Skagfirðingar gera fiskroð að verðmætri hátískuvöru Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2012 19:46 Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi. Hver hefði til dæmis trúað því að íslenskt fiskroð væri komið utan á skó frá NIKE og Ecco, eða í handtöskur hátískufyrirtækja? Meðal viðskiptavina eru Prada, Dior, Lagerfeld, Helmut Lang og Alexander Wang. Fyrirtækið Sjávarleður á skagfirskar rætur en aðaleigendur eru fjölskylda á Dalvík ásamt hjónunum Gunnsteini Björnssyni og Sigríði Káradóttur, sem eru Skagfirðingar í húð og hár, og þau vinna bæði í fyrirtækinu. Fyrirtækið á sér 43 ára sögu en það var hópur manna undir forystu Pálma í Hagkaup og síðar einnig Eyjólfs Konráðs Jónssonar sem byggði upp sútunarverksmiðjuna Loðskinn til að verka gærur. Fyrir aldarfjórðungi hófu Skagfirðingar svo að prófa sig áfram með að verka fiskroð, - að nýta hráefni sem Íslendingar flokkuðu sem slor. Árangurinn hefur skilað sér í fyrirtæki sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þar starfa núna 35 manns og er fyrirtækið orðið með þeim stærstu á Sauðárkróki. Gjaldeyristekjurnar eru orðnar drjúgar; salan á þessu ári stefnir í 700 miljónir króna og megnið til útlanda. Fyrirtækið er tvískipt. Fiskroðin eru verkuð í nafni Sjávarleðurs en í nafni Loðskinns eru sútaðar lambagærur, hreindýra-, nautgripa- og hrossaskinn, og raunar skinn af nánast öllum íslenskum spendýrum. Meira að sega uppáhaldshestarnir og heimiliskisur enda sem skinn á vegg. Í þættinum sýndi Karl Bjarnason sútari þennan þátt en hann er elsti starfsmaðurinn. Óvenjulegasta verkefnið er þó verkun á forhúð hvala fyrir karlmannaskó. Þáttinn í heild má sjá með því að smella á myndskeiðið hér að ofan. Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi. Hver hefði til dæmis trúað því að íslenskt fiskroð væri komið utan á skó frá NIKE og Ecco, eða í handtöskur hátískufyrirtækja? Meðal viðskiptavina eru Prada, Dior, Lagerfeld, Helmut Lang og Alexander Wang. Fyrirtækið Sjávarleður á skagfirskar rætur en aðaleigendur eru fjölskylda á Dalvík ásamt hjónunum Gunnsteini Björnssyni og Sigríði Káradóttur, sem eru Skagfirðingar í húð og hár, og þau vinna bæði í fyrirtækinu. Fyrirtækið á sér 43 ára sögu en það var hópur manna undir forystu Pálma í Hagkaup og síðar einnig Eyjólfs Konráðs Jónssonar sem byggði upp sútunarverksmiðjuna Loðskinn til að verka gærur. Fyrir aldarfjórðungi hófu Skagfirðingar svo að prófa sig áfram með að verka fiskroð, - að nýta hráefni sem Íslendingar flokkuðu sem slor. Árangurinn hefur skilað sér í fyrirtæki sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þar starfa núna 35 manns og er fyrirtækið orðið með þeim stærstu á Sauðárkróki. Gjaldeyristekjurnar eru orðnar drjúgar; salan á þessu ári stefnir í 700 miljónir króna og megnið til útlanda. Fyrirtækið er tvískipt. Fiskroðin eru verkuð í nafni Sjávarleðurs en í nafni Loðskinns eru sútaðar lambagærur, hreindýra-, nautgripa- og hrossaskinn, og raunar skinn af nánast öllum íslenskum spendýrum. Meira að sega uppáhaldshestarnir og heimiliskisur enda sem skinn á vegg. Í þættinum sýndi Karl Bjarnason sútari þennan þátt en hann er elsti starfsmaðurinn. Óvenjulegasta verkefnið er þó verkun á forhúð hvala fyrir karlmannaskó. Þáttinn í heild má sjá með því að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?