Enski boltinn

Guardiola mun halda sig í New York næsta árið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola með dóttur sína Valentinu.
Pep Guardiola með dóttur sína Valentinu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Pep Guardiola, fyrrum þjálfari Barcelona, nýtur nú lífsins í Bandaríkjunum en hann flutti með alla fjölskylduna frá Barcelona til New York eftir að hann hætti að þjálfa Barcelona-liðið síðasta vor enda harður á því að taka sér eitt ár í frí frá boltanum.

„Ég hef það gott í New York og hér verð ég næsta árið. Ég veit ekki hvenær ég sný aftur í fótboltann en það verður allavega ekki á þessu tímabili. Ég mun koma til baka þegar áhuginn kviknar á ný," sagði Pep Guardiola og hann gæti jafnvel hugsað sér að taka við landsliði.

„Að þjálfa landslið? Hver veit því maður veit aldrei sína framtíð fyrirfram," sagði Guardiola en hann var þarna staddur á ráðstefnu í Mexíkóborg.

„Ég ætlaði aldrei að vera í Barcelona allt mitt líf en ég átti samt frábæran tíma þarna. Þegar það var kominn tími á að prófa eitthvað nýtt þá sagði ég upp," sagði Guardiola en Barcelona vann sextán titla á fjórum tímabilum hans með Barca og liðið vann ennfremur 179 af 247 leikjum sínum undir hans stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×