Nöfn fórnarlambanna væntanlega birt í dag HH skrifar 15. desember 2012 13:17 Mynd/AFP Tvítugur karlmaður sem skaut tuttugu börn og sjö fullorðna til bana í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum í gærmorgun er talinn hafa undirbúið sig fyrir vel fjöldamorðin áður en hann lét til skara skríða. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina en nöfn hinna látnu verða væntanlega birt í dag. Mörg hundruð sóttu í gærkvöldi minningarathöfn um hina látnu sem haldin var í kaþólsku kirkjunni í Newton. Íbúar bæjarins eru harmi slegnir en þar búa einungis tuttugu og sjö þúsund og því þekktu margir fórnarlömbin persónulega. Fjöldi kom einnig saman fyrir utan Hvíta húsið til að minnast þeirra sem létust en fólkið krafðist að Barack Obama forseti myndi beita sér fyrir því að herða lög um byssueign í landinu. Í ávarpi í gærkvöldi sagði Obama, með tárin í augunum, að bandaríska þjóðina hefði upplifað alltof marga harmleiki líkt og fjöldamorðin í gær og að stjórnvöld yrðu nú að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig, allir yrðu að vinna sama og að pólitíkin mætti ekki koma í veg fyrir þá vinnu. Nöfn hinna látnu hafa enn ekki verið birt en búist er við að lögregla birti þau í dag. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina og vottað ættingjum og vinum hinna látnu samúð sína. Ban ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir það óhugsandi og svívirðilegt að hópur barna hafi verið skotmark árásarmannsins. Það var hinn tuttugu ára gamli Adam Lanza, fyrrverandi nemandi við grunnskólann Sandy Hook, sem gekk þar inn í skotheldu vesti með að minnsta kosti þrjár byssur og hóf að skjóta á nemendur og kennara áður en hann féll fyrir eigin hendi. Skotvopnin voru skráð á móður hans, leikskólakennara við Sandy Hook, en Lanza er grunaður um að hafa skotið hana til bana á heimili þeirra, áður en hann ók á bíl hennar í skólann. Skotárásin stóð yfir í nokkrar mínútur og myrti Lanza alla þá sem hann skaut fyrir utan einn sem nú er á sjúkrahúsi. Lögreglan segir þetta bera þess merki að árásarmaðurinn hafi skipulagt ódæðisverkin vel. Lanza er lýst sem mjög velgefnum en jafnframt ákaflega feimnum og mannfælnum. Bróðir hans hefur sagt í viðtölum við lögregluna að Lanza hafi þjáðst af persónuleikaröskunum og einhverfu. Honum gekk hinsvegar vel í námi sínu í menntaskóla og hafði unnið til nokkrru verðlauna fyrir námsárangur sinn. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti bekk móður sinnar - svartklæddur og vopnaður hríðskotariffli Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. 14. desember 2012 23:13 Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi. 14. desember 2012 19:45 Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. 14. desember 2012 18:04 Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum. 14. desember 2012 21:15 Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook. 15. desember 2012 10:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem skaut tuttugu börn og sjö fullorðna til bana í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum í gærmorgun er talinn hafa undirbúið sig fyrir vel fjöldamorðin áður en hann lét til skara skríða. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina en nöfn hinna látnu verða væntanlega birt í dag. Mörg hundruð sóttu í gærkvöldi minningarathöfn um hina látnu sem haldin var í kaþólsku kirkjunni í Newton. Íbúar bæjarins eru harmi slegnir en þar búa einungis tuttugu og sjö þúsund og því þekktu margir fórnarlömbin persónulega. Fjöldi kom einnig saman fyrir utan Hvíta húsið til að minnast þeirra sem létust en fólkið krafðist að Barack Obama forseti myndi beita sér fyrir því að herða lög um byssueign í landinu. Í ávarpi í gærkvöldi sagði Obama, með tárin í augunum, að bandaríska þjóðina hefði upplifað alltof marga harmleiki líkt og fjöldamorðin í gær og að stjórnvöld yrðu nú að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig, allir yrðu að vinna sama og að pólitíkin mætti ekki koma í veg fyrir þá vinnu. Nöfn hinna látnu hafa enn ekki verið birt en búist er við að lögregla birti þau í dag. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina og vottað ættingjum og vinum hinna látnu samúð sína. Ban ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir það óhugsandi og svívirðilegt að hópur barna hafi verið skotmark árásarmannsins. Það var hinn tuttugu ára gamli Adam Lanza, fyrrverandi nemandi við grunnskólann Sandy Hook, sem gekk þar inn í skotheldu vesti með að minnsta kosti þrjár byssur og hóf að skjóta á nemendur og kennara áður en hann féll fyrir eigin hendi. Skotvopnin voru skráð á móður hans, leikskólakennara við Sandy Hook, en Lanza er grunaður um að hafa skotið hana til bana á heimili þeirra, áður en hann ók á bíl hennar í skólann. Skotárásin stóð yfir í nokkrar mínútur og myrti Lanza alla þá sem hann skaut fyrir utan einn sem nú er á sjúkrahúsi. Lögreglan segir þetta bera þess merki að árásarmaðurinn hafi skipulagt ódæðisverkin vel. Lanza er lýst sem mjög velgefnum en jafnframt ákaflega feimnum og mannfælnum. Bróðir hans hefur sagt í viðtölum við lögregluna að Lanza hafi þjáðst af persónuleikaröskunum og einhverfu. Honum gekk hinsvegar vel í námi sínu í menntaskóla og hafði unnið til nokkrru verðlauna fyrir námsárangur sinn.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti bekk móður sinnar - svartklæddur og vopnaður hríðskotariffli Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. 14. desember 2012 23:13 Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi. 14. desember 2012 19:45 Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. 14. desember 2012 18:04 Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum. 14. desember 2012 21:15 Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook. 15. desember 2012 10:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Myrti bekk móður sinnar - svartklæddur og vopnaður hríðskotariffli Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. 14. desember 2012 23:13
Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi. 14. desember 2012 19:45
Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. 14. desember 2012 18:04
Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum. 14. desember 2012 21:15
Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook. 15. desember 2012 10:04