Val á Íþróttamanni ársins Magnús Árni Magnússon skrifar 10. janúar 2012 06:00 Í fyrstu viku hvers árs er vaninn að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi kynni val sitt á Íþróttamanni ársins sem liðið er í beinni útsendingu ljósvakamiðla, en samtökin hafa staðið að þessu vali allt frá árinu 1956. Þetta er hátíðleg og glæsileg stund eins og vera ber og þeir sem hnossið hljóta eru að vanda hrærðir og glaðir og sumir íþróttamenn líta jafnvel á þessa viðurkenningu sem þá stærstu sem þeir hljóta á ferlinum. Þessi verðlaun eru í hugum margra ígildi þess að íslenska þjóðin heiðri sinn fremsta afreksmann hverju sinni. Í ár varð knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson fyrir valinu og er hann vel að verðlaununum kominn eftir langan og glæstan feril sem virðist vera að springa út öllum að óvörum um þessar mundir. Hamingjuóskir til hans. Nú ku hafa verið óvenju spennandi kosning um íþróttamann ársins og margir nýir kallaðir, sem munu án efa hljóta hnossið einhver næstu ár. Þessar spennandi kosningar draga athyglina að því hverjir það eru sem fara með atkvæðisréttinn í þessu mikilvæga vali og þegar það er skoðað á vefsíðu samtakanna má segja að hrollur hríslist niður bakið. Samkvæmt reglugerð um kjör á Íþróttamanni ársins sem finna má á vefsíðu samtakanna eru það fullgildir meðlimir í samtökunum sem eru atkvæðisbærir í þessu kjöri. Samkvæmt vefsíðu samtakanna eru þeir 22. Þeir eru allir karlar. Ég endurtek, ef upplýsingarnar á vefsíðunni eru réttar er hver einn og einasti þeirra sem kjósa um íþróttamann ársins karlkyns. Nú spyr maður er ekki árið 2012, en ekki 1912? Nú verður það að segjast að Samtök íþróttafréttamanna eru að sönnu afar lítil samtök og kannski myndu einhverjir segja að athyglin sem þessi verðlaun fá sé út úr öllu korti miðað við að félagarnir í samtökunum eru samkvæmt áðurnefndri vefsíðu einungis þessir 22 karlar. En verðlaunin hafa sannarlega unnið sér sess í hjörtum þjóðarinnar og vekja athygli á okkar fremsta afreksfólki á hverjum tíma og skapa með því jákvæðar fyrirmyndir í íþróttastarfi. Hafi samtökin þökk fyrir það. Hins vegar er það auðvitað svo að í þeim glæsilega hópi sem hefur hlotið verðlaunin frá árinu 1956 er hægt að telja konurnar á fingrum annarar handar (ýkjulaust). Maður spyr sig hvort það standi í sambandi við það að afrekskonurnar okkar séu svona miklu lélegri í íþróttum en karlarnir, eða hvort þessi fáránlega einsleiti hópur sem atkvæði greiðir í vali á Íþróttamanni ársins ráði þar einhverju um. Eða hvort það sé eitthvað annað og ef svo er þá dettur mér ekkert í hug. Maður getur ímyndað sér að þátttaka í vali á Íþróttamanni ársins sé hápunktur starfsins hjá þessum 22 félagsmönnum í Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi og að þeim sé því sárt um að breyta þeim aðferðum sem beitt er við valið svo það endurspegli einnig sjónarmið hins kynsins á íþróttirnar (hver veit, kannski er það annað!). Það mætti t.a.m. leyfa almenningi að taka þátt með símakosningu, gera skoðanakönnun, eða gera átak í því að fá þær glæsilegu konur sem fjalla oftsinnis um íþróttir í fjölmiðlum til að skrá sig í félagið. Eitt er víst. Svona getur þetta ekki haldið áfram, því þessi stórundarlegi kynjahalli (ef halla skyldi kalla) kastar óþarfri rýrð á þessi virtu verðlaun, sem eru fyrir löngu orðin e.k. þjóðareign. