Sóló á Suðurpólinn BBI skrifar 28. nóvember 2012 23:44 Mynd/lifsspor.is Með jákvæðni, áræðni og hugrekki að vopni gengur nú íslensk ævintýrakona í átt að syðsta punkti jarðarinnar. Gönguleiðin er 1100 kílómetrar, hækkun er 2800 metrar og vistir vega í upphafi 100 kíló. Vilborg Arna Gissurardóttir lagði af stað gangandi frá ysta hluta íshellunnar þann 20. nóvember eftir langan undirbúning. Hún hefur nú gengið í níu daga og lagt 112 kílómetra að baki. Vilborg býst við því að hún muni ganga 50 daga samtals, en til þess þarf hún að fara 22 kílómetra leið á degi hverjum. Hún gerði þó alltaf ráð fyrir að fara styttri vegalengdir í byrjun, enda er hún hlaðin vistum í byrjun ferðar sem smám saman léttast eftir því sem líður á. Vilborg segir frá ferðum sínum á hverjum degi á heimasíðunni Lífsspor í gegnum gervihnattarsíma. Á leið sinni hefur hún mátt takast á við ýmiss konar vandamál, eins og sést ekki síst á nýjustu færslu hennar frá deginum í gær. „Gleði dagsins var að ná ipodunum aftur í gang en þeir afneituðu sólarrafhlöðunni um stund. Óskalög skíðamanna komast því aftur á dagskrá í kvöld," skrifaði hún á síðuna sína. Vilborg er mikil útivistarkona og segir sína helstu ástríðu í lífinu vera útivist, ævintýri og náttúru. Hver einasti dagur í leiðangrinum er stórfellt erfiði. Áætluð brennsla á dag er um 6000 hitaeiningar, en meðalbrennsla er gjarna sögð vera á milli 2500 til 3000 hitaeiningar. Því þarf maturinn að vera orkuríkur og því er þurrmatur, fita og harðfiskur áberandi á matseðli Vilborgar. Spor Vilborgar á leið sinni verða ófá en mögulegt er að heita á spor hennar. Með því móti leggur maður styrktarfélaginu Líf lið, en það hefur þann tilgang að styrkja kvennadeild Landspítalans. Leiðangurinn er farinn með stuðningi fjölmargra fyrirtækja sem talin eru upp á síðu Vilborgar.Gönguleið Vilborgar. Vilborg Arna Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Með jákvæðni, áræðni og hugrekki að vopni gengur nú íslensk ævintýrakona í átt að syðsta punkti jarðarinnar. Gönguleiðin er 1100 kílómetrar, hækkun er 2800 metrar og vistir vega í upphafi 100 kíló. Vilborg Arna Gissurardóttir lagði af stað gangandi frá ysta hluta íshellunnar þann 20. nóvember eftir langan undirbúning. Hún hefur nú gengið í níu daga og lagt 112 kílómetra að baki. Vilborg býst við því að hún muni ganga 50 daga samtals, en til þess þarf hún að fara 22 kílómetra leið á degi hverjum. Hún gerði þó alltaf ráð fyrir að fara styttri vegalengdir í byrjun, enda er hún hlaðin vistum í byrjun ferðar sem smám saman léttast eftir því sem líður á. Vilborg segir frá ferðum sínum á hverjum degi á heimasíðunni Lífsspor í gegnum gervihnattarsíma. Á leið sinni hefur hún mátt takast á við ýmiss konar vandamál, eins og sést ekki síst á nýjustu færslu hennar frá deginum í gær. „Gleði dagsins var að ná ipodunum aftur í gang en þeir afneituðu sólarrafhlöðunni um stund. Óskalög skíðamanna komast því aftur á dagskrá í kvöld," skrifaði hún á síðuna sína. Vilborg er mikil útivistarkona og segir sína helstu ástríðu í lífinu vera útivist, ævintýri og náttúru. Hver einasti dagur í leiðangrinum er stórfellt erfiði. Áætluð brennsla á dag er um 6000 hitaeiningar, en meðalbrennsla er gjarna sögð vera á milli 2500 til 3000 hitaeiningar. Því þarf maturinn að vera orkuríkur og því er þurrmatur, fita og harðfiskur áberandi á matseðli Vilborgar. Spor Vilborgar á leið sinni verða ófá en mögulegt er að heita á spor hennar. Með því móti leggur maður styrktarfélaginu Líf lið, en það hefur þann tilgang að styrkja kvennadeild Landspítalans. Leiðangurinn er farinn með stuðningi fjölmargra fyrirtækja sem talin eru upp á síðu Vilborgar.Gönguleið Vilborgar.
Vilborg Arna Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira