Loðdýrabændur brosa út að eyrum Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2012 19:15 Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. Fjallað var um loðdýraræktina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu minkabændur í Skagafirði, bæði á Skörðugili og í Héraðsdal 2, en einnig var litið inn í fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Stærsta minkabú Skagafjarðar er að Skörðugili en það er jafnframt næststærsta loðdýrabú á Íslandi. Það var árið 1981 sem Einar Gíslason stofnsetti loðdýrabúið en Einar sonur hans tók við búrekstrinum fyrir tólf árum en hann er jafnframt loðdýraræktarráðunautur. Litla loðdýrabúið, sem eitt sinn var, er nú vaxið upp í fyrirtæki með 160 milljóna króna ársveltu, fimm til sex stöðugildum, og nýju minkahúsin tvö eru að flatarmáli á stærð við knattspyrnuhöll. Feðgarnir segja að þetta sé háþróaður landbúnaður og í þættinum kom fram að tölvur og vélar eru nýttar til hins ítrasta til að létta mönnum störfin. Allt snýst þó um að rækta sem verðmætust skinn og þarna eru fimmtán mismunandi litaafbrigði ræktuð. Brún skinn eru þó meirihluti framleiðslunnar á Skörðugili. Jafnframt hafa orðið miklar framfarir i ræktunarstarfinu sem lýsa sér í því að íslenskir minkabændur hafa nú þrjú ár í röð fengið næsthæsta meðalverðið meðal þjóðanna á uppboðinu, - aðeins danskir bændur fá hærra verð. Einar yngri upplýsir okkur um að framleiðslukostnaður á hverju skinni sé nú um sexþúsund krónur. Þeir fá hins vegar yfir tíu þúsund krónur fyrir skinnið og það er því ágætur hagnaður þessi misserin. Staðan var hins vegar önnur og verri fyrir aldarfjórðungi en Einar eldri rifjaði það upp þegar hann fékk afurðalán miðað við fimm þúsund króna skinnaverð. Þegar hamarinn féll á uppboðinu var skinnaverðið fallið niður í 500 krónur. „Það vantaði bara eitt núll. Þá fékk maður að finna fyrir því. Með allar þessar skuldir, búinn að taka allt þetta lán en ekkert til að borga það," sagði Einar Gíslason. Á þessum árum var loðdýraræktin, ásamt fiskeldinu, úthrópuð sem mistök í atvinnuuppbyggingu. Loðdýrabændur nánast gengu með veggjum. „Svona hafa hlutirnir breyst," segir Einar. Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. Fjallað var um loðdýraræktina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu minkabændur í Skagafirði, bæði á Skörðugili og í Héraðsdal 2, en einnig var litið inn í fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Stærsta minkabú Skagafjarðar er að Skörðugili en það er jafnframt næststærsta loðdýrabú á Íslandi. Það var árið 1981 sem Einar Gíslason stofnsetti loðdýrabúið en Einar sonur hans tók við búrekstrinum fyrir tólf árum en hann er jafnframt loðdýraræktarráðunautur. Litla loðdýrabúið, sem eitt sinn var, er nú vaxið upp í fyrirtæki með 160 milljóna króna ársveltu, fimm til sex stöðugildum, og nýju minkahúsin tvö eru að flatarmáli á stærð við knattspyrnuhöll. Feðgarnir segja að þetta sé háþróaður landbúnaður og í þættinum kom fram að tölvur og vélar eru nýttar til hins ítrasta til að létta mönnum störfin. Allt snýst þó um að rækta sem verðmætust skinn og þarna eru fimmtán mismunandi litaafbrigði ræktuð. Brún skinn eru þó meirihluti framleiðslunnar á Skörðugili. Jafnframt hafa orðið miklar framfarir i ræktunarstarfinu sem lýsa sér í því að íslenskir minkabændur hafa nú þrjú ár í röð fengið næsthæsta meðalverðið meðal þjóðanna á uppboðinu, - aðeins danskir bændur fá hærra verð. Einar yngri upplýsir okkur um að framleiðslukostnaður á hverju skinni sé nú um sexþúsund krónur. Þeir fá hins vegar yfir tíu þúsund krónur fyrir skinnið og það er því ágætur hagnaður þessi misserin. Staðan var hins vegar önnur og verri fyrir aldarfjórðungi en Einar eldri rifjaði það upp þegar hann fékk afurðalán miðað við fimm þúsund króna skinnaverð. Þegar hamarinn féll á uppboðinu var skinnaverðið fallið niður í 500 krónur. „Það vantaði bara eitt núll. Þá fékk maður að finna fyrir því. Með allar þessar skuldir, búinn að taka allt þetta lán en ekkert til að borga það," sagði Einar Gíslason. Á þessum árum var loðdýraræktin, ásamt fiskeldinu, úthrópuð sem mistök í atvinnuuppbyggingu. Loðdýrabændur nánast gengu með veggjum. „Svona hafa hlutirnir breyst," segir Einar.
Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?