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu viku hvers árs er vaninn að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi kynni val sitt á Íþróttamanni ársins sem liðið er í beinni útsendingu ljósvakamiðla, en samtökin hafa staðið að þessu vali allt frá árinu 1956. Þetta er hátíðleg og glæsileg stund eins og vera ber og þeir sem hnossið hljóta eru að vanda hrærðir og glaðir og sumir íþróttamenn líta jafnvel á þessa viðurkenningu sem þá stærstu sem þeir hljóta á ferlinum. Þessi verðlaun eru í hugum margra ígildi þess að íslenska þjóðin heiðri sinn fremsta afreksmann hverju sinni. Í ár varð knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson fyrir valinu og er hann vel að verðlaununum kominn eftir langan og glæstan feril sem virðist vera að springa út öllum að óvörum um þessar mundir. Hamingjuóskir til hans. Nú ku hafa verið óvenju spennandi kosning um íþróttamann ársins og margir nýir kallaðir, sem munu án efa hljóta hnossið einhver næstu ár. Þessar spennandi kosningar draga athyglina að því hverjir það eru sem fara með atkvæðisréttinn í þessu mikilvæga vali og þegar það er skoðað á vefsíðu samtakanna má segja að hrollur hríslist niður bakið. Samkvæmt reglugerð um kjör á Íþróttamanni ársins sem finna má á vefsíðu samtakanna eru það fullgildir meðlimir í samtökunum sem eru atkvæðisbærir í þessu kjöri. Samkvæmt vefsíðu samtakanna eru þeir 22. Þeir eru allir karlar. Ég endurtek, ef upplýsingarnar á vefsíðunni eru réttar er hver einn og einasti þeirra sem kjósa um íþróttamann ársins karlkyns. Nú spyr maður er ekki árið 2012, en ekki 1912? Nú verður það að segjast að Samtök íþróttafréttamanna eru að sönnu afar lítil samtök og kannski myndu einhverjir segja að athyglin sem þessi verðlaun fá sé út úr öllu korti miðað við að félagarnir í samtökunum eru samkvæmt áðurnefndri vefsíðu einungis þessir 22 karlar. En verðlaunin hafa sannarlega unnið sér sess í hjörtum þjóðarinnar og vekja athygli á okkar fremsta afreksfólki á hverjum tíma og skapa með því jákvæðar fyrirmyndir í íþróttastarfi. Hafi samtökin þökk fyrir það. Hins vegar er það auðvitað svo að í þeim glæsilega hópi sem hefur hlotið verðlaunin frá árinu 1956 er hægt að telja konurnar á fingrum annarar handar (ýkjulaust). Maður spyr sig hvort það standi í sambandi við það að afrekskonurnar okkar séu svona miklu lélegri í íþróttum en karlarnir, eða hvort þessi fáránlega einsleiti hópur sem atkvæði greiðir í vali á Íþróttamanni ársins ráði þar einhverju um. Eða hvort það sé eitthvað annað og ef svo er þá dettur mér ekkert í hug. Maður getur ímyndað sér að þátttaka í vali á Íþróttamanni ársins sé hápunktur starfsins hjá þessum 22 félagsmönnum í Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi og að þeim sé því sárt um að breyta þeim aðferðum sem beitt er við valið svo það endurspegli einnig sjónarmið hins kynsins á íþróttirnar (hver veit, kannski er það annað!). Það mætti t.a.m. leyfa almenningi að taka þátt með símakosningu, gera skoðanakönnun, eða gera átak í því að fá þær glæsilegu konur sem fjalla oftsinnis um íþróttir í fjölmiðlum til að skrá sig í félagið. Eitt er víst. Svona getur þetta ekki haldið áfram, því þessi stórundarlegi kynjahalli (ef halla skyldi kalla) kastar óþarfri rýrð á þessi virtu verðlaun, sem eru fyrir löngu orðin e.k. þjóðareign.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun