

Á grundvelli skynsemi og upplýsinga
Svo rifjuð sé upp staðan eins og ég lýsti henni í Fréttablaðinu þegar tillögur starfshópsins lágu fyrir, sýna mælingar að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Auk þess hefur verið viðvarandi brestur hjá lundastofninum í nokkur ár, en á síðasta ári varð algjört hrun í lundavarpi á stórum hluta landsins.
Löggjöf okkar er nú með þeim hætti að ekki er unnt að ákveða veiðistjórnun eftir því sem staða þessara fuglastofna gefur tilefni til. Hlunnindaveiði er þar undanskilin þótt hún geti verið allt að 70% af heildarveiðinni. Mikilvægt er að hafa hugfast að markmið (villidýra?)laganna er ekki einungis að mynda ramma utan um skipulag veiða, heldur fyrst og fremst að tryggja viðgang og náttúrulega fjölbreytni villtra dýrastofna. Þegar svo háttar að nýliðun er nánast engin og hrun er í einstaka stofnum á landsvísu verður að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Annað væri ábyrgðarleysi.
Yfirvöldum á Íslandi er heldur ekki frjálst að stýra veiðum á dýrategundum algjörlega eftir eigin höfði. Okkur ber samkvæmt alþjóðlegum samningum skylda til að standa sérstaklega vörð um þá stofna sem eru hlutfallslega stórir á Íslandi. Við höfum þar hlutverki að gegna gagnvart stofnunum í heild, lífríkinu og komandi kynslóðum.
Tillögur meirihluta starfshópsins snúast ekki um stöðu fuglastofnanna í einstökum fuglabjörgum, tilteknum landsvæðum eða á stuttu árabili. Tillögurnar byggja á viðvarandi neikvæðri þróun í stofnunum, þróun sem okkur ber skylda að bregðast við.
Frelsi fólks til að stunda skynsamlegar veiðar eða að síga í fuglabjörg er ekki mikils virði, ef fuglarnir hverfa. Ábyrg nýting á gæðum landsins felur stundum í sér verndun. Þar eigum við öll samleið, á grundvelli skynsemi, yfirvegunar og upplýsinga. Bæði umhverfisyfirvöld, Fuglavernd, Bændasamtökin og Skotvís.
Skoðun

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Hrafn H. Dungal skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Guðrún Hafsteins er leiðtogi
Eiður Welding skrifar

Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf
Hópur iðnaðarmanna skrifar

Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur
Kristín María Thoroddsen skrifar

Herleysið er okkar vörn
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar

Raddir, kyn og kassar
Linda Björk Markúsardóttir skrifar

Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun
Helga Gísladóttir skrifar

Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Rödd friðar á móti sterkum her
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar