Lokun öldrunardeildar á Akranesi Ásmundur Einar Daðason skrifar 20. janúar 2012 06:00 Þrátt fyrir glímuna við ríkisfjármálin lengir marga eftir forgangsröðun í þágu velferðar líkt og lofað var í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Á sama tíma og fjárveitingar til margra málaflokka aukast þá eru minnkandi framlög til heilbrigðisþjónustu mikið áhyggjuefni. Síðastliðinn fimmtudag stóð Sjúkraliðafélags Íslands fyrir fundi á Akranesi vegna fyrirhugaðrar lokunar E-deildar sjúkrahússins á Akranesi. Þegar þessar tillögur voru fyrst kynntar þá óskaði ég eftir fundi með forstöðumönnum Heilbrigðissstofnunar Vesturlands (HVE) og í framhaldinu átti ég góðan fund með starfsfólki og trúnaðarmanni starfsfólks á E-deildinni. Að loknum þessum fundum setti ég mig í samband við heilsugæslulækna á starfssvæði HVE, einstaklinga og aðstandendur margra sem hafa notið góðrar þjónustu á E-deildinni. Mikilvægi deildarinnar og framtíðarsýn HVEÞeir eru ófáir sem hafa nýtt sér þjónustu E-deildar sjúkrahússins á Akranesi en á síðasta ári þjónustaði deildin 105 einstaklinga. Þarna er um að ræða aldraða einstaklinga víðs vegar af Vesturlandi sem komið hafa í endurhæfingu, hvíldarinnlagnir og skamm- og langtímainnlagnir. Endurhæfing og hvíldarinnlagnir gera einstaklingum mögulegt að búa lengur heima með lægri tilkostnaði fyrir samfélagið. Skamm- og langtímainnlagnir eru yfirleitt vegna þess að einstaklingar hafa ekki fengið vistunarmat eða bíða þess að hjúkrunarrými losni. Í framtíðarsýn HVE fyrir árin 2011-2013, sem gefin var út 1. júní 2011, kemur fram að eitt af hlutverkum stofnunarinnar sé að sinna öldrunarþjónustu þar sem slík þjónusta sé ekki veitt af sveitarfélögum eða öðrum. Undir þessa framtíðarsýn ritar núverandi velferðarráðherra og því spyrja margir sig hvað hafi breyst á sex mánuðum. Þeir sem til þekkja segja ógerlegt að veita þessa þjónustu á öðrum deildum og þjónustuskerðing og aukinn kostnaður verði óumflýjanlegur. Er ekki ástæða til að endurskoða ákvörðunina?Hvernig má það vera að hægt sé að loka heilli deild og segja upp 30 manns án þess að það bitni á þjónustu? Ef málum er þannig háttað, af hverju var ekki löngu búið að loka þessari deild? Af hverju hafa læknar á starfssvæði stofnunarinnar miklar áhyggjur af stöðu mála? Af hverju segir starfsfólk sjúkrahússins ómögulegt að bæta þessum verkefnum á aðrar deildir? Hvað verður um einstaklinga sem bíða eftir því að komast að? Í framhaldi af fundinum á Akranesi þá hef ég óskað eftir sérstakri utandagskrárumræðu um þetta mál á Alþingi enda mikilvægt, ætli menn ekki að draga þessar tillögur til baka, að áhrifin liggi fyrir áður en lengra er haldið. Flestum sem hafa kynnt sér þetta mál er ljóst að þrátt fyrir fögur orð þá mun ekkert koma í stað öldrunardeildar sjúkrahússins á Akranesi. Áhrifanna mun gæta á öllu Vesturlandi og til lengri tíma mun þetta líklega hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð. Ef einhvern tíma er mikilvægt að snúa bökum saman þá er það þegar vegið er að heilbrigðisþjónustu. Einn þingmaður eins og ég stöðvar ekki þessar breytingar og því verða allir að standa saman og sýna velferðarráðherra stuðning í því að endurskoða ákvörðun um lokun öldrunardeildar