Stakk fórnarlambið um þrjátíu sinnum 22. júní 2012 19:55 Hlífar Vatnar Stefánsson, sem hefur játað að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana, segir að hún hafi verið besti vinur sinn, og að hann hafi ekki ætlað að drepa hana. Sækjandi fer fram á minnst 16 ára fangelsisdóm. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum á atburðum í fréttinni. Aðalmeðferð í málinu fór fram í dag og var Hlífar leiddur fyrir dóminn í járnum. Hann sagði þau Þóru hafa neytt fíkniefna og rítalíns í miklu magni áður en hún lést. Hann sagði að hún gæti verið erfið í samskiptum en hann hefði aldrei meitt hana. Þann fyrsta febrúar lokuðu þau sig af í litlu herbergi á heimili föður Hlífars, að Skúlaskeiði í Hafnarfirði. Hlífar telur að hann hafi orðið Þóru að bana föstudaginn 3. febrúar en það var ekki fyrr en á mánudeginum sem hann gaf sig fram við lögreglu. Faðir Hlífars, sem bjó í húsinu, segist ekki hafa vitað að Þóra væri hjá syni sínum, enda hefði hann bannað henni að koma í húsið. Faðirinn kom einnig fyrir dóminn og sagðist hafa fundið undarlega lykt áður en hann komst að því að Þóra hafði líklega verið dögum saman látin í húsinu hans, og sagðist nú vita að þetta hafi verið nálykt. Hlífar sagði fyrir dómi að Þóra hefði verið besti vinur hans, hann hefði sannarlega ekki ætlað að drepa hana og að það væri ömurlegt að muna ekkert eftir atburðarrásinni. Hann sagði engan aðdraganda hafa verið að því að Þóra dró hníf upp úr veski sínu og hótaði að drepa hann. Síðan mundi hann ekki meir fyrr en hún var dáin. Meðal annarra sem komu fyrir dóminn var barnsfaðir Þóru sem sagði Vatnar ofbeldisfullan, og að hún hefði oft verið með áverka eftir barsmíðar hans. Þá gaf skýrslu sérstakur blóðmeinafræðingur og brustu aðstandendur í réttarsalnum þá í grát. Hann sagði um þrjátíu stungusár hafa verið á líki Þóru, þar af hefði hluti sáranna verið veittur henni í hjartastað eftir að hún var látin. Morð í Skúlaskeiði 2012 Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Hlífar Vatnar Stefánsson, sem hefur játað að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana, segir að hún hafi verið besti vinur sinn, og að hann hafi ekki ætlað að drepa hana. Sækjandi fer fram á minnst 16 ára fangelsisdóm. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum á atburðum í fréttinni. Aðalmeðferð í málinu fór fram í dag og var Hlífar leiddur fyrir dóminn í járnum. Hann sagði þau Þóru hafa neytt fíkniefna og rítalíns í miklu magni áður en hún lést. Hann sagði að hún gæti verið erfið í samskiptum en hann hefði aldrei meitt hana. Þann fyrsta febrúar lokuðu þau sig af í litlu herbergi á heimili föður Hlífars, að Skúlaskeiði í Hafnarfirði. Hlífar telur að hann hafi orðið Þóru að bana föstudaginn 3. febrúar en það var ekki fyrr en á mánudeginum sem hann gaf sig fram við lögreglu. Faðir Hlífars, sem bjó í húsinu, segist ekki hafa vitað að Þóra væri hjá syni sínum, enda hefði hann bannað henni að koma í húsið. Faðirinn kom einnig fyrir dóminn og sagðist hafa fundið undarlega lykt áður en hann komst að því að Þóra hafði líklega verið dögum saman látin í húsinu hans, og sagðist nú vita að þetta hafi verið nálykt. Hlífar sagði fyrir dómi að Þóra hefði verið besti vinur hans, hann hefði sannarlega ekki ætlað að drepa hana og að það væri ömurlegt að muna ekkert eftir atburðarrásinni. Hann sagði engan aðdraganda hafa verið að því að Þóra dró hníf upp úr veski sínu og hótaði að drepa hann. Síðan mundi hann ekki meir fyrr en hún var dáin. Meðal annarra sem komu fyrir dóminn var barnsfaðir Þóru sem sagði Vatnar ofbeldisfullan, og að hún hefði oft verið með áverka eftir barsmíðar hans. Þá gaf skýrslu sérstakur blóðmeinafræðingur og brustu aðstandendur í réttarsalnum þá í grát. Hann sagði um þrjátíu stungusár hafa verið á líki Þóru, þar af hefði hluti sáranna verið veittur henni í hjartastað eftir að hún var látin.
Morð í Skúlaskeiði 2012 Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira