Bolt ætlar sér að hlaupa á 9,4 sek á ÓL í London 24. júlí 2012 12:00 Usain Bolt ætlar sér stóra hluti á ÓL í London. Nordic Photos / Getty Images Spretthlauparinn Usain Bolt ætlar sér að bæta heimsmetin sem eru í hans eigu í 100 m og 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum sem hefjast í London um næstu helgi. Jamaíkumaðurinn telur að hann geti komið í mark í 100 metra hlaupinu á 9,4 sekúndum og það met verður aldrei bætt að mati Bolt. Glen Mills, þjálfari Bolt, spáði því fyrir nokkrum árum að skjólstæðingur hans myndi ná bestum árangri þegar hann væri 26 ára gamall. Bolt heldur upp á 26 ára afmælið sitt tveimur vikum eftir að keppni lýkur á ÓL. Bolt setti heimsmetin í greinunum á HM árið 2009 sem fram fór í Berlín. Hann hljóp 100 metrana á 9,58 sek., og 200 metrana á 19,19 sekúndum. „Það er erfitt að spá fyrir um hvenær ég get hlaupið á 9,4. En á svona stórmóti er ég einbeittari en áður – og þá þarf maður að láta verkin tala," sagði Bolt við enska fjölmiðla í gær. Hann mun fá gríðarlega harða keppni frá keppinautum sínum og þar fer landi hans Yohan Blake fremstur í flokki. Bolt tapaði fyrir Blake í báðum greinunum á úrtökumóti fyrir ÓL á Jamaíku. Blake varð heimsmeistari á síðasta ári í 100 metra hlaupi þar sem að Bolt var dæmdur úr leik eftir að hafa þjófstartað. Bolt er á þeirri skoðun að 9,4 sek sé sá tími sem hægt sé að ná. „Það er ekki hægt að hlaupa á 9,2. Mannslíkaminn er ekki gerður fyrir slíkan hraða," sagði heimsmethafinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Sjá meira
Spretthlauparinn Usain Bolt ætlar sér að bæta heimsmetin sem eru í hans eigu í 100 m og 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum sem hefjast í London um næstu helgi. Jamaíkumaðurinn telur að hann geti komið í mark í 100 metra hlaupinu á 9,4 sekúndum og það met verður aldrei bætt að mati Bolt. Glen Mills, þjálfari Bolt, spáði því fyrir nokkrum árum að skjólstæðingur hans myndi ná bestum árangri þegar hann væri 26 ára gamall. Bolt heldur upp á 26 ára afmælið sitt tveimur vikum eftir að keppni lýkur á ÓL. Bolt setti heimsmetin í greinunum á HM árið 2009 sem fram fór í Berlín. Hann hljóp 100 metrana á 9,58 sek., og 200 metrana á 19,19 sekúndum. „Það er erfitt að spá fyrir um hvenær ég get hlaupið á 9,4. En á svona stórmóti er ég einbeittari en áður – og þá þarf maður að láta verkin tala," sagði Bolt við enska fjölmiðla í gær. Hann mun fá gríðarlega harða keppni frá keppinautum sínum og þar fer landi hans Yohan Blake fremstur í flokki. Bolt tapaði fyrir Blake í báðum greinunum á úrtökumóti fyrir ÓL á Jamaíku. Blake varð heimsmeistari á síðasta ári í 100 metra hlaupi þar sem að Bolt var dæmdur úr leik eftir að hafa þjófstartað. Bolt er á þeirri skoðun að 9,4 sek sé sá tími sem hægt sé að ná. „Það er ekki hægt að hlaupa á 9,2. Mannslíkaminn er ekki gerður fyrir slíkan hraða," sagði heimsmethafinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Sjá meira