á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir glímuna við ríkisfjármálin lengir marga eftir forgangsröðun í þágu velferðar líkt og lofað var í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Á sama tíma og fjárveitingar til margra málaflokka aukast þá eru minnkandi framlög til heilbrigðisþjónustu mikið áhyggjuefni. Síðastliðinn fimmtudag stóð Sjúkraliðafélags Íslands fyrir fundi á Akranesi vegna fyrirhugaðrar lokunar E-deildar sjúkrahússins á Akranesi. Þegar þessar tillögur voru fyrst kynntar þá óskaði ég eftir fundi með forstöðumönnum Heilbrigðissstofnunar Vesturlands (HVE) og í framhaldinu átti ég góðan fund með starfsfólki og trúnaðarmanni starfsfólks á E-deildinni. Að loknum þessum fundum setti ég mig í samband við heilsugæslulækna á starfssvæði HVE, einstaklinga og aðstandendur margra sem hafa notið góðrar þjónustu á E-deildinni. Mikilvægi deildarinnar og framtíðarsýn HVEÞeir eru ófáir sem hafa nýtt sér þjónustu E-deildar sjúkrahússins á Akranesi en á síðasta ári þjónustaði deildin 105 einstaklinga. Þarna er um að ræða aldraða einstaklinga víðs vegar af Vesturlandi sem komið hafa í endurhæfingu, hvíldarinnlagnir og skamm- og langtímainnlagnir. Endurhæfing og hvíldarinnlagnir gera einstaklingum mögulegt að búa lengur heima með lægri tilkostnaði fyrir samfélagið. Skamm- og langtímainnlagnir eru yfirleitt vegna þess að einstaklingar hafa ekki fengið vistunarmat eða bíða þess að hjúkrunarrými losni. Í framtíðarsýn HVE fyrir árin 2011-2013, sem gefin var út 1. júní 2011, kemur fram að eitt af hlutverkum stofnunarinnar sé að sinna öldrunarþjónustu þar sem slík þjónusta sé ekki veitt af sveitarfélögum eða öðrum. Undir þessa framtíðarsýn ritar núverandi velferðarráðherra og því spyrja margir sig hvað hafi breyst á sex mánuðum. Þeir sem til þekkja segja ógerlegt að veita þessa þjónustu á öðrum deildum og þjónustuskerðing og aukinn kostnaður verði óumflýjanlegur. Er ekki ástæða til að endurskoða ákvörðunina?Hvernig má það vera að hægt sé að loka heilli deild og segja upp 30 manns án þess að það bitni á þjónustu? Ef málum er þannig háttað, af hverju var ekki löngu búið að loka þessari deild? Af hverju hafa læknar á starfssvæði stofnunarinnar miklar áhyggjur af stöðu mála? Af hverju segir starfsfólk sjúkrahússins ómögulegt að bæta þessum verkefnum á aðrar deildir? Hvað verður um einstaklinga sem bíða eftir því að komast að? Í framhaldi af fundinum á Akranesi þá hef ég óskað eftir sérstakri utandagskrárumræðu um þetta mál á Alþingi enda mikilvægt, ætli menn ekki að draga þessar tillögur til baka, að áhrifin liggi fyrir áður en lengra er haldið. Flestum sem hafa kynnt sér þetta mál er ljóst að þrátt fyrir fögur orð þá mun ekkert koma í stað öldrunardeildar sjúkrahússins á Akranesi. Áhrifanna mun gæta á öllu Vesturlandi og til lengri tíma mun þetta líklega hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð. Ef einhvern tíma er mikilvægt að snúa bökum saman þá er það þegar vegið er að heilbrigðisþjónustu. Einn þingmaður eins og ég stöðvar ekki þessar breytingar og því verða allir að standa saman og sýna velferðarráðherra stuðning í því að endurskoða ákvörðun um lokun öldrunardeildar á Akranesi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun