Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna 14. desember 2012 18:04 Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut. Aðeins um þrjátíu þúsund manns búa í Newton. Sex hundruð börn eru í skólanum, allt niður í fimm ára gömul. Talið að árásarmaðurinn, sem lést í skólanum, hafi verið faðir eins nemanda í skólanum og var hann vopnaður tveimur byssum, þar á meðal .223 kalíbera riffli. Þá hafa borist fregnir af því að karlmaður á tvítugsaldri sé í haldi lögreglu, grunaður um aðild að árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut.mynd/google Fréttamaður ABC fréttastofunnar hefur eftir kennara í Sandy Hook að nemendurnir hafi verið afar snöggir að yfirgefa skólann. Þeim var skipað að velja sér einn „vin," gripa í hann og hlaupa í átt að slökkviliðsstöð sem er steinsnar frá skólanum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að kennarar við Sandy Hook hafi unnið mikið þrekvirki við að rýma skólann. Ekki er vitað hvort að árásarmaðurinn svipti sig lífi eða hvort að hann hafi verið felldur af lögreglumönnum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að vígamaðurinn hafi átt sér vitorðsmann. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Að minnsta kosti einn kennari lést í árásinni. Talið er að fórnarlömbin hafi verið 27 talsins. Þá voru þrír fluttir lífshættulega slasaðir á sjúkrahús. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Dan Malloy, ríkisstjóra Connecticut stuttu eftir skotárásina. Hann vottaði honum og öllum íbúum Newtown samúð sína. Þá hét hann því að alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum myndi veita stjórnvöldum í Connecticut alla þá aðstoð sem óskað væri eftir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut. Aðeins um þrjátíu þúsund manns búa í Newton. Sex hundruð börn eru í skólanum, allt niður í fimm ára gömul. Talið að árásarmaðurinn, sem lést í skólanum, hafi verið faðir eins nemanda í skólanum og var hann vopnaður tveimur byssum, þar á meðal .223 kalíbera riffli. Þá hafa borist fregnir af því að karlmaður á tvítugsaldri sé í haldi lögreglu, grunaður um aðild að árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut.mynd/google Fréttamaður ABC fréttastofunnar hefur eftir kennara í Sandy Hook að nemendurnir hafi verið afar snöggir að yfirgefa skólann. Þeim var skipað að velja sér einn „vin," gripa í hann og hlaupa í átt að slökkviliðsstöð sem er steinsnar frá skólanum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að kennarar við Sandy Hook hafi unnið mikið þrekvirki við að rýma skólann. Ekki er vitað hvort að árásarmaðurinn svipti sig lífi eða hvort að hann hafi verið felldur af lögreglumönnum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að vígamaðurinn hafi átt sér vitorðsmann. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Að minnsta kosti einn kennari lést í árásinni. Talið er að fórnarlömbin hafi verið 27 talsins. Þá voru þrír fluttir lífshættulega slasaðir á sjúkrahús. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Dan Malloy, ríkisstjóra Connecticut stuttu eftir skotárásina. Hann vottaði honum og öllum íbúum Newtown samúð sína. Þá hét hann því að alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum myndi veita stjórnvöldum í Connecticut alla þá aðstoð sem óskað væri eftir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira