Segir Glitni hafa verið betur tryggðan eftir viðskiptin Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2012 17:52 Jón Ásgeir Jóhannesson hefur verið ákærður fyrir aðild að Aurum málinu. Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn og sagði engu við það að bæta. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir: „1 Glitnir var betur tryggður eftir viðskiptin en fyrir. Það sjá allir sem málið skoða. 2 Fons var vel gjaldfært þegar samningur var gerður samkvæmt úttekt. 3 Þú Blá Sól ehf. gerði samning við Fons, ekki Glitni. 4 Aurum hefur staðið undir því verðmæti sem notað var sem viðmið. 5 Það er fáránlegt að halda því fram að við, sem stærstu eigendur Glitnis á þessum tíma, hefðum hag af því að skaða bankann. 6 milljarða tap hefði kostað okkur í kringum 16 milljarða í markaðsvirði. 6 Ég tók þátt í því að koma á góðum viðskiptum fyrir Glitni. Menn geta endalaust rifist um verðmat, en það er óumdeilt að Aurum var selt í síðustu viku á 36 milljarða. Það er mun hærra verð en saksóknari notar í verðmati i ákæru." Þá segist hann hafa verið „ofsóttur af yfirvöldum" í áratug. „Ég er dapur yfir því að hafa verið ofsóttur af yfirvöldum í 10 ár. Frá ágúst 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá íslenskum yfirvöldum. Það er þungbært fyrir mig og mína fjölskyldu. Margir segja að aðkoma mín að útgáfu Fréttablaðsins sé ástæðan fyrir því en það er óumdeilt að ofsóknir gegn mér byrjuðu á sama tíma. Það þekkja allir sögu tölvupósta fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins þar sem yfirvöld voru hvött til aðgerða gegn mér og mínum. Það að ákæra mann sem er með mál í dómi, Lárus Welding, er eins ómanneskjulegt og hægt er að hugsa sér. Það er mýta að efnahagsbrot séu flókin. Það hins vegar tekur tíma að skálda upp sakamál. Það er einmitt að gerast í þessu máli og öðrum," sagði Jón Ásgeir orðrétt. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis leitaði einnig viðbragða frá Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs, og Ólafi Þ. Haukssyni, sérstökum saksóknara, en þeir vilja ekki tjá sig fyrr en ákæran verður þingfest í byrjun janúar. Aurum Holding málið Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Sjá meira
Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn og sagði engu við það að bæta. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir: „1 Glitnir var betur tryggður eftir viðskiptin en fyrir. Það sjá allir sem málið skoða. 2 Fons var vel gjaldfært þegar samningur var gerður samkvæmt úttekt. 3 Þú Blá Sól ehf. gerði samning við Fons, ekki Glitni. 4 Aurum hefur staðið undir því verðmæti sem notað var sem viðmið. 5 Það er fáránlegt að halda því fram að við, sem stærstu eigendur Glitnis á þessum tíma, hefðum hag af því að skaða bankann. 6 milljarða tap hefði kostað okkur í kringum 16 milljarða í markaðsvirði. 6 Ég tók þátt í því að koma á góðum viðskiptum fyrir Glitni. Menn geta endalaust rifist um verðmat, en það er óumdeilt að Aurum var selt í síðustu viku á 36 milljarða. Það er mun hærra verð en saksóknari notar í verðmati i ákæru." Þá segist hann hafa verið „ofsóttur af yfirvöldum" í áratug. „Ég er dapur yfir því að hafa verið ofsóttur af yfirvöldum í 10 ár. Frá ágúst 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá íslenskum yfirvöldum. Það er þungbært fyrir mig og mína fjölskyldu. Margir segja að aðkoma mín að útgáfu Fréttablaðsins sé ástæðan fyrir því en það er óumdeilt að ofsóknir gegn mér byrjuðu á sama tíma. Það þekkja allir sögu tölvupósta fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins þar sem yfirvöld voru hvött til aðgerða gegn mér og mínum. Það að ákæra mann sem er með mál í dómi, Lárus Welding, er eins ómanneskjulegt og hægt er að hugsa sér. Það er mýta að efnahagsbrot séu flókin. Það hins vegar tekur tíma að skálda upp sakamál. Það er einmitt að gerast í þessu máli og öðrum," sagði Jón Ásgeir orðrétt. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis leitaði einnig viðbragða frá Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs, og Ólafi Þ. Haukssyni, sérstökum saksóknara, en þeir vilja ekki tjá sig fyrr en ákæran verður þingfest í byrjun janúar.
Aurum Holding málið Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Sjá meira