ÍR með þrettán stiga forskot á FH eftir fyrri daginn í bikarkeppni FRÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2012 21:11 Einar Daði Lárusson og félagar í ÍR brosa eftir fyrri daginn. Mynd/Stefano Begnis ÍR leiðir bæði stigakeppni karla og kvenna eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Í karlaflokki er ÍR með 52 stig eða níu stigum meira en FH sem er í öðru sæti. Í kvennakeppninni er minni munur á efstu liðum en þar er forskot ÍR-inga fjögur stig, 43 stig á móti39 stigum FH-inga. Eftir fyrri keppnisdag Bikarkeppninnar er ÍR samanlagt með 95 stig, eða 13 stiga forskot á FH sem hefur 82 stig. Norðlendingar eru í þriðja sæti eftir fyrri dag með 73,5 stig, HSK í því fjórða með 66,5 og Breiðablik með 59 stig. Mikil og spennandi keppni var í langstökki karla milli þeirra Kristins Torfasonar FH, Einars Daða Lárussonar ÍR og Þorsteins Ingvarsson sem keppir fyrir Norðurland. Lengsta stökk Kristins var 7,29 cm, eða 2 cm lengra en besta stökk Einars Daða, en Þorsteinn var þarna skammt á eftir með 7,20 m og munaði því ekki nema um 9 cm á milli þeirra þriggja. Nokkrir keppendur hafa látið til sín taka í bikarnum fyrir sín lið og hafa keppt í tveimur til þremur greinum í dag. Aníta Hinriksdóttir ÍR hljóp bæði 400 m grindarhlaup og 400 m hlaup í dag og náði samtals sjö stigum fyrir sitt félag í þessum greinum. Fjóla Signý Hannesdóttir HSK vann 400 m grindarhlaupið, tók þriðja sætið í þrístökki því sem næst á sama tíma og annað sætið í hástökki. Trausti Stefánsson FH hljóp bæði 100 og 400 m hlaup fyrir FH auk þess sem hann tók einn sprettinn í 4x100m boðhlaupi, en hann er nýstiginn upp úr veikindum. Ásamt því að sigra í hástökki keppti Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH í þrístökki og kúluvarpi þar sem hún sigraði einnig. Einar Daði tók þátt í langstökki en hann var einnig í sigursveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi og sigraði í stangarstökki, svo nokkur dæmi séu nefnd um kempur dagsins. Nokkur óheppni hefur gert það að verkum að FH-ingar hafa misst nokkuð mörg stig, sérstaklega í karlakeppninni, t.d. fengu þeir engin stig í stangarstökki karla, en keppandi þeirra felldi byrjunarhæð sína. Þá féll keppandi þeirra um síðustu grindina í 400 m grindarhlaupi og missti a.m.k. 3 stig til viðbótar þar. Þeir voru ekki þeir einu sem urðu fyrir skakkaföllum, því keppandi Norðlendinga var dæmdur úr leik í 100 m hlaupi karla fyrir að hafa brugðist of skjótt við. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Sjá meira
ÍR leiðir bæði stigakeppni karla og kvenna eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Í karlaflokki er ÍR með 52 stig eða níu stigum meira en FH sem er í öðru sæti. Í kvennakeppninni er minni munur á efstu liðum en þar er forskot ÍR-inga fjögur stig, 43 stig á móti39 stigum FH-inga. Eftir fyrri keppnisdag Bikarkeppninnar er ÍR samanlagt með 95 stig, eða 13 stiga forskot á FH sem hefur 82 stig. Norðlendingar eru í þriðja sæti eftir fyrri dag með 73,5 stig, HSK í því fjórða með 66,5 og Breiðablik með 59 stig. Mikil og spennandi keppni var í langstökki karla milli þeirra Kristins Torfasonar FH, Einars Daða Lárussonar ÍR og Þorsteins Ingvarsson sem keppir fyrir Norðurland. Lengsta stökk Kristins var 7,29 cm, eða 2 cm lengra en besta stökk Einars Daða, en Þorsteinn var þarna skammt á eftir með 7,20 m og munaði því ekki nema um 9 cm á milli þeirra þriggja. Nokkrir keppendur hafa látið til sín taka í bikarnum fyrir sín lið og hafa keppt í tveimur til þremur greinum í dag. Aníta Hinriksdóttir ÍR hljóp bæði 400 m grindarhlaup og 400 m hlaup í dag og náði samtals sjö stigum fyrir sitt félag í þessum greinum. Fjóla Signý Hannesdóttir HSK vann 400 m grindarhlaupið, tók þriðja sætið í þrístökki því sem næst á sama tíma og annað sætið í hástökki. Trausti Stefánsson FH hljóp bæði 100 og 400 m hlaup fyrir FH auk þess sem hann tók einn sprettinn í 4x100m boðhlaupi, en hann er nýstiginn upp úr veikindum. Ásamt því að sigra í hástökki keppti Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH í þrístökki og kúluvarpi þar sem hún sigraði einnig. Einar Daði tók þátt í langstökki en hann var einnig í sigursveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi og sigraði í stangarstökki, svo nokkur dæmi séu nefnd um kempur dagsins. Nokkur óheppni hefur gert það að verkum að FH-ingar hafa misst nokkuð mörg stig, sérstaklega í karlakeppninni, t.d. fengu þeir engin stig í stangarstökki karla, en keppandi þeirra felldi byrjunarhæð sína. Þá féll keppandi þeirra um síðustu grindina í 400 m grindarhlaupi og missti a.m.k. 3 stig til viðbótar þar. Þeir voru ekki þeir einu sem urðu fyrir skakkaföllum, því keppandi Norðlendinga var dæmdur úr leik í 100 m hlaupi karla fyrir að hafa brugðist of skjótt við.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Sjá meira