Sóló á Suðurpólinn BBI skrifar 28. nóvember 2012 23:44 Mynd/lifsspor.is Með jákvæðni, áræðni og hugrekki að vopni gengur nú íslensk ævintýrakona í átt að syðsta punkti jarðarinnar. Gönguleiðin er 1100 kílómetrar, hækkun er 2800 metrar og vistir vega í upphafi 100 kíló. Vilborg Arna Gissurardóttir lagði af stað gangandi frá ysta hluta íshellunnar þann 20. nóvember eftir langan undirbúning. Hún hefur nú gengið í níu daga og lagt 112 kílómetra að baki. Vilborg býst við því að hún muni ganga 50 daga samtals, en til þess þarf hún að fara 22 kílómetra leið á degi hverjum. Hún gerði þó alltaf ráð fyrir að fara styttri vegalengdir í byrjun, enda er hún hlaðin vistum í byrjun ferðar sem smám saman léttast eftir því sem líður á. Vilborg segir frá ferðum sínum á hverjum degi á heimasíðunni Lífsspor í gegnum gervihnattarsíma. Á leið sinni hefur hún mátt takast á við ýmiss konar vandamál, eins og sést ekki síst á nýjustu færslu hennar frá deginum í gær. „Gleði dagsins var að ná ipodunum aftur í gang en þeir afneituðu sólarrafhlöðunni um stund. Óskalög skíðamanna komast því aftur á dagskrá í kvöld," skrifaði hún á síðuna sína. Vilborg er mikil útivistarkona og segir sína helstu ástríðu í lífinu vera útivist, ævintýri og náttúru. Hver einasti dagur í leiðangrinum er stórfellt erfiði. Áætluð brennsla á dag er um 6000 hitaeiningar, en meðalbrennsla er gjarna sögð vera á milli 2500 til 3000 hitaeiningar. Því þarf maturinn að vera orkuríkur og því er þurrmatur, fita og harðfiskur áberandi á matseðli Vilborgar. Spor Vilborgar á leið sinni verða ófá en mögulegt er að heita á spor hennar. Með því móti leggur maður styrktarfélaginu Líf lið, en það hefur þann tilgang að styrkja kvennadeild Landspítalans. Leiðangurinn er farinn með stuðningi fjölmargra fyrirtækja sem talin eru upp á síðu Vilborgar.Gönguleið Vilborgar. Vilborg Arna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Með jákvæðni, áræðni og hugrekki að vopni gengur nú íslensk ævintýrakona í átt að syðsta punkti jarðarinnar. Gönguleiðin er 1100 kílómetrar, hækkun er 2800 metrar og vistir vega í upphafi 100 kíló. Vilborg Arna Gissurardóttir lagði af stað gangandi frá ysta hluta íshellunnar þann 20. nóvember eftir langan undirbúning. Hún hefur nú gengið í níu daga og lagt 112 kílómetra að baki. Vilborg býst við því að hún muni ganga 50 daga samtals, en til þess þarf hún að fara 22 kílómetra leið á degi hverjum. Hún gerði þó alltaf ráð fyrir að fara styttri vegalengdir í byrjun, enda er hún hlaðin vistum í byrjun ferðar sem smám saman léttast eftir því sem líður á. Vilborg segir frá ferðum sínum á hverjum degi á heimasíðunni Lífsspor í gegnum gervihnattarsíma. Á leið sinni hefur hún mátt takast á við ýmiss konar vandamál, eins og sést ekki síst á nýjustu færslu hennar frá deginum í gær. „Gleði dagsins var að ná ipodunum aftur í gang en þeir afneituðu sólarrafhlöðunni um stund. Óskalög skíðamanna komast því aftur á dagskrá í kvöld," skrifaði hún á síðuna sína. Vilborg er mikil útivistarkona og segir sína helstu ástríðu í lífinu vera útivist, ævintýri og náttúru. Hver einasti dagur í leiðangrinum er stórfellt erfiði. Áætluð brennsla á dag er um 6000 hitaeiningar, en meðalbrennsla er gjarna sögð vera á milli 2500 til 3000 hitaeiningar. Því þarf maturinn að vera orkuríkur og því er þurrmatur, fita og harðfiskur áberandi á matseðli Vilborgar. Spor Vilborgar á leið sinni verða ófá en mögulegt er að heita á spor hennar. Með því móti leggur maður styrktarfélaginu Líf lið, en það hefur þann tilgang að styrkja kvennadeild Landspítalans. Leiðangurinn er farinn með stuðningi fjölmargra fyrirtækja sem talin eru upp á síðu Vilborgar.Gönguleið Vilborgar.
Vilborg Arna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira