Símon Sigvaldason sakfellir nær alltaf Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2012 17:57 Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er einnig formaður dómstólaráðs og þykir bæði virtur og mjög hæfur dómari. Símon hefur haft það orð á sér að þykja heldur gjarn á að sakfella í sakamálum og hefur hann því fengið viðurnefnið „Símon grimmi" hjá lögmönnum sem hafa tapað hjá honum málum. Okkur lék forvitni á að vita hvort það væri eitthvað hæft í því að Símon væri sérstaklega gjarn á að sakfella í þeim sakamálum sem hann dæmdi í og við réðumst því í athugun á málinu á vef dómstólanna, en þar eru birtir allir héraðsdómar frá mars 2006 og til dagsins í dag. Ef slegið er inn leitarorðið „Símon Sigvaldason" í leit í dómasafni á vef dómstólanna og leitin er bundin við sakamál birtist listi yfir öll sakamál sem Símon hefur dæmt í frá 2006 og til dagsins í dag. Niðurstöðurnar voru býsna áhugaverðar. Af 304 sakamálum sem Símon hefur dæmt í á þessum tíma í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur hann sakfellt í 298 málum. Tveimur ákærum var vísað frá og í tveimur tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða en sakfellt í öðrum. Í aðeins tveimur málum hefur Símon sýknað. Þetta er sakfellingarhlutfall upp á 99,4 prósent. En er þetta óvenjulega hátt hlutfall? Fréttastofan valdi af handahófi samanburð við Þorgeir Inga Njálsson sem er annar virtur og farsæll héraðsdómari og er dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Af þeim 105 sakamálum sem Þorgeir Ingi hefur dæmt í frá 2006 hefur hann sakfellt í 94 málum. Engum ákærum hefur verið vísað frá og í fjórum tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða. Í sjö málum hefur Þorgeir Ingi sýknað, en það er sakfellingarhlutfall upp á 93%, nokkru lægra en hjá Símoni. Á það skal minnt að á ákæruvaldinu hvílir sú skylda samkvæmt sakamálalögum að ákæra ekki nema talið sé að ákæra leiði til sakfellingar. Þá hefur ekki verið greint hvað játning ákærða liggur fyrir í mörgum þessara mála. Fréttastofan náði tali af Símoni í dag. Hann vildi í raun ekkert hafa eftir sér um málið en sagði sjálfsagt að fjalla um upplýsingar af þessu tagi, enda væru þær aðgengilegar á vef dómstólanna. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er einnig formaður dómstólaráðs og þykir bæði virtur og mjög hæfur dómari. Símon hefur haft það orð á sér að þykja heldur gjarn á að sakfella í sakamálum og hefur hann því fengið viðurnefnið „Símon grimmi" hjá lögmönnum sem hafa tapað hjá honum málum. Okkur lék forvitni á að vita hvort það væri eitthvað hæft í því að Símon væri sérstaklega gjarn á að sakfella í þeim sakamálum sem hann dæmdi í og við réðumst því í athugun á málinu á vef dómstólanna, en þar eru birtir allir héraðsdómar frá mars 2006 og til dagsins í dag. Ef slegið er inn leitarorðið „Símon Sigvaldason" í leit í dómasafni á vef dómstólanna og leitin er bundin við sakamál birtist listi yfir öll sakamál sem Símon hefur dæmt í frá 2006 og til dagsins í dag. Niðurstöðurnar voru býsna áhugaverðar. Af 304 sakamálum sem Símon hefur dæmt í á þessum tíma í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur hann sakfellt í 298 málum. Tveimur ákærum var vísað frá og í tveimur tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða en sakfellt í öðrum. Í aðeins tveimur málum hefur Símon sýknað. Þetta er sakfellingarhlutfall upp á 99,4 prósent. En er þetta óvenjulega hátt hlutfall? Fréttastofan valdi af handahófi samanburð við Þorgeir Inga Njálsson sem er annar virtur og farsæll héraðsdómari og er dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Af þeim 105 sakamálum sem Þorgeir Ingi hefur dæmt í frá 2006 hefur hann sakfellt í 94 málum. Engum ákærum hefur verið vísað frá og í fjórum tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða. Í sjö málum hefur Þorgeir Ingi sýknað, en það er sakfellingarhlutfall upp á 93%, nokkru lægra en hjá Símoni. Á það skal minnt að á ákæruvaldinu hvílir sú skylda samkvæmt sakamálalögum að ákæra ekki nema talið sé að ákæra leiði til sakfellingar. Þá hefur ekki verið greint hvað játning ákærða liggur fyrir í mörgum þessara mála. Fréttastofan náði tali af Símoni í dag. Hann vildi í raun ekkert hafa eftir sér um málið en sagði sjálfsagt að fjalla um upplýsingar af þessu tagi, enda væru þær aðgengilegar á vef dómstólanna. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira