirskriftinni: „Háskólaþorpið í Vatnsmýrinni." Þar ræðir hann áform um stækkun Landspítala. Guðni finnur það verkefninu einna helst til foráttu að það sé gæluverk karla og hefur að hluta til eftir Guðjóni Baldurssyni lækni sem nýverið líkti stækkun spítalans við leik barna með kubba. Ekkert er hins vegar fjær sanni hvað snertir það mikilvæga mál, sem stækkun Landspítala er. Guðni gerir því skóna að ráðdeildarsömum konum dytti ekki í hug að leggja út í framkvæmdir sem þessar. Þetta eru athyglisverð ummæli hjá fyrrum þingmanninum, enda minnast þess flestir að konur hafa í gegnum tíðina átt myndarlegan þátt í byggingu spítala hér á landi og frumkvæði að mörgum framkvæmdum í sjúkrahúsmálum. Landspítali tók til starfa 1930. Bygging hans hafði átt þó nokkurn aðdraganda og þá voru menn ekki fremur en nú sammála um bygginguna. Þá voru það konur sem voru í fararbroddi og börðust fyrir því af miklum dugnaði að spítalinn yrði byggður. Áformin um stækkun Landspítala nú hafa frá því að verkefnið komst á skrið, fyrir um áratug, bæði verið á hendi karla og kvenna. Það er skiljanlegt, enda er stækkun spítalans þjóðþrifamál og mun gagnast öllum landsmönnum sem þangað gætu þurft að sækja þjónustu, burtséð frá því hvort það eru börn, ungt fólk, fólk á miðjum aldri, eða eldra fólk, en sá þjóðfélagshópur mun fara ört stækkandi á komandi árum. Sú bygging sem fyrirhugað er að reisa nú er því fráleitt lególeikur stórra stráka. Hún er þvert á móti nauðsynleg til að: 1) Auka öryggi og bæta aðbúnað sjúklinga. 2) Klára sameiningu spítalanna í Reykjavík, flytja starfsemina í Fossvogi á Hringbraut og ná fram þeirri hagræðingu sem í því felst. 3) Efla kennslu nemenda í heilbrigðisgreinum og aðstöðu til rannsókna. 4) Bæta starfsaðstöðu. Guðni nefnir í grein sinni að forsendur séu brostnar og spyr hvort ekki þurfi að endurskoða þær. Þarna vísar hann væntanlega til breyttra aðstæðna eftir efnahagshrun. Hér má enn minna á að forsendur frá því fyrir hrun hafa þegar verið endurskoðaðar. Árið 2005 var farið í samkeppni um nýjan spítala og þá var í bígerð að byggja mun stærri byggingu en nú eru áform um. Áætlanir voru m.ö.o. endurskoðaðar eftir hrun og ný samkeppni á nýjum forsendum fór fram 2010. Nú er í 1. áfanga áætlað að byggja meðferðarkjarna sem hýsir bráðamóttöku, myndgreiningardeild, skurðstofur, gjörgæslu, þræðingastofur og legudeildir. Þessar einingar verða að standa saman í einu húsi því hver og ein getur ekki án hinnar verið. Þá á einnig að byggja hús fyrir rannsóknarstofur spítalans og Blóðbanka og sjúkrahótel. Háskólinn áformar síðan að byggja húsnæði fyrir kennslu í heilbrigðisgreinum. Farið hefur verið vandlega yfir stærð húsa með ráðgjöfum, notendum og hönnuðum og hófsemi gætt í hvívetna. Samkvæmt ákvörðun Alþingis er nú unnið að frumhönnun þessara bygginga. Þegar henni er lokið verða áformin aftur borin undir Alþingi og þá fá kjörnir fulltrúar landsins tækifæri til að endurmeta stöðuna og ákveða hvað gera skuli. Hvort þessar byggingar og þær sem á eftir koma kallist þorp eða ekki þá verður spítali fráleitt byggður upp í mörgum litlum húsum. Í okkar litla landi er heldur hvorki raunhæft né skynsamlegt að hafa á mörgum stöðum ýmsa þá starfsemi sem Landspítali sinnir, eins og nú er má þar m.a. nefna kransæðaþræðingar og víkkanir, geislameðferð krabbameina o.s.frv. Sjúkrahús á landsbyggðinni, t.d. sjúkrahúsið á Akureyri, verða þó eftir sem áður mikilvægur hlekkur í heilbrigðisþjónustu landans. Hvers vegna ætti að leggja þann ágæta spítala af þótt bæta þurfi húsakost Landspítala? Guðni segir í grein sinni að honum sýnist að „verið sé að hanna einn stóran „LANDSPÍTALA ALLRA LANDSMANNA"". Rifja má upp með fyrrum alþingismanninum að í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 2007 segir m.a.: „Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Hann veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins." Það voru einmitt Guðni og hans samstarfsmenn á þingi sem ákváðu það og settu í lög að Landspítali skyldi vera spítali allra landsmanna. Það eru eflaust fáir Íslendingar sem ekki hafa beint eða óbeint reynslu af starfi Landspítala og svo mun verða í framtíðinni. Þar er unnið mikið metnaðarfullt starf oft við erfiðar aðstæður. Bygging nýs Landspítala er að okkar mati brýnt verkefni. Ný bygging mun bæta þjónustu sjúklinga og auka öryggi þeirra um leið og hagkvæmni eykst og spítalinn verður aðlaðandi og eftirsóttur vinnustaður. Þannig verður áfram til í landinu þjóðarspítali, spítali allra landsmanna sem þeir geta verið stoltir af.
"Háskólasjúkraþorpið í Vatnsmýrinni“ Fyrst menn deila nú um Vaðlaheiðargöng sem alltof dýra framkvæmd eða Hólmsheiðartugthús, hvað með Landspítalaháskólasjúkrahús? Ein framkvæmdin kostar 2 milljarða, önnur 10 milljarða, sú þriðja 50 – til 100 milljarða? 17. janúar 2012 06:00
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun