Vatnsendi aftur í dánarbúið - deilur til 44 ára halda áfram 16. nóvember 2012 14:29 Vatnsendi. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teldist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Málið er vægast sagt umdeilt en það er Þorsteinn Hjaltested sem hefur jörðina til umráða í dag. Og sagan er flókin, enda 44 ára gömul deila. Magnús Einarsson Hjaltested, sem lést barnlaus árið 1940, erfði Sigurð Kristján að Vatnsenda. Afi Sigurðar Kristjáns var bróðir Magnúsar. Sigurður Kristján eignaðist fimm börn, þarf af synina Karl og Sigurð með síðari konu sinni Margrétu Guðmundsdóttur. Eftir að Sigurður Kristján lést árið 1966 hófust málaferli sem enduðu árið 1968 með því að Hæstaréttur dæmdi í samræmi við erfðaskrá Magnúsar að elsti sonur Sigurðar Kristjáns, Magnús Hjaltested, skyldi erfa jörðina og sitja hana einn. Árið 1969 var Margrét borin út af Vatnsenda ásamt sonum sínum. Þá var Karl Hjaltested sex ára og Sigurður bróðir hans sjö ára. Ábúandi í Vatnsenda er nú Þorsteinn Hjaltested eins og fyrr greinir frá, sonur þess Magnúsar sem jörðin var dæmd. Í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested var ákvæði um að ekki mætti selja jörðina og að þar ætti að vera búrekstur. Ekki mætti heldur veðsetja jörðina nema til nauðsynlegra endurbóta. Niðurstaða dómsins er sú að eignarrétturinn að jörðinni hafi aldrei verið með löglegum hætti fluttur frá Sigurði K. Lárussyni Hjaltested, sem fékk jörðina í arf eftir föðurbróður sinn, en það eru afkomendur hans sem stefndu Þorsteini, móður hans og systkinum. Þrátt fyrir mörg dómsmál þar sem tekist var á um jörðina fram til ársins 2011, þá fluttist eignarrétturinn að jörðinni aldrei til niðja Sigurðar, heldur eingöngu afnota- og umráðarétturinn, eins og tekið var fram í erfðaskránni að skyldi gera, samkvæmt niðurstöðu dómara í dag. Þrátt fyrir að jörðin hafi gengið til elsta sonar elsta sonar, eins og erfðaskráin kvað á um, þá var það mat dómsins að þrátt fyrir mismunandi orðalag í undangengnum dómum undirréttar og Hæstaréttar Íslands um eignarhald á jörðinni hafi í raun einungis afnota- og umráðaréttur á jörðin færst milli niðja. Var jörðin því talin til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Þorsteinn hefur ekki verið farsæll í héraðsdómum á þessu ári, en í júní síðastliðnum vísaði Héraðsdómur Reykjaness frá tveimur kröfum Þorsteins upp á tæpa sex milljarða króna í máli sem hann höfðaði gegn Kópavogsbæ. Um gríðarlega hagsmuni var að ræða fyrir Kópavogsbæ, en upphaflegar dómkröfur hljóðuðu upp á 6,9 milljarða króna. Þorsteinn stefndi bænum vegna meintra vanefnda í tengslum við byggingarland við Vatnsenda, sem nú hefur komið í ljós að er enn hluti af óskiptu dánarbúi. Bærinn hafði áður greitt Þorsteini 2,2 milljarða króna í reiðufé í eignarnámsbætur þegar bærinn tók land á Vatnsenda eignarnámi, í ljósi þess að hann mátti ekki selja landið. Þorsteinn taldi sig hlunnfarinn og taldi bæinn skulda sér fé vegna vanefnda við gerð aðalskipulags og lóða á svæðinu. Krafði hann bæinn um bætur vegna vanefnda þar sem ekki hafði verið ráðist í undirbúning á svæðinu undir íbúðabyggð eins og stefnt var að þegar hluti jarðar hans var tekinn eignarnámi. Lögmaður Þorsteins, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, segir í samtali við mbl.is, að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dag verði áfrýjað. Þorsteinn greiddi samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld á síðasta ári og var skattakóngur það ár. