Sextíu gráður og þeytivinda, takk Steinunn Stefánsdóttir skrifar 28. september 2012 16:13 Talið er að um þriðjungur þeirra um það bil 6.000 tungumála sem nú eru töluð í heiminum muni hverfa á næstu áratugum. Önnur tungumál munu áfram verða notuð að einhverju leyti til heimabrúks en ekki til dæmis í vísindum eða viðskiptum. Lífvænleiki tungumáls á 21. öldinni mælist ekki bara í því hversu margir nota það eða hversu mikið það er notað í listum eða fjölmiðlum. Horfur tungumáls í heimi þar sem upplýsingatækni leikur jafnstórt hlutverk og raun ber vitni, hlutverk sem á enn eftir að aukast á komandi árum, velta ekki síður á því hvort og hvernig hlutverk þess er í hinum stafræna heimi, hvort hægt er að nota það í öllum þeim stafrænu samskiptum sem hver og einn á í á hverjum degi. Skýrslan Íslensk tunga á stafrænni öld var kynnt á Evrópska tungumáladeginum í vikunni. Skýrslan tekur til þrjátíu tungumála sem töluð eru í Evrópu og er í niðurstöðum sýnt fram á að tveir þriðju hlutar þeirra eru í hættu vegna þess að þau ná ekki að fylgja eftir þróuninni í upplýsinga- og tölvutækni. Íslenskan er vitaskuld þar á meðal. „Við munum fá alls konar tól og tæki á næstu áratugum sem menn munu stjórna með því að tala við þau. Þá er spurning hvaða tungumál menn ætla að tala," sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskum fræðum og stjórnarformaður Máltækniseturs, í frétt blaðsins á miðvikudaginn. Að mati Eiríks er app-forrit fyrir síma með Android-stýrikerfi, sem nýlega kom á markað og gerir notendum kleift að tala íslensku við símann sinn, eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í íslenskri málrækt. „Ef við getum ekki talað íslensku við tækin mun það örugglega ekki þýða að við hættum við að nota þau. Ef það þýðir að þú þarft að tala ensku við ísskápinn þinn þá munt þú gera það," bendir Eiríkur á. Þetta er einmitt kjarni málsins. Ítrekað hefur verið bent á mikilvægi þess að Íslendingar, og þá ekki síst íslensk börn, eigi þess kost að hafa íslenskt viðmót í tölvum sínum. Sá björn er ekki unninn en í mörgum skólum hefur þessari kröfu sem betur fer verið svarað. Stafræn samskipti munu bara aukast. Í vaxandi mæli munu samskipti fólks við tækin sín eiga sér stað gegnum talgreini, þ.e. þannig að fólk talar við tækin sín í stað þess að ýta á takka. Þá skiptir miklu fyrir viðhald tungumáls að unnt sé að nota móðurmálið. Málsamfélag sem telur 330.000 er pínulítið sem þýðir að markaðurinn er fjarri því nógu stór til þess að einkafyrirtæki sjái sér hag í að vinna þróunarvinnu á sviði máltækni. Það er því ljóst að ef íslenskan á að halda velli á nýjum tímum verður að koma til opinber stuðningur. Á það hefur vantað. Til dæmis hefur ekki verið hægt að taka inn nemendur í máltækni síðastliðin ár. Það er og verður sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að íslenskan haldi áfram að þróast og vera lifandi, meðal annars með því að hún missi ekki umdæmi, eins og sagt er, þ.e. að við getum áfram notað hana á öllum sviðum tilverunnar, meðal annars til þess að segja þvottavélinni fyrir verkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Talið er að um þriðjungur þeirra um það bil 6.000 tungumála sem nú eru töluð í heiminum muni hverfa á næstu áratugum. Önnur tungumál munu áfram verða notuð að einhverju leyti til heimabrúks en ekki til dæmis í vísindum eða viðskiptum. Lífvænleiki tungumáls á 21. öldinni mælist ekki bara í því hversu margir nota það eða hversu mikið það er notað í listum eða fjölmiðlum. Horfur tungumáls í heimi þar sem upplýsingatækni leikur jafnstórt hlutverk og raun ber vitni, hlutverk sem á enn eftir að aukast á komandi árum, velta ekki síður á því hvort og hvernig hlutverk þess er í hinum stafræna heimi, hvort hægt er að nota það í öllum þeim stafrænu samskiptum sem hver og einn á í á hverjum degi. Skýrslan Íslensk tunga á stafrænni öld var kynnt á Evrópska tungumáladeginum í vikunni. Skýrslan tekur til þrjátíu tungumála sem töluð eru í Evrópu og er í niðurstöðum sýnt fram á að tveir þriðju hlutar þeirra eru í hættu vegna þess að þau ná ekki að fylgja eftir þróuninni í upplýsinga- og tölvutækni. Íslenskan er vitaskuld þar á meðal. „Við munum fá alls konar tól og tæki á næstu áratugum sem menn munu stjórna með því að tala við þau. Þá er spurning hvaða tungumál menn ætla að tala," sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskum fræðum og stjórnarformaður Máltækniseturs, í frétt blaðsins á miðvikudaginn. Að mati Eiríks er app-forrit fyrir síma með Android-stýrikerfi, sem nýlega kom á markað og gerir notendum kleift að tala íslensku við símann sinn, eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í íslenskri málrækt. „Ef við getum ekki talað íslensku við tækin mun það örugglega ekki þýða að við hættum við að nota þau. Ef það þýðir að þú þarft að tala ensku við ísskápinn þinn þá munt þú gera það," bendir Eiríkur á. Þetta er einmitt kjarni málsins. Ítrekað hefur verið bent á mikilvægi þess að Íslendingar, og þá ekki síst íslensk börn, eigi þess kost að hafa íslenskt viðmót í tölvum sínum. Sá björn er ekki unninn en í mörgum skólum hefur þessari kröfu sem betur fer verið svarað. Stafræn samskipti munu bara aukast. Í vaxandi mæli munu samskipti fólks við tækin sín eiga sér stað gegnum talgreini, þ.e. þannig að fólk talar við tækin sín í stað þess að ýta á takka. Þá skiptir miklu fyrir viðhald tungumáls að unnt sé að nota móðurmálið. Málsamfélag sem telur 330.000 er pínulítið sem þýðir að markaðurinn er fjarri því nógu stór til þess að einkafyrirtæki sjái sér hag í að vinna þróunarvinnu á sviði máltækni. Það er því ljóst að ef íslenskan á að halda velli á nýjum tímum verður að koma til opinber stuðningur. Á það hefur vantað. Til dæmis hefur ekki verið hægt að taka inn nemendur í máltækni síðastliðin ár. Það er og verður sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að íslenskan haldi áfram að þróast og vera lifandi, meðal annars með því að hún missi ekki umdæmi, eins og sagt er, þ.e. að við getum áfram notað hana á öllum sviðum tilverunnar, meðal annars til þess að segja þvottavélinni fyrir verkum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun