Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. ágúst 2012 19:44 Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. Walker hætti hjá félaginu í ósætti við eigendur þess árið 2001 en fyrir tilstuðlan Baugs Group kom hann aftur að rekstrinum 2005 og hefur verið við stjórnvölinn síðan. 67 prósenta hlutur rann í faðm gamla Landsbankans eftir hrunið við gjaldþrot Baugs og fyrr á þessu ári leiddi Walker yfirtöku á félaginu fyrir á þriðja hundrað milljarða króna. Walker segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni Iceland. „En þetta er raunveruleikinn. Við höfum farið fram úr væntingum okkar í fimm eða sex ár," segir Walker. „En það var ekki ætlunin. Við spáum aldrei vexti. Við hugsum um að fá hagnað." Walker segist hafa átt gott samstarf við bæði Baug og Landsbankann. „Reynsla okkar af að vinna með Íslendingum, hvort sem það var Baugur eða bankarnir, hefur verið góð. Það var smánúningur þegar Landsbankinn reyndi að fá besta verðið fyrir fyrirtækið, eins og hann varð auðvitað að gera, og við vildum kaupa ódýrt, eins og eðlilegt er. En við þessar aðstæður held ég að allir hafi sigrað. Við borguðum miklu meira en við ætluðum að gera, Landsbankinn fékk gott verð, en allir eru ánægðir," segir Walker. Walker segir að opnun Iceland Foods hafi í raun verið greiði við fjölskyldu Baugsfeðga, en Walker er ekki hluthafi í íslenska Iceland Food sem hann kallar blöndu af Bónus og Iceland. „Við flytjum út vörur til ýmissa landa, til dæmis Spánar. Hann bað um að fá nafnið lánað og flytja vörur okkar hingað og við samþykktum það. Við gerum allt sem við getum til að styðja fjölskylduna." „Í augnablikinu höfum við sagst ætla að styðja hann eins vel og við getum. Þetta er fyrsta búðin, tilraunabúð, og við sjáum til hvert þetta leiðir. En segjum bara að við munum styðja hann vel," segir Walker. Walker segir að kannski opni Iceland Foods á hinum Norðurlöndunum, ef búðin gangi vel á Íslandi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Malcolm Walker má nú nálgast á Viðskiptavef Vísis, en á forsíðu Vísis er hlekkur á viðtalið. Klinkið Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. Walker hætti hjá félaginu í ósætti við eigendur þess árið 2001 en fyrir tilstuðlan Baugs Group kom hann aftur að rekstrinum 2005 og hefur verið við stjórnvölinn síðan. 67 prósenta hlutur rann í faðm gamla Landsbankans eftir hrunið við gjaldþrot Baugs og fyrr á þessu ári leiddi Walker yfirtöku á félaginu fyrir á þriðja hundrað milljarða króna. Walker segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni Iceland. „En þetta er raunveruleikinn. Við höfum farið fram úr væntingum okkar í fimm eða sex ár," segir Walker. „En það var ekki ætlunin. Við spáum aldrei vexti. Við hugsum um að fá hagnað." Walker segist hafa átt gott samstarf við bæði Baug og Landsbankann. „Reynsla okkar af að vinna með Íslendingum, hvort sem það var Baugur eða bankarnir, hefur verið góð. Það var smánúningur þegar Landsbankinn reyndi að fá besta verðið fyrir fyrirtækið, eins og hann varð auðvitað að gera, og við vildum kaupa ódýrt, eins og eðlilegt er. En við þessar aðstæður held ég að allir hafi sigrað. Við borguðum miklu meira en við ætluðum að gera, Landsbankinn fékk gott verð, en allir eru ánægðir," segir Walker. Walker segir að opnun Iceland Foods hafi í raun verið greiði við fjölskyldu Baugsfeðga, en Walker er ekki hluthafi í íslenska Iceland Food sem hann kallar blöndu af Bónus og Iceland. „Við flytjum út vörur til ýmissa landa, til dæmis Spánar. Hann bað um að fá nafnið lánað og flytja vörur okkar hingað og við samþykktum það. Við gerum allt sem við getum til að styðja fjölskylduna." „Í augnablikinu höfum við sagst ætla að styðja hann eins vel og við getum. Þetta er fyrsta búðin, tilraunabúð, og við sjáum til hvert þetta leiðir. En segjum bara að við munum styðja hann vel," segir Walker. Walker segir að kannski opni Iceland Foods á hinum Norðurlöndunum, ef búðin gangi vel á Íslandi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Malcolm Walker má nú nálgast á Viðskiptavef Vísis, en á forsíðu Vísis er hlekkur á viðtalið.
Klinkið Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira