Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2012 21:07 Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins og íbúarnir búa við einhverjar verstu vegasamgöngur sem um getur hérlendis, - lengstu holóttu malarvegi heim til sín sem auk þess er ekki haldið opnum yfir háveturinn,- og þeir eiga líka lengst allra landsmanna að sækja í næsta þjónustukjarna, sem er Hólmavík, hundrað kílómetra í burtu. Skóli sveitarinnar að Finnbogastöðum er fámennasti grunnskóli á Íslandi. Þar urðu þau ánægjulegu tíðindi í haust að nemendum fjölgaði um 50 prósent, úr fjórum í sex, og ekki er nema þrjú ár frá því nemendur voru aðeins tveir. Skólastjórinn, Elísa Ösp Valgeirsdóttir, er uppalin á höfuðbólinu Árnesi og er nú flutt heim á ný eftir fjórtán ára búsetu fyrir sunnan. „Mér finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi," segir Elísa. Hún segir að krakkarnir, sem ólust með henni upp í Árneshreppi og fóru síðan annað til að afla sér menntunar, séu allir að reyna að finna leiðir til að flytja heim aftur til að viðhalda byggðinni. Hún er lærður kennari og þegar skólastjórastaðan losnaði sótti hún um, fékk starfið og flutti með eiginmanni, Ingvari Bjarnasyni úr Hafnarfirði, og þremur börnum og þau hafa nú tekið við sauðfjárbúi foreldra hennar. Þannig segist Elísa vilja leggja sitt af mörkum í von um að það hafi snjóboltaáhrif og að fleira ungt fólk flytji í hreppinn. Tölur um fólksfækkun eru ógnvekjandi, - íbúarnir eru bara 40 núna í vetur, voru 150 fyrir aldarfjórðungi en yfir fimmhundruð fyrir sextíu árum. Oddvitinn, Oddný Þórðardóttir á Krossanesi, kveðst samt bjartsýn um byggðina. Ekki sé annað hægt þegar ungt fólk flytji í hreppinn og taki við búum, eins og nú hafi gerst á tveimur bæjum í Trékyllisvík. Þátturinn í kvöld úr Árneshreppi var sá fyrri af tveimur. Sá seinni verður á dagskrá næsta sunnudagskvöld og þá verður haldið áfram að fjalla um mannlíf í hreppnum og ný tækifæri sem þar eru að skapast. Árneshreppur Um land allt Tengdar fréttir Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins og íbúarnir búa við einhverjar verstu vegasamgöngur sem um getur hérlendis, - lengstu holóttu malarvegi heim til sín sem auk þess er ekki haldið opnum yfir háveturinn,- og þeir eiga líka lengst allra landsmanna að sækja í næsta þjónustukjarna, sem er Hólmavík, hundrað kílómetra í burtu. Skóli sveitarinnar að Finnbogastöðum er fámennasti grunnskóli á Íslandi. Þar urðu þau ánægjulegu tíðindi í haust að nemendum fjölgaði um 50 prósent, úr fjórum í sex, og ekki er nema þrjú ár frá því nemendur voru aðeins tveir. Skólastjórinn, Elísa Ösp Valgeirsdóttir, er uppalin á höfuðbólinu Árnesi og er nú flutt heim á ný eftir fjórtán ára búsetu fyrir sunnan. „Mér finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi," segir Elísa. Hún segir að krakkarnir, sem ólust með henni upp í Árneshreppi og fóru síðan annað til að afla sér menntunar, séu allir að reyna að finna leiðir til að flytja heim aftur til að viðhalda byggðinni. Hún er lærður kennari og þegar skólastjórastaðan losnaði sótti hún um, fékk starfið og flutti með eiginmanni, Ingvari Bjarnasyni úr Hafnarfirði, og þremur börnum og þau hafa nú tekið við sauðfjárbúi foreldra hennar. Þannig segist Elísa vilja leggja sitt af mörkum í von um að það hafi snjóboltaáhrif og að fleira ungt fólk flytji í hreppinn. Tölur um fólksfækkun eru ógnvekjandi, - íbúarnir eru bara 40 núna í vetur, voru 150 fyrir aldarfjórðungi en yfir fimmhundruð fyrir sextíu árum. Oddvitinn, Oddný Þórðardóttir á Krossanesi, kveðst samt bjartsýn um byggðina. Ekki sé annað hægt þegar ungt fólk flytji í hreppinn og taki við búum, eins og nú hafi gerst á tveimur bæjum í Trékyllisvík. Þátturinn í kvöld úr Árneshreppi var sá fyrri af tveimur. Sá seinni verður á dagskrá næsta sunnudagskvöld og þá verður haldið áfram að fjalla um mannlíf í hreppnum og ný tækifæri sem þar eru að skapast.
Árneshreppur Um land allt Tengdar fréttir Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21