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teldist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Málið er vægast sagt umdeilt en það er Þorsteinn Hjaltested sem hefur jörðina til umráða í dag. Og sagan er flókin, enda 44 ára gömul deila. Magnús Einarsson Hjaltested, sem lést barnlaus árið 1940, erfði Sigurð Kristján að Vatnsenda. Afi Sigurðar Kristjáns var bróðir Magnúsar. Sigurður Kristján eignaðist fimm börn, þarf af synina Karl og Sigurð með síðari konu sinni Margrétu Guðmundsdóttur. Eftir að Sigurður Kristján lést árið 1966 hófust málaferli sem enduðu árið 1968 með því að Hæstaréttur dæmdi í samræmi við erfðaskrá Magnúsar að elsti sonur Sigurðar Kristjáns, Magnús Hjaltested, skyldi erfa jörðina og sitja hana einn. Árið 1969 var Margrét borin út af Vatnsenda ásamt sonum sínum. Þá var Karl Hjaltested sex ára og Sigurður bróðir hans sjö ára. Ábúandi í Vatnsenda er nú Þorsteinn Hjaltested eins og fyrr greinir frá, sonur þess Magnúsar sem jörðin var dæmd. Í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested var ákvæði um að ekki mætti selja jörðina og að þar ætti að vera búrekstur. Ekki mætti heldur veðsetja jörðina nema til nauðsynlegra endurbóta. Niðurstaða dómsins er sú að eignarrétturinn að jörðinni hafi aldrei verið með löglegum hætti fluttur frá Sigurði K. Lárussyni Hjaltested, sem fékk jörðina í arf eftir föðurbróður sinn, en það eru afkomendur hans sem stefndu Þorsteini, móður hans og systkinum. Þrátt fyrir mörg dómsmál þar sem tekist var á um jörðina fram til ársins 2011, þá fluttist eignarrétturinn að jörðinni aldrei til niðja Sigurðar, heldur eingöngu afnota- og umráðarétturinn, eins og tekið var fram í erfðaskránni að skyldi gera, samkvæmt niðurstöðu dómara í dag. Þrátt fyrir að jörðin hafi gengið til elsta sonar elsta sonar, eins og erfðaskráin kvað á um, þá var það mat dómsins að þrátt fyrir mismunandi orðalag í undangengnum dómum undirréttar og Hæstaréttar Íslands um eignarhald á jörðinni hafi í raun einungis afnota- og umráðaréttur á jörðin færst milli niðja. Var jörðin því talin til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Þorsteinn hefur ekki verið farsæll í héraðsdómum á þessu ári, en í júní síðastliðnum vísaði Héraðsdómur Reykjaness frá tveimur kröfum Þorsteins upp á tæpa sex milljarða króna í máli sem hann höfðaði gegn Kópavogsbæ. Um gríðarlega hagsmuni var að ræða fyrir Kópavogsbæ, en upphaflegar dómkröfur hljóðuðu upp á 6,9 milljarða króna. Þorsteinn stefndi bænum vegna meintra vanefnda í tengslum við byggingarland við Vatnsenda, sem nú hefur komið í ljós að er enn hluti af óskiptu dánarbúi. Bærinn hafði áður greitt Þorsteini 2,2 milljarða króna í reiðufé í eignarnámsbætur þegar bærinn tók land á Vatnsenda eignarnámi, í ljósi þess að hann mátti ekki selja landið. Þorsteinn taldi sig hlunnfarinn og taldi bæinn skulda sér fé vegna vanefnda við gerð aðalskipulags og lóða á svæðinu. Krafði hann bæinn um bætur vegna vanefnda þar sem ekki hafði verið ráðist í undirbúning á svæðinu undir íbúðabyggð eins og stefnt var að þegar hluti jarðar hans var tekinn eignarnámi. Lögmaður Þorsteins, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, segir í samtali við mbl.is, að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dag verði áfrýjað. Þorsteinn greiddi samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld á síðasta ári og var skattakóngur það ár.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira