Innlent

Pakkaflóðið að hefjast - Tollstjóri minnir á gjöldin

Nú nálgast jólin og fjölmargir eiga von á sendingum með jólagjöfum frá ættingjum og vinum, sem búsettir eru erlendis. Til marks um fjölda þessara sendinga má geta þess að í fyrra voru skráðar bögglasendingar tæplega sex þúsund talsins síðustu tvo mánuðina fyrir jól samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóra.

Starfsmönnum Tollstjóra er það bæði ljúft og skylt að benda landsmönnum á að í ákveðnum tilvikum þarf ekki að greiða tolla og önnur aðflutningsgjöld af jólagjöfum sem sendar eru til landsins.

Þetta á þó aðeins við um gjafir sem gefandi búsettur erlendis hefur með sér eða sendir til Íslands, en gildir hins vegar hvorki um innflutning í atvinnuskyni né fyrir gjafir, sem einstaklingur búsettur á Íslandi pantar frá útlöndum eða kaupir erlendis.

Nánari upplýsingar um gjöld og annað því tengdu má finna á heimasíðu tollsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×