Segir Glitni hafa verið betur tryggðan eftir viðskiptin Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2012 17:52 Jón Ásgeir Jóhannesson hefur verið ákærður fyrir aðild að Aurum málinu. Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn og sagði engu við það að bæta. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir: „1 Glitnir var betur tryggður eftir viðskiptin en fyrir. Það sjá allir sem málið skoða. 2 Fons var vel gjaldfært þegar samningur var gerður samkvæmt úttekt. 3 Þú Blá Sól ehf. gerði samning við Fons, ekki Glitni. 4 Aurum hefur staðið undir því verðmæti sem notað var sem viðmið. 5 Það er fáránlegt að halda því fram að við, sem stærstu eigendur Glitnis á þessum tíma, hefðum hag af því að skaða bankann. 6 milljarða tap hefði kostað okkur í kringum 16 milljarða í markaðsvirði. 6 Ég tók þátt í því að koma á góðum viðskiptum fyrir Glitni. Menn geta endalaust rifist um verðmat, en það er óumdeilt að Aurum var selt í síðustu viku á 36 milljarða. Það er mun hærra verð en saksóknari notar í verðmati i ákæru." Þá segist hann hafa verið „ofsóttur af yfirvöldum" í áratug. „Ég er dapur yfir því að hafa verið ofsóttur af yfirvöldum í 10 ár. Frá ágúst 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá íslenskum yfirvöldum. Það er þungbært fyrir mig og mína fjölskyldu. Margir segja að aðkoma mín að útgáfu Fréttablaðsins sé ástæðan fyrir því en það er óumdeilt að ofsóknir gegn mér byrjuðu á sama tíma. Það þekkja allir sögu tölvupósta fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins þar sem yfirvöld voru hvött til aðgerða gegn mér og mínum. Það að ákæra mann sem er með mál í dómi, Lárus Welding, er eins ómanneskjulegt og hægt er að hugsa sér. Það er mýta að efnahagsbrot séu flókin. Það hins vegar tekur tíma að skálda upp sakamál. Það er einmitt að gerast í þessu máli og öðrum," sagði Jón Ásgeir orðrétt. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis leitaði einnig viðbragða frá Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs, og Ólafi Þ. Haukssyni, sérstökum saksóknara, en þeir vilja ekki tjá sig fyrr en ákæran verður þingfest í byrjun janúar. Aurum Holding málið Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn og sagði engu við það að bæta. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir: „1 Glitnir var betur tryggður eftir viðskiptin en fyrir. Það sjá allir sem málið skoða. 2 Fons var vel gjaldfært þegar samningur var gerður samkvæmt úttekt. 3 Þú Blá Sól ehf. gerði samning við Fons, ekki Glitni. 4 Aurum hefur staðið undir því verðmæti sem notað var sem viðmið. 5 Það er fáránlegt að halda því fram að við, sem stærstu eigendur Glitnis á þessum tíma, hefðum hag af því að skaða bankann. 6 milljarða tap hefði kostað okkur í kringum 16 milljarða í markaðsvirði. 6 Ég tók þátt í því að koma á góðum viðskiptum fyrir Glitni. Menn geta endalaust rifist um verðmat, en það er óumdeilt að Aurum var selt í síðustu viku á 36 milljarða. Það er mun hærra verð en saksóknari notar í verðmati i ákæru." Þá segist hann hafa verið „ofsóttur af yfirvöldum" í áratug. „Ég er dapur yfir því að hafa verið ofsóttur af yfirvöldum í 10 ár. Frá ágúst 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá íslenskum yfirvöldum. Það er þungbært fyrir mig og mína fjölskyldu. Margir segja að aðkoma mín að útgáfu Fréttablaðsins sé ástæðan fyrir því en það er óumdeilt að ofsóknir gegn mér byrjuðu á sama tíma. Það þekkja allir sögu tölvupósta fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins þar sem yfirvöld voru hvött til aðgerða gegn mér og mínum. Það að ákæra mann sem er með mál í dómi, Lárus Welding, er eins ómanneskjulegt og hægt er að hugsa sér. Það er mýta að efnahagsbrot séu flókin. Það hins vegar tekur tíma að skálda upp sakamál. Það er einmitt að gerast í þessu máli og öðrum," sagði Jón Ásgeir orðrétt. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis leitaði einnig viðbragða frá Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs, og Ólafi Þ. Haukssyni, sérstökum saksóknara, en þeir vilja ekki tjá sig fyrr en ákæran verður þingfest í byrjun janúar.
Aurum Holding málið